(Phoca vitulina)

Bóndadagur 2023 | Month of Þorri

20. janúar 2023

Föstudagsmyndir: Gleðilegan bóndadag! Gott er nú að mörsugur er liðinn. Eftir fimbulkulda undanfarnar vikur heilsar þorri með rigningu og roki. Tjörustorknir ruðningar og snjóskaflar breytast í manndráps svell sem saltaurinn ræður ekki við. Svo frystir aftur. Þessa daga sem borgin sýnir sínar allra grálegustu hliðar (ég elska hana samt), er lífsnauðsyn að bregða sér út […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Áslaug Jónsdóttir

Í höfn | At the harbour

4. nóvember 2022

Föstudagsmyndir: Það er auðvelt að stunda hið margrómaða þakklæti þegar náttúran strýkur okkur svona fallega með hárunum eins og þessa dagana. Logn og blíða! Þakkir, þakkir! Þakkir fyrir að lemja okkur ekki með hríð og og slyddu þó kominn sé nóvember! Við höfnina mætti svo hugleiða (sem einnig er í hávegum haft) hversu gott það […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Áslaug Jónsdóttir

Haustið 2022 | Autumn

28. október 2022

Föstudagsmyndir: Fyrsta vetrardag bar upp á 22. október í ár. Þar með lauk Haustmánuði og við tók Gormánuður. Ég þakka fyrir blítt haust með myndum úr sveit og borg. Góða helgi! Friday photos: The official First Day of Winter in Iceland was October 22 (always on a Saturday, late in October). Thus the “Month of […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Áslaug Jónsdóttir

Dagur íslenskrar náttúru | Day of Icelandic Nature 2022

16. september 2022

Föstudagsmyndir: Íslensk náttúra er heiðruð 16. september. En hún á auðvitað alla daga ársins og stjórnar lífi okkar leynt og ljóst, í stóru og smáu. Í lok ágúst heimsótti ég Hvalvatnsfjörð í Fjörðum. Þar er fátt sem minnir á fyrri byggð: „Grær yfir allt sem eitt sinn var,“ eins og Böðvar Guðmundsson orti svo fallega […]

Hljóðskrá ekki tengd.
ágúst

Morgunfrúr í ágúst | Marigolds in August

26. ágúst 2022

Föstudagsmyndir: Föðuramma mín, Salvör Jörundardóttir var fædd 26. ágúst, árið 1893, á milli okkar voru 70 ár. Hún var tengingin við aðra og gjörólíka tíma, hún lifði öld umbyltingar á Íslandi. Það þyrfti langt mál til að segja hennar sögu, en við sonardætur hennar nutum þess sannarlega að búa undir sama þaki og hún og […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Áslaug Jónsdóttir

Undir regnboganum | Over the rainbow – and under

19. ágúst 2022

Föstudagsmyndir: Skýin, himinninn og hafið – allt er þetta endurtekið myndefni, en það er einfaldlega ekki hægt annað en dást að dýrðinni sem veðrabrigðin skapa. Skarðsheiði og Melaleiti undir regnboganum í ágúst. Góða helgi! Friday photos: I know this is a repeated theme in my photography: the mountains, the sky, the sea … But I […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Áslaug Jónsdóttir

Sumarský | Variations of grey

12. ágúst 2022

Föstudagsmyndir: Ef varla sést til sólar er altént hægt að spá í skýin. Hlusta á öldurnar. Finna góðan stein … Njótið daganna, góða helgi! Friday photos: When the sun barely shows itself, at least you can still study the clouds. Listen to the waves at the beach. Find an interesting stone … Enjoy your days, have […]

Hljóðskrá ekki tengd.