Kóperníka eftir Sölva Björn Sigurðsson er aðalumræðuefni fjórða þáttar Menningarsmygls, en bókin ber undirtitilinn „Skáldsaga um morð, ást og viðurstyggð.“ Hún fjallar um íslenska stúdenta í Kaupmannahöfn árið 1888 og röð morðmála sem einn þeirra, Finnur Kóperníkus, er að rannsaka. Við sögu koma ragettur og kirkjugarðar, nýlegar uppfinningar á borð við grammafóna og myndavélar sem […]
Hallgrímur Helgason

Landnám Reykjavíkur, tortíming Reykjavíkur
Steinar Bragi virðist heillaður af götum Reykjavíkur. Hann er kortagerðarmaður í hjáverkum – bæði í Áhyggjudúkkum og núna í Trufluninni eru birt ýmist kort af miðbæ Reykjavíkur og einstaka götuheiti skipta lykilmáli í textanum, það er ára yfir þeim, sem vitrast fólki vafalaust á misjafnan hátt eftir því hvernig það þekkir borgina. Og ófá kaflaheiti […]

Á meðan þú svafst
Lokaþætti Ráðherrans tókst að gera vel það sem hafði ávallt misheppnast fram að þessu: þátturinn virkaði þegar Benedikt var fjarverandi. Björgunaraðgerðirnar voru helvíti sannfærandi og náðu bæði að fanga ákveðna spennu en koma því samt um leið vel til skila að aðstæður væru ekki það slæmar, en svona er samt alltaf taugastrekkjandi fyrir aðstandendur sem […]

Örlög okkar bestu manna
„Ég horfði á bestu hugsuði minnar kynslóðar tortímast úr brjálæði, svelta móðursjúka nakta. Skakklappast niður negrahverfin upp úr dögun í leit að heiftugri fíkn. Engilhöfða glannar sem brunnu af löngun eftir hinni fornu himnesku tengingu við stjörnumprýddan rafal næturmaskínunnar.“ Svona hefst Ýlfur Allen Ginsberg í þýðingu Eiríks Arnar Norðdahl, sem nú má finna í heild […]