Í hjólhýsahverfi í amerísku eyðimörkinni hittum við fyrir Faye (Dale Dickey), einbúa með hrukkur sem jafnast á við flest náttúruundur sem fyrirfinnast á amerísku sléttunum. Og framan af fylgjumst við bara með henni ganga sinna fábreyttu daglegu erinda – og stöku sinnum eiga samskipti við lesbíska parið í næsta hjólhýsi, eða póstburðarmanninn sem hún bíður […]
Frances McDormand

Þrúgur fallins heimsveldis
Hér er örlítil tölfræði um myndirnar átta sem voru tilnefndar sem besta myndin á síðustu Óskarsverðlaunum: Í þremur þeirra búa aðalpersónurnar, allavega í upphafi myndar, í húsbíl. Til viðbótar býr þrítug aðalpersóna Promising Young Woman ennþá heima hjá foreldrunum, aðalpersóna The Father er hreinlega ekki alveg viss hvar hann býr og enn verri örlög en […]

Hirðingjaland og fleiri stiklur frá Feneyjum
Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum lauk um helgina – fyrstu stóru kvikmyndahátíðinni sem haldin var í bíó síðan Berlinale lauk, sökum kófsins mikla sem frestaði Cannes, Karlovy Vary og fleiri stórum hátíðum, eða færði á netið. Það gæti vissulega orðið langt þangað til við fáum að sjá megnið af þessum myndum – en sigurmyndin Nomadland er þó […]

Útskýrðu þetta fyrir mér eins og ég sé hvítur
Þegar líður að lokum Just Mercy þá kemur Matlock-senan. Þið þekkið þetta; það er búið að kynna fyrir okkur persónur og leikendur – en núna er komið að lögfræðingnum okkar að halda ræðuna sem alla sannfærir. En skyndilega áttar maður sig á að það er ekkert í heiminum hvítara en lögfræðingar. Hópur hvítra stráka og […]