Volaða land Hlyns Pálmasonar er sýnd þessa dagana á Karlovy Vary hátíðinni í Tékklandi. Ásgeir H. Ingólfsson er á hátíðinni og skrifar um myndina á vef sinn Menningarsmygl.

Volaða land Hlyns Pálmasonar er sýnd þessa dagana á Karlovy Vary hátíðinni í Tékklandi. Ásgeir H. Ingólfsson er á hátíðinni og skrifar um myndina á vef sinn Menningarsmygl.
Volaða land er mynd margra titla. Danski titillinn er Vanskabte land og sá enski Godland – og sá danski er jafnrétthár þeim íslenska, þeir koma báðir fyrir með flúruðu letri í upphafi myndar og við lok hennar, og ef þú sérð myndina með enskum texta fylgja þessir kyndugu skjátextar með: „Godland (Icelandic)“ og „Godland (Danish).“ […]
Hlynur Pálmason leikstjóri ræðir við Nordic Film and TV News um Volaða land og vinnuaðferðir sínar.
Það hefur ekki farið framhjá neinum sem fylgist með Cannes hátíðinni þessa dagana að Volaða land Hlyns Pálmasonar hefur verið að fá afar góðar viðtökur gagnrýnenda, svo ekki sé fastar að orði kveðið.
Wendy Ide hjá Screen segir Volaða land Hlyns Pálmasonar afar grípandi frásögn um ferð til hinnar myrku hliðar hinnar eilífu dagsbirtu.
Fyrir okkur fastagestina á Berlinale kvikmyndahátíðinni var hátíðin í ár nett sjokk. Hið sögufræga en uppavædda Potsdamer Platz, höfuðvígi hátíðarinnar, er afskaplega draugalegt miðað við fyrri ár, ófáir staðir eru að nýta tækifærið til framkvæmda og ekkert er á sama stað og síðast. Það þarf þrjár bólusetningar og próf á hverjum degi til að komast […]
Áfram birtast lofsamlegir dómar um Volaða land Hlyns Pálmasonar í Cannes og hér er umsögn frá Elena Lazic hjá The Playlist.
Marc van de Klashorst gagnrýnandi ICS (International Cinephile Society) dregur hvergi af sér í fimm stjörnu dómi um Volaða land Hlyns Pálmasonar á Cannes hátíðinni.
Volaða land eftir Hlyn Pálmason var heimsfrumsýnd við mikinn fögnuð á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Cannes 24. maí og fengu aðstandendur hennar standandi lófaklapp að lokinni frumsýningunni.
Guð býr í smáatriðunum, segir Peter Debruge gagnrýnandi Variety í afar lofsamlegri umsögn um Volaða land Hlyns Pálmasonar.
Fyrsta umsögn um Volaða land Hlyns Pálmasonar er komin fram. Fabien Lemercier, gagnrýnandi Cineuropa, segir myndina í hæsta gæðaflokki og aðeins sé spurning hvenær Hlynur taki þátt í aðalkeppninni.
Alþjóðleg útgáfa af plakati kvikmyndarinnnar Volaða land eftir Hlyn Pálmason var opinberuð í dag og er um ýmislegt sérstök.
Kitla kvikmyndar Hlyns Pálmasonar, Volaða land, er komin út. Myndin verður frumsýnd á Cannes hátíðinni 24. maí.
Volaða land eftir Hlyn Pálmason hefur verið valin til þátttöku í keppnisflokknum Un Certain Regard í aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. Síðasta mynd Hlyns, Hvítur, hvítur dagur var einnig valin á Cannes hátíðina….
Hlynur Pálmason ræðir stuttmynd sína Hreiðrið, sem frumsýnd var á Berlínarhátíðinni, ásamt dóttur sinni og aðalleikkonunni Ídu Mekkín Hlynsdóttur. Viðtalið tók Wendy Mitchell.
Stuttmyndin Hreiður eftir Hlyn Pálmason hefur verið valin í Berlinale Special hluta alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Berlín.
Peter Bradshaw skrifar í The Guardian um Hvítan, hvítan dag Hlyns Pálmasonar sem nú er sýnd á Curzon Home Cinema í Bretlandi. Bradshaw segir myndina takast að koma áhorfandanum úr jafnvægi og halda honum á sætisbríkinni….
Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason vann um síðastliðna helgi aðalverðlaun D’A kvikmyndahátíðarinnar í Barcelona, en þetta eru fimmtándu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar. Hátíðin fór fram á netinu vegna faraldursins….
„Þessi sálfræðitryllir um syrgjandi ekkil í hefndarleit afhjúpar Hlyn Pálmason sem meiriháttar hæfileikamann,“ segir Peter Debruge í Variety um Hvítan, hvítan dag. Myndin er nú sýnd á Film Movement streymisveitunni í Bandaríkjunum….