andhetja

Elskuleg eiginkona mín

8. júní 2020

Ég er gefin fyrir sálfræðitrylla og það er fátt sem kitlar mig jafn mikið og óáreiðanleg söguhetja, eða andhetja. Það þarf ekki að lesa mikið lengra heldur en til enda fyrsta kafla í Elskuleg eiginkona mín, eða My Lovely Wife eins og bókin heitir á frummálinu, til að átta sig á því að þar er á ferðinni einhvers konar […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Caroline Kepnes

Hver ert þú?

15. maí 2020

Sjónvarpsþættirnir Þú eða You sem birtust neytendum á streymisveitunni Netflix árið 2018 fjalla í stuttu máli um hinn óprúttna Joe Goldberg sem verður ástfanginn. Eða hvað? Ástarviðfang Joe er unga skáldkonan Guinevere Beck sem álpast inn í bókabúðina þar sem Joe vinnur. Joe er ekki lengi að notfæra sér veraldarvefinn og deiligleði hinnar ungu Beck […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Ann Cleeves

Bókamerkið: glæpasögur

11. maí 2020

Fjórði þáttur Bókamerkisins, bókmenntaþáttur og samstarfsverkefni Lestrarklefans við Bókasafn Garðabæjar, fór í loftið föstudaginn 8. maí kl. 13:00 í beinu streymi. Umfjöllunarefni þáttarins að þessu sinni voru glæpasögur. Sjöfn Hauksdóttir, bókmenntafræðingur, stjórnaði umræðum í þættinum. Hún fékk til sín góða gesti, rithöfundinn Evu Björg Ægisdóttur, sem hefur gefið út glæpasögurnar Marrið í stiganum (2018) og Stelpur […]

Hljóðskrá ekki tengd.
glæpasögur

Fullt hús skemmtilegra kvenna

21. apríl 2020

Mávahlátur fyrsta bók Kristínar Mörju Baldursdóttur sló í gegn þegar hún kom út árið 1995 og voru fljótlega gerð eftir henni leikrit og kvikmynd sem einnig nutu mikilla vinsælda. Ég las fyrst Mávahlátur sem unglingur en ákvað að nýta páskafríið til að endurnýja kynnin við þessa dásamlegu bók sem er alveg jafn góð, ef ekki […]

Hljóðskrá ekki tengd.
glæpasögur

Versta bókmenntagrein allra tíma

19. apríl 2020

Eitt sinn skrifaði hún Erna pistilinn sem má ekki skrifa hér á Lestrarklefanum, um hvað henni hefði þótt Halldór Laxness óbærilega leiðinlegur þegar hún las hann í menntaskóla. Nú hyggst ég einnig skrifa pistil sem ekki má skrifa, þó af öðrum ástæðum sé. Ég ætla mér nefnilega að reyna að koma í orð þeirri djúpu […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Dimmuborgir

Hver drap Felix?

15. apríl 2020

Dimmuborgir eftir Óttar Norðfjörð er skáldsaga sem daðrar við að vera glæpasaga. Dimmuborgir er tíunda skáldsaga Óttars sem skrifar einnig sjónvarps- og kvikmyndahandrit, og er aðalhöfundur Brots, fyrstu íslensku sjónvarpsþáttaraðarinnar sem framleidd er af Netflix og sýnd um allan heim og var sýnd á RÚV yfir jólin. Bókmenntarýnir er ónáðaður Sagan segir af bókmenntarýninum Elmari sem […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Andlitslausa konan

Heiðursglæpur á Þingvöllum?

13. apríl 2020

Í fimmtu bókinni af Eddumálum, Andlitslausa konan eftir Jónínu Leósdóttur fer Edda í brúðkaup á Þingvöllum. Fyrrum samsarfskona Eddu býður henni í brúðkaup sonar síns með skömmum fyrirvara. Þótt Eddu þyki fyrirvarinn stuttur og boðið heldur undarlegt ákveður hún að slá til og dregur Finn, nágranna sinn úr blokkinni, með sér. Einnig er Dagný Edda, […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Agatha Christie

Agatha Christie fyrir byrjendur

12. apríl 2020

Agöthu Christie, drottningu glæpasagna, þarf vart að kynna. Hún er ekki bara mest seldi glæpasagnahöfundur allra tíma heldur mest seldi skáldsagnahöfundur allra tíma samkvæmt Heimsmetabók Guinness. Bækur hennar hafa selst í yfir tveimur milljörðum eintaka og talið er að verk hennar séu mest seldu verk í heimi utan verka Shakespeare og Biblíunnar. Flestir glæpasagnahöfundar hafa […]

Hljóðskrá ekki tengd.
glæpasögur

Stella Blómkvist: hinsegin frumkvöðull

21. júní 2019

Síðan ég skrifaði inngangsorðin að pistlaröðinni um Stellu okkar Blómkvist hefur ýmislegt gerst. Í fyrsta lagi hafa þau merku tíðindi orðið að tíunda Stellubókin er komin út, Morðið í Snorralaug, og í öðru lagi er Stella rithöfundur orðin vinkona mín á Facebook. Það er gósentíð framundan. Í þriðja lagi átti Stella stórafmæli því hún er … Lesa áfram Stella Blómkvist: hinsegin frumkvöðull

Hljóðskrá ekki tengd.
glæpasögur

Stella okkar Blómkvist

26. apríl 2019

Ég er dálítið í því þessa dagana að taka fyrir bókaseríur. Um daginn las ég Múmínálfabækurnar í tímaröð; nú er það flokkur sem er vissulega dálítið öðruvísi en engu minni snilld: bækurnar um Stellu Blómkvist. Þessi lestur er verkefni sem ég lofaði sjálfri mér að takast á við fyrir nokkrum mánuðum síðan eftir frábært kvöld … Lesa áfram Stella okkar Blómkvist

Hljóðskrá ekki tengd.