Stuttmyndin Fár eftir Gunni Martinsdóttur Schlüter hlaut sérstaka viðurkenningu í flokki stuttmynda á kvikmyndahátíðinni í Cannes.
Hátíðir

FÁR í Cannes: Besta hugsanlega byrjun sem stuttmynd getur fengið
Stuttmynd Gunnar Martinsdóttur Schlüter, Fár, verður sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í dag. Myndin segir margbrotna sögu á fimm mínútum og varpar ljósi á mörkin milli grimmdar og sakleysis.

Gunnur Martinsdóttir Schlüter ræðir um FÁR
Gunnur Martinsdóttir Schlüter frumsýnir stuttmyndina Fár á kvikmyndahátíðinni í Cannes sem nú stendur yfir. Kastljósið ræddi við hana og birtir brot úr myndinni.

KULDI kynnt á Cannes
Kvikmyndin Kuldi í leikstjórn Erlings Óttars Thoroddsen verður kynnt kaupendum á yfirstandandi Cannes hátíð. Danska sölufyrirtækið LevelK annast sölu á heimsvísu. Myndin verður frumsýnd í haust.

Stuttmyndin FÁR og annað íslenskt á Cannes hátíðinni
Kvikmyndahátíðin í Cannes hefst í dag og stendur yfir til 27. maí. Stuttmyndin Fár, eftir Gunni Martinsdóttur Schlüter, er sýnd í aðaldagskrá hátíðarinnar, þrír upprennandi framleiðendur taka þátt í vinnustofum og nýlegar bíómyndir og stuttmyndir verða…

Variety um SOVIET BARBARA: List og heimspólitík lýstur saman í Moskvu
„Sennilega ánægjulegasta heimildamynd sem snertir á innrásinni í Úkraínu sem hægt er að hugsa sér,“ segir Dennis Harvey hjá Variety meðal annars um heimildamyndina Soviet Barbara eftir Gauk Úlfarsson, sem heimsfrumýnd var fyrir nokkrum dögum á Hot Docs…

Heimildamyndin SOVIET BARBARA heimsfrumsýnd á Hot Docs
Heimildamyndin Soviet Barbara: The Story of Ragnar Kjartansson in Moscow verður heimsfrumsýnd á Hot Docs í Kanada, stærstu heimildamyndahátíð Norður-Ameríku, í dag 28. apríl.

Stuttmyndin FÁR eftir Gunni Marteinsdóttur Schlüter valin á Cannes
Stuttmyndin Fár eftir Gunni Marteinsdóttur Schlüter er meðal 11 verka sem keppa í stuttmyndaflokki Cannes hátíðarinnar í maí næstkomandi. Þetta var tilkynnt í dag.

Þröstur Leó Gunnarsson verðlaunaður á Ítalíu fyrir leik sinn í Á FERÐ MEÐ MÖMMU
Þröstur Leó Gunnarsson hlaut nú um helgina verðlaun ítölsku kvikmyndahátíðarinnar BIF&ST sem besti leikari í aðalhlutverki í kvikmynd Hilmars Oddsonar Á ferð með mömmu.

SOVIET BARBARA heimsfrumsýnd á Hot Docs
Heimildamynd Gauks Úlfarssonar Soviet Barbara sem fjallar um sýningu Ragnars Kjartanssonar í nýrri menningarmiðstöð, GES-2, í miðborg Moskvu, verður heimsfrumsýnd á heimildamyndahátíðinni Hot Docs, sem hefst 27. apríl.

NORTHERN COMFORT frumsýnd á South by Southwest
Nýjasta mynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Northern Comfort, verður frumsýnd á South by Southwest-hátíðinni í Austin í Texas á sunnudaginn.

SUMARLJÓS OG SVO KEMUR NÓTTIN vinnur til verðlauna í Santa Barbara
Kvikmynd Elfars Aðalsteins, Sumarljós og svo kemur nóttin, vann til verðlauna sem besta norræna myndin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Santa Barbara í í Kaliforníu.

SORGARÞRÍHYRNINGURINN mynd ársins á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum í Hörpu
Evrópsku kvikmyndaverðlaunin fóru fram í Hörpu í gærkvöldi og var mikið um dýrðir. Sorgarþríhyrningurinn (Triangle of Sadness) eftir Ruben Östlund var valin mynd ársins og hlaut alls fern verðlaun.

Evrópsku kvikmyndaverðlaunin afhent í Hörpu 10. desember, bein útsending á RÚV
Bein útsending úr Hörpu frá afhendingu Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna hefst á RÚV kl. 19:15 laugardaginn 10. desember. Kynnar kvöldsins eru Ilmur Kristjánsdóttir og Hugleikur Dagsson.

