Steinar Bragi virðist heillaður af götum Reykjavíkur. Hann er kortagerðarmaður í hjáverkum – bæði í Áhyggjudúkkum og núna í Trufluninni eru birt ýmist kort af miðbæ Reykjavíkur og einstaka götuheiti skipta lykilmáli í textanum, það er ára yfir þeim, sem vitrast fólki vafalaust á misjafnan hátt eftir því hvernig það þekkir borgina. Og ófá kaflaheiti […]
