„Þrátt fyrir opinn endi er um að ræða mjög sterka heimildarmynd sem veitir áhorfendum innblástur,“ segri Jóna Gréta Hilmarsdóttir hjá Morgunblaðinu meðal annars í umsögn um Soviet Barbara eftir Gauk Úlfarsson.

„Þrátt fyrir opinn endi er um að ræða mjög sterka heimildarmynd sem veitir áhorfendum innblástur,“ segri Jóna Gréta Hilmarsdóttir hjá Morgunblaðinu meðal annars í umsögn um Soviet Barbara eftir Gauk Úlfarsson.
„Tekst, upp að vissu marki, að vekja hræðslu áhorfenda og sum atriði láta hárin rísa,“ segir Kolbeinn Rastrick gagnrýnandi Lestarinnar meðal annars um Kulda eftir Erling Óttar Thoroddsen.
„Of almenn og sker sig þar af leiðandi ekki úr, en burtséð frá því þá er hún mjög fín grínmynd,“ segir Jóna Gréta Hilmarsdóttir meðal annars í umsögn sinni um Northern Comfort eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson.
„Ninnu Pálmadóttur tekst að blása nýju lífi í gamalkunnugt stef með því að koma stöðugt á óvart,“ skrifar Emily Bernard hjá Collider meðal annars um kvikmyndina Tilverur í umsögn sinni frá Toronto hátíðinni.
Jóna Gréta Hilmarsdóttir fjallar um Kulda Erlings Óttars Thoroddsen í Morgunblaðinu og skrifar meðal annars: „Kuldi er ágæt mynd og skemmtileg áhorfs. Það getur hins vegar verið vandi að aðlaga bók kvikmyndaforminu og sumt er vel gert en annað ekki.“…
Sænski sjónvarpsgagnrýnandinn Kjell Häglund setur þáttaröðina Aftureldingu í fyrsta sæti yfir áhugavert nýtt sjónvarpsefni þessa dagana. Þættirnir eru nú sýndir á SVT, sænska ríkissjónvarpinu.
Kolbeinn Rastrick gagnrýnandi Lestarinnar sá Napóleonsskjölin eftir Óskar Þór Axelsson og Óráð eftir Arró Stefánsson og segir ljóst að „Hollywood-formúlan er enn þá eitthvað sem íslenskt kvikmyndagerðarfólk virðist spennt fyrir að tækla.“…
Svar við bréfi Helgu eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur er nú í sýningum í Danmörku. Rikke Bjørnholt Fink hjá Ekko gefur myndinni fimm stjörnur af sex í lofsamlegum dómi.
„Sennilega ánægjulegasta heimildamynd sem snertir á innrásinni í Úkraínu sem hægt er að hugsa sér,“ segir Dennis Harvey hjá Variety meðal annars um heimildamyndina Soviet Barbara eftir Gauk Úlfarsson, sem heimsfrumýnd var fyrir nokkrum dögum á Hot Docs…
Peter Bradshaw gagnrýnandi The Guardian fjallar um Volaða land Hlyns Pálmasonar og gefur henni fimm stjörnur. Sýningar hefjast í Bretlandi 7. apríl.
„Ást og væntumþykja fyrir landinu, persónunum og lífinu sjálfu,“ segir Kolbeinn Rastrick gagnrýnandi Lestarinnar meðal annars um Á ferð með mömmu eftir Hilmar Oddsson.
„Ágeng og eftirminnileg períóða með nettum frávikum og skáldaleyfi þar sem öflugir leikarar, frábærir búningar, mögnuð tónlist og kvikmyndataka ásamt íslensku landslagi fara með áhorfendur í krefjandi en þakklátan rannsóknarleiðangur …
„Sérlega áferðarfögur vegamynd sem gerist mikið til á seiðandi mörkum ímyndunar og raunveruleika,“ segir Þórarinn Þórarinsson meðal annars í Fréttablaðinu um Á ferð með mömmu eftir Hilmar Oddsson.
