Kona dansar alein á flugbraut. Maður fer aleinn í sund. Lítill fugl vappar aleinn um bílakjallara. Þetta gerðist allt fyrir rúmu ári þegar heimurinn var settur á pásu og vísindaskáldskapurinn varð skyndilega efni í heimildarmyndir. Palli var einn í heiminum varð skyndilega ekki bara tilvistarhryllingur í barnabók heldur hversdagur margra sem hættu sér út að labba. […]
Guðrún Eva Mínervudóttir

Hvernig lifa skal af í sumarbústaðahverfi
Við erum stödd í sumarbústaðabyggð, einhvers staðar sunnan Reykjavíkur. Miðað við kennileiti, íþróttakennaraskólann og eþíópískan veitingastað, er sögusviðið einhvers konar bræðingur af Laugarvatni og Flúðum. Við kynnumst þó lítið ferðamönnum, flestar aðalpersónur bókarinnar virðast hafa búsetu hér, ýmist tímabundið eða til frambúðar. Og sem fyrrum íbúi Laugarvatns til skamms tíma get ég staðfest að þessi […]

Smyglari vikunnar: Víetnamskar furðuverur, skilnaðir og jarðarför
Kristján Hrafn Guðmundsson gaf nýlega út sitt fyrsta smásagnasafn, Þrír skilnaðir og jarðarför, sem hafði fengið nýræktarstyrk bókmenntasjóðs í fyrra. Kristján Hrafn er bókmenntafræðingur og grunnskólakennari, sem kennir aðallega íslensku en einnig smá heimspekilega samræðu og kvikmyndalæsi í Garðaskóla í Garðabæ, auk þess að leggja stund á mastersnám í bókmenntafræði. Þá var hann menningarblaðamaður á […]