Menningarvikan hefst með Lúpínu og endar með fiðlusmíði, en hæst ber væntanlega að bíóveislan mikla RIFF er að bresta á og þá heyrðum við í tveim tónlistarkonum fyrir dagatalið, þeim Jelenu Ćirić og Sunnu Gunnlaugs, sem báðar verða með tónleika í vikunni. Þá verður Snorri Ásmunds boðflenna í Reykjanesbæ og mun þar ræða list sína. […]
