Það getur verið skringilegt að heyra lag úr sínu náttúrulega samhengi. Hvaða lag er þetta, af hverju kannast ég svona rosalega vel við þetta? En svo kveikti ég skyndilega. Jú, ég er að tala um Black Sands, svörtu sandana, seiðandi lag sem fann sitt náttúrulega samhengi fyrir margar kynslóðir íslenskra útvarpshlustenda undir rödd Veru Illugadóttur […]
Föstudagslagið

Rappað um pólsku umferðina
Þegar maður skilar af sér útvarpspistli þá er pistillinn sjaldnast alveg fullkláraður – ósjaldan eiga þáttastjórnendur og/eða tæknimenn eftir að framkvæma einhverja galdra, stundum gróflega eftir forskrift og leiðbeiningum sem ég sendi þeim – en stundum kemur einhver óvænt snilld til viðbótar. Þannig var það í vikunni þegar ég sendi Önnu Marsý hjá Lestinni pistil […]

Tvær Kötur, Júlía og Bach – og rómantíski norðanvindurinn
Við erum stödd í plötubúð með málglöðum unglingum snemma á tíunda áratugnum. Þau eru búin að tala mestalla myndina – enda orðin talþyrst eftir langar og einmanalegar lestarferðir. En þetta var á síðustu öld – þar sem fólk þvældist bara í plötubúðir með hlustunarbásum í staðinn fyrir að finna lögin á Spotify, þannig að loksins […]

Megum við vinsamlegast byrja?
Megum við syngja núna? Megum við byrja? So may we start? Þetta eru orðin sem fylgja fyrstu Cannes-hátíðinni eftir heimsfaraldur úr hlaði – eða fyrstu Cannes-hátíðinni í heimsfaraldri, eftir því hvar mannkynssagan mun ákveða að við séum stödd á tímalínu kófsins. Þetta er ákall flestra listamanna heimsins sem þurfa áhorfendur í sal; getum við byrjað […]

Völuspá Ljóðamála
Þetta byrjaði svona: allir sjónvarpsþættir þurfa sína þematónlist. Og einhvern veginn æxlaðist það þannig að við heyrðum í Carl Warwick, breskum raftónlistarmanni sem við höfum margoft spilað með og flutt ljóð með, „við“ verandi ég og Darrell og aðrir meðlimir fjöllistahópsins Urban Space Epics – list í borgarlandslagi, hugarfóstur Darrells sem við höfum ófá troðið […]

Gauksklukkan og hin eilífa æska
Það er gaman að sjá gamlar músík-kempur koma með eitthvað splunkunýtt eftir langt hlé – og nýtt lag þeirra Kig & Husk fellur rækilega undir slík skemmtilegheit. Kig er væntanlega Frank Hall, þekktastur fyrir að spila með Ske, af því Husk er augljóslega Höskuldur Ólafsson úr Quarashi – sem einnig var með Frank í Ske […]

Austurvisjón og dularfullur dauðdagi poppstjörnu
Nú þegar Evróvisjón er lokið er tímabært að rifja upp litlu systur keppninnar sem flestum eru löngu gleymdar. Fyrir 1989 voru nefnilega fæst Austantjaldslöndin í sambandi Evrópskra sjónvarpsstöðva, sem voru fyrst og fremst vestræn samtök, en hins vegar voru gerðar nokkrar skammlífar tilraunir til að halda sambærilega keppni á milli ríkja Varsjárbandalagsins. Þar ber helst […]

Öfugt menningarnám: Hýri svarti kúrekinn og skór Satans
Við heyrum kúrekasöng einhvers staðar í blökkuhverfi í Ameríku – þetta er Billy Ray Cyrus sem syngur, og kúreki nálgast. Það standa allir á öndinni, vegna þess að er ekki Billy Ray sem er á hestinum – nei, það er svartur maður á hestinum og um leið og andlitið á honum kemur í fókus þá […]

Maðurinn á bak við galdrana
Hrafnagaldur Óðins. Þið þekkið söguna, enda er þetta klassísk saga um endurkomu, saga sem spannar aldir; aftur í grárri forneskju er ævafornt kvæði ort, kvæði sem svo gleymist – en uppgötvast á ný og Sigur Rós, stærsta hljómsveