Svar við bréfi Helgu eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur var valin besta myndin á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Montreal. Myndin fékk einnig verðlaun fyrir bestu kvikmyndatöku, klippingu og tónlist.

Svar við bréfi Helgu eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur var valin besta myndin á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Montreal. Myndin fékk einnig verðlaun fyrir bestu kvikmyndatöku, klippingu og tónlist.
Heimaleikurinn, gamansöm heimildamynd í leikstjórn Smára Gunnarssonar og Loga Sigursveinssonar, hlaut sérstök áhorfendaverðlaun á Nordisk Panorama, stærstu heimilda- og stuttmyndahátíð á Norðurlöndum.
Heimildamyndin Exxtinction Emergency eftir Sigurjón Sighvatsson hlaut á dögunum verðlaun fyrir leikstjórn og klippingu á Nature Without Borders hátíðinni í Delaware í Bandaríkjunum. Hátíðin sérhæfir sig í náttúrulífs- og umhverfisverndarmyndum….
Dans- og söngvamyndin Abbababb! er tilnefnd sem besta norræna kvikmyndin á Buster-hátíðinni í Danmörku.
Fimm nýjar íslenskar heimilda- og stuttmyndir taka þátt í Nordisk Panorama í ár, en hátíðin fer fram í Malmö 21.-26. september.
Marianne Slot framleiðandi (Kona fer í stríð), var á dögunum heiðruð fyrir framlag sitt til evrópskrar kvikmyndagerðar á kvikmyndahátíðinni í Locarno.
Kvikmyndahátíðin á Hornströndum (Hornstrandir Film Festival) fór fram í fyrsta sinn í seinni hluta júlí. Reykjavík Grapevine fjallaði um þessa sérstæðu hátíð.
Tilverur (áður Einvera), bíómyndarfrumraun Ninnu Pálmadóttur, verður heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto. Hátíðin fer fram 7.–17. september.
Heimildamyndin Exxtinction Emergency eftir Sigurjón Sighvatsson var verðlaunuð á Montreal Independent Film Festival sem fór fram á dögunum.
Heimildamyndahátíðin IceDocs fer fram í fimmta sinn á Akranesi dagana 19.-23. júlí.
Álfrún Örnólfsdóttir fór til Ástralíu og sýndi mynd sína Band á Sydney Film Festival.
Northern Comfort eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson var opnunarmynd Transilvaníuhátíðarinnar í Rúmeníu síðastliðinn föstudag. Norrænar kvikmyndir verða í brennidepli í ár.
Stuttmyndin Fár eftir Gunni Martinsdóttur Schlüter hlaut sérstaka viðurkenningu í flokki stuttmynda á kvikmyndahátíðinni í Cannes.
Stuttmynd Gunnar Martinsdóttur Schlüter, Fár, verður sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í dag. Myndin segir margbrotna sögu á fimm mínútum og varpar ljósi á mörkin milli grimmdar og sakleysis.
Gunnur Martinsdóttir Schlüter frumsýnir stuttmyndina Fár á kvikmyndahátíðinni í Cannes sem nú stendur yfir. Kastljósið ræddi við hana og birtir brot úr myndinni.
Kvikmyndin Kuldi í leikstjórn Erlings Óttars Thoroddsen verður kynnt kaupendum á yfirstandandi Cannes hátíð. Danska sölufyrirtækið LevelK annast sölu á heimsvísu. Myndin verður frumsýnd í haust.
Kvikmyndahátíðin í Cannes hefst í dag og stendur yfir til 27. maí. Stuttmyndin Fár, eftir Gunni Martinsdóttur Schlüter, er sýnd í aðaldagskrá hátíðarinnar, þrír upprennandi framleiðendur taka þátt í vinnustofum og nýlegar bíómyndir og stuttmyndir verða…
„Sennilega ánægjulegasta heimildamynd sem snertir á innrásinni í Úkraínu sem hægt er að hugsa sér,“ segir Dennis Harvey hjá Variety meðal annars um heimildamyndina Soviet Barbara eftir Gauk Úlfarsson, sem heimsfrumýnd var fyrir nokkrum dögum á Hot Docs…
Heimildamyndin Soviet Barbara: The Story of Ragnar Kjartansson in Moscow verður heimsfrumsýnd á Hot Docs í Kanada, stærstu heimildamyndahátíð Norður-Ameríku, í dag 28. apríl.
Stuttmyndin Fár eftir Gunni Marteinsdóttur Schlüter er meðal 11 verka sem keppa í stuttmyndaflokki Cannes hátíðarinnar í maí næstkomandi. Þetta var tilkynnt í dag.
Þröstur Leó Gunnarsson hlaut nú um helgina verðlaun ítölsku kvikmyndahátíðarinnar BIF&ST sem besti leikari í aðalhlutverki í kvikmynd Hilmars Oddsonar Á ferð með mömmu.
Heimildamynd Gauks Úlfarssonar Soviet Barbara sem fjallar um sýningu Ragnars Kjartanssonar í nýrri menningarmiðstöð, GES-2, í miðborg Moskvu, verður heimsfrumsýnd á heimildamyndahátíðinni Hot Docs, sem hefst 27. apríl.
Nýjasta mynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Northern Comfort, verður frumsýnd á South by Southwest-hátíðinni í Austin í Texas á sunnudaginn.
Kvikmynd Elfars Aðalsteins, Sumarljós og svo kemur nóttin, vann til verðlauna sem besta norræna myndin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Santa Barbara í í Kaliforníu.
Evrópsku kvikmyndaverðlaunin fóru fram í Hörpu í gærkvöldi og var mikið um dýrðir. Sorgarþríhyrningurinn (Triangle of Sadness) eftir Ruben Östlund var valin mynd ársins og hlaut alls fern verðlaun.
Bein útsending úr Hörpu frá afhendingu Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna hefst á RÚV kl. 19:15 laugardaginn 10. desember. Kynnar kvöldsins eru Ilmur Kristjánsdóttir og Hugleikur Dagsson.
Berdreymi Guðmundar Arnars Guðmundssonar var verðlaunuð á Thessaloniki Film Festival í Grikklandi, sem fram fór í 63. sinn á dögunum. Þetta eru tólftu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.
Alþjóðlega stuttmyndahátíðin Northern Wave fór fram í fjórtánda sinn um síðustu helgi í Frystiklefanum á Rifi í Snæfellsbæ.
Á ferð með mömmu eftir Hilmar Oddsson verður heimsfrumsýnd á Tallinn Black Nights hátíðinni í Eistlandi 19. nóvember. Frumsýning á Íslandi verður í febrúar næstkomandi.
Á Northern Wave hátíðinni sem fram fer 11.-13. nóvember á Snæfellsnesi mun Einar Snorri úr Snorri Brothers tvíeykinu, sem hann skipar ásamt Eiði Snorra, ræða feril sinn í meistaraspjalli við Dögg Mósesdóttur stjórnanda hátíðarinnar. …