BERDREYMI verðlaunuð á Thessaloniki hátíðinni, HREIÐRIÐ hlaut tvenn verðlaun á Ítalíu
Berdreymi Guðmundar Arnars Guðmundssonar var verðlaunuð á Thessaloniki Film Festival í Grikklandi, sem fram fór í 63. sinn á dögunum. Þetta eru tólftu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.

Þessi verk fengu verðlaun á Northern Wave
Alþjóðlega stuttmyndahátíðin Northern Wave fór fram í fjórtánda sinn um síðustu helgi í Frystiklefanum á Rifi í Snæfellsbæ.

[Stikla] Á FERÐ MEÐ MÖMMU eftir Hilmar Oddsson heimsfrumsýnd á Tallinn hátíðinni 19. nóvember
Á ferð með mömmu eftir Hilmar Oddsson verður heimsfrumsýnd á Tallinn Black Nights hátíðinni í Eistlandi 19. nóvember. Frumsýning á Íslandi verður í febrúar næstkomandi.

Einar Snorri ræðir Snorracam og ferilinn í meistaraspjalli á Northern Wave
Á Northern Wave hátíðinni sem fram fer 11.-13. nóvember á Snæfellsnesi mun Einar Snorri úr Snorri Brothers tvíeykinu, sem hann skipar ásamt Eiði Snorra, ræða feril sinn í meistaraspjalli við Dögg Mósesdóttur stjórnanda hátíðarinnar. …

Dagskrá Northern Wave opinberuð
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Northern Wave Film Festival verður haldin hátíðleg í fjórtánda skipti helgina 11.-13. nóvember á Snæfellsnesi.

VOLAÐA LAND fær sérstaka viðurkenningu á BFI London Film Festival, tvenn verðlaun í Ungverjalandi
Volaða land Hlyns Pálmasonar hlaut alls þrenn verðlaun um helgina, í London annarsvegar og Ungverjalandi hinsvegar.

Friðrik Þór heiðraður á Norrænum kvikmyndadögum í Lübeck
Norrænir kvikmyndadagar í Lübeck fara fram í 64. sinn dagana 2.-6. nóvember. Hátíðin mun sýna fjölda mynda Friðriks Þórs Friðrikssonar í ár og veita honum sérstök heiðursverðlaun.

Sex íslenskar myndir keppa á Nordisk Panorama
Sex íslenskar myndir keppa um verðlaun á stutt- og heimildamyndahátíðinni Nordisk Panorama sem fer fram í 33. skipti dagana 22.-27. september í Malmö í Svíþjóð.

BAND í keppni í Haugasundi
Band eftir Álfrúnu Örnólfsdóttur hefur verið valin til þátttöku á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Haugasundi, sem fer fram dagana 20. – 26. ágúst í Noregi.

BERDREYMI vann til verðlauna í Sarajevó
Berdreymi eftir Guðmund Arnar Guðmundsson vann til verðlauna á Omladinski-kvikmyndahátíðinni sem fram fór í Sarajevó í Bosníu og Hersegóvínu í síðustu viku.

BERDREYMI verðlaunuð á þremur hátíðum
Berdreymi Guðmundar Arnars Guðmundssonar hlaut verðlaun á þremur hátíðum um síðustu helgi.

[Kitla] VOLAÐA LAND frumsýnd á Cannes 24. maí
Kitla kvikmyndar Hlyns Pálmasonar, Volaða land, er komin út. Myndin verður frumsýnd á Cannes hátíðinni 24. maí.

BERDREYMI fær verðlaun í Póllandi
FIPRESCI, Alþjóðasamtök kvikmyndagagnrýnenda, völdu Berdreymi eftir Guðmund Arnar Guðmundsson sem bestu kvikmyndina í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar Off Camera í Krakow í Póllandi.

Kristín Jóhannesdóttir heiðruð á Rvk Feminist Film Festival
Rvk Feminist Film Festival fer fram í þriðja sinn 5.-8. maí. Að þessu sinni leggur hátíðin áherslu á kynsegin málefni, aktívisma og konur með mismunandi menningarlegan bakgrunn og POC (People of Color).

Álfrún Örnólfsdóttir um BAND: Hvenær er rétti tíminn til að gefa drauma sína upp á bátinn?
Álfrún Örnólfsdóttir ræðir við Business Doc Europe um heimildamynd sína, Band, sem verður frumsýnd á Hot Docs hátíðinni í Toronto eftir nokkra daga.

Íslenskar kvikmyndir og Cannes
Volaða land eftir Hlyn Pálmason er fimmtánda kvikmyndin eftir íslenskan leikstjóra sem valin er á þessa stærstu kvikmyndahátíð heimsins á tæpum fjörtíu árum. Það segir sína sögu að rúmur helmingur þeirra er frá síðustu 12 árum.