Achraf Hakimi

Hugleiðing um Katar, Messi, Kafka og Marokkó

29. janúar 2023

Árið 2022 var ár þverstæðna, allavega síðustu mánuðina. Samherji framleiddi besta áramótaskaupið í mörg ár, Twitter varð mun bærilegri staður eftir að Elon Musk tók yfir og Katar hélt besta HM í manna minnum. Og það versta. Enda eru forvitnilegustu sögurnar oft þversagnakenndar, sérstaklega þessar sönnu, tvær illsamrýmanlegar staðhæfingar geta báðir verið sannar í einu. […]

Hljóðskrá ekki tengd.
1991

Ástarsaga úr eldfjöllunum

3. ágúst 2022

„Þetta eru Katia og Maurice Krafft. Árið er 1991, dagsetningin er 2 júní. Á morgun rennur þeirra hinsti dagur upp.“ Svona byrjar Ástarsaga úr eldfjöllunum, Fire of Love, heimildamynd um eldfjallafræðingshjónin Katiu og Maurice, sem voru fræg á sínum tíma fyrir að eltast við eldfjöll heimsins. Hvernig þau kynntust er óljóst, myndin fullyrðir ekkert en […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Afganistan

Bjarmalönd

5. mars 2022

Nú þegar styrjöld geysar í Úkraínu er tímabært að ræða Bjarmalönd eftir Val Gunnarsson, en þetta er ferðasaga með djúpu sagnfræðilegu ívafi um Úkraínu, Rússland og önnur fyrrum Sovétlönd, gefin út aðeins tæpu ári fyrir átökin sem geysa nú – og er því prýðileg bakgrunnsbók fyrir þá sem vilja glöggva sig betur á rótum styrjaldarinnar. […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Adrian Tomine

KVIFF 9: Ástin og prófgráðurnar

15. september 2021

„Ástin spyr hvorki um stétt né stöðu,“ söng Björgvin um árið. En þessar spurningar þvælast þó oft fyrir í samböndum, og fyrir einhverja dularfulla tilviljun sá ég þrjár myndir á stuttum tíma á Karlovy Vary – sem allar höfðu verið sýndar í aðalkeppninni í Cannes – sem áttu það sameiginlegt að fjalla fyrst og fremst […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Bókmenntir

Proust-prófið: Sigríður Hagalín Björnsdóttir

3. apríl 2020

Sigríður Hagalín Björnsdóttir er fréttamaður og rithöfundur frá Reykjavík. Hún er fædd árið 1974, gekk í Menntaskólann í Reykjavík og nam sagnfræði og spænsku við Háskóla Íslands. Sigríður hefur einnig búið í Salamanca á Spáni þar sem hún var í skiptinámi, í New York-borg þar sem hún stundaði framhaldsnám í blaðamennsku við Columbia-háskóla, og í […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Bókmenntir

Proust-prófið: Haukur Ingvarsson

23. mars 2020

Við lok 19. aldar nutu svokallaðar játningabækur eða játningahefti talsverðra vinsælda. Í stuttu máli var um að ræða staðlaðar spurningar á blaði, sem fólk svaraði síðan eftir bestu getu. Spurningarnar voru nokkuð persónulegar og sýndu því, eða gáfu að minnsta kosti vísbendingar um, hvað leyndist í innstu hjartahólfum fólksins sem svaraði þeim. Í raun ekki […]

Hljóðskrá ekki tengd.