Kona dansar alein á flugbraut. Maður fer aleinn í sund. Lítill fugl vappar aleinn um bílakjallara. Þetta gerðist allt fyrir rúmu ári þegar heimurinn var settur á pásu og vísindaskáldskapurinn varð skyndilega efni í heimildarmyndir. Palli var einn í heiminum varð skyndilega ekki bara tilvistarhryllingur í barnabók heldur hversdagur margra sem hættu sér út að labba. […]