Frökk og tilraunakennd segir Claire Fulton hjá vefritinu Loud and Clear um Band eftir Álfrúnu Örnólfsdóttur sem á dögunum var sýnd á Glasgow Film Festival.
Alissa Simon gagnrýnandi Variety fjallar um Northern Comfort eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson, en myndin var heimsfrumsýnd á South by Southwest hátíðinni um helgina.
Morgunblaðið endurbirtir umsögn Jónu Grétu Hilmarsdóttir um Volaða land Hlyns Pálmasonar frá nóvember síðastliðnum í tilefni þess að myndin verður sýnd í kvikmyndahúsum frá 10. mars.
Á ferð með mömmu eftir Hilmar Oddsson fær fjórar stjörnur hjá gagnrýnanda Morgunblaðsins, Jónu Grétu Hilmarsdóttur.
Kliskjukennd samtöl en vel saumuð flétta, segir Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir hjá Heimildinni meðal annars um Napóleonsskjölin eftir Óskar Þór Axelsson.
„Hörkufín spennumynd og góð skemmtun á alþjóðlegan mælikvarða,“ segir Þórarinn Þórarinsson hjá Fréttablaðinu í umsögn um Napóleonsskjölin eftir Óskar Þór Axelsson.
Óneitanlega skemmtileg mynd þrátt fyrir marga galla, segir Jóna Gréta Hilmarsdóttir meðal annars í umsögn sinni í Morgunblaðinu um Napóleonsskjölin eftir Óskar Þór Axelsson.
Volaða land Hlyns Pálmasonar var frumsýnd í New York á föstudag á vegum Janus Films, eins kunnasta dreifingarfyrirtækis listrænna kvikmynda vestanhafs um áratugaskeið. Myndin fær gegnumgangandi afar fín viðbrögð gagnrýnenda.
„Ægifagurt og djúpt hugsað sögulegt drama um yfirlæti mannsins frammi fyrir ofurkröftum náttúrunnar,“ skrifar Carlos Aguilar hjá Indiewire meðal annars um Volaða land Hlyns Pálmasonar og segir hana í hópi bestu mynda ársins.
„Skörp, launfyndin og grimm skoðun á mannlegu yfirlæti og veikleikum,“ skrifar Manohla Dargis hjá The New York Times um Volaða land Hlyns Pálmasonar sem nú er sýnd í New York.
„Ég vil að lokum grátbiðja ykkur um að fara á myndina með einhverjum sem ykkur þykir afskaplega skemmtilegur og vara ykkur við því að taka makann með ef sambandið er ekki á góðum stað,“ segir Guðrún Elsa Bragadóttir meðal annars í Lestinni á Rás 1 um V…
Síðasta haustið eftir Yrsu Roca Fannberg fær mjög góða dóma í The New York Times, en myndin er nú sýnd í Bandaríkjunum á vegum dreifingarfyrirtækisins Film Movement.
„Ein skemmtilegasta kvikmynd sem gerð hefur verið hér á landi í mörg ár,“ segir Helgi Snær Sigurðsson hjá Morgunblaðinu um Villibráð eftir Elsu Maríu Jakobsdóttur.
Ásgeir H. Ingólfsson skrifar um Villibráð Elsu Maríu Jakobsdóttur fyrir hinn nýja miðil Heimildina.
Tara Karajica hjá Fade to her skrifar frá Tallinn um Svar við bréfi Helgu eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur.
Wendy Ide hjá Screen skrifar frá Tallinn um Á ferð með mömmu eftir Hilmar Oddsson, en myndin vann aðalverðlaun Tallinn Black Nights hátíðarinnar um helgina.
„Mér finnst skemmtilegt að hugsa um The Post Performance Blues Band þannig að það hafi alltaf verið kvikmynd í formi hljómsveitar, hljómsveitin hafi verið í dulargervi sem nú er búið að færa hana úr, þótt það sem við blasi rugli mig samt kannski enn sv…