Merking eftir Fríðu Ísberg er umfjöllunarefni Menningarsmygls níunda þáttar Menningarsmygls, en hún vann nýlega Fjöruverðlaunin í hópi skáldverka. Bókin er margradda saga sem fjallar um nálæga framtíð þar sem samkenndarpróf stýrir flestum sviðum lífsins og er á leiðinni í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar bókin byrjar. Við sjáum þennan heim ýmist með augum hins unga Tristans, sem neitar […]
Fríða Ísberg

Samfélag fellur á samkenndarprófi
Við lestur Merkingar finnst manni oft eins og að nýjasta netstríðið hafi farið algjörlega úr böndunum og niðurstaðan sé hið dystópíska samfélag sem lýst er í bókinni. Eins og maður sé fastur í Kveik-þætti eða heiftúðugri netumræðu um #metoo, Covid-bólusetningar, slaufunarmenningu eða næsta bitbein samfélagsmiðlanna – og það er til marks um styrk sögunnar að […]

Bjarmalönd
Nú þegar styrjöld geysar í Úkraínu er tímabært að ræða Bjarmalönd eftir Val Gunnarsson, en þetta er ferðasaga með djúpu sagnfræðilegu ívafi um Úkraínu, Rússland og önnur fyrrum Sovétlönd, gefin út aðeins tæpu ári fyrir átökin sem geysa nú – og er því prýðileg bakgrunnsbók fyrir þá sem vilja glöggva sig betur á rótum styrjaldarinnar. […]

Kóperníka
Kóperníka eftir Sölva Björn Sigurðsson er aðalumræðuefni fjórða þáttar Menningarsmygls, en bókin ber undirtitilinn „Skáldsaga um morð, ást og viðurstyggð.“ Hún fjallar um íslenska stúdenta í Kaupmannahöfn árið 1888 og röð morðmála sem einn þeirra, Finnur Kóperníkus, er að rannsaka. Við sögu koma ragettur og kirkjugarðar, nýlegar uppfinningar á borð við grammafóna og myndavélar sem […]
Skáldsaga sem talar beint inn í samtímann
Ég held að hægt sé að fullyrða að beðið hefur verið eftir nýrri bók og fyrstu skáldsögu Fríðu Ísberg með mikilli eftirvæntingu. Sem er kannski ekki að undra, enda hefur hún náð að heilla alla lesendur með smásagnasafninu Kláði eða ljóðabókum sínum Leðu…
Mörk og merkimiðar: Merking eftir Fríðu Ísberg
Eitt sem góðar bækur gera er að láta lesandann velta fyrir sér fyrir þýðingu orða sem honum eru allajafnan svo töm að hann hugsar aldrei neitt sérstaklega út í þau. Titill og innihald nýrrar skáldsögu Fríðu Ísberg, Merking, sendi mig í dálítinn leiðang…

Að setja heiminn á bið
Kona dansar alein á flugbraut. Maður fer aleinn í sund. Lítill fugl vappar aleinn um bílakjallara. Þetta gerðist allt fyrir rúmu ári þegar heimurinn var settur á pásu og vísindaskáldskapurinn varð skyndilega efni í heimildarmyndir. Palli var einn í heiminum varð skyndilega ekki bara tilvistarhryllingur í barnabók heldur hversdagur margra sem hættu sér út að labba. […]

Smyglari vikunnar: Víetnamskar furðuverur, skilnaðir og jarðarför
Kristján Hrafn Guðmundsson gaf nýlega út sitt fyrsta smásagnasafn, Þrír skilnaðir og jarðarför, sem hafði fengið nýræktarstyrk bókmenntasjóðs í fyrra. Kristján Hrafn er bókmenntafræðingur og grunnskólakennari, sem kennir aðallega íslensku en einnig smá heimspekilega samræðu og kvikmyndalæsi í Garðaskóla í Garðabæ, auk þess að leggja stund á mastersnám í bókmenntafræði. Þá var hann menningarblaðamaður á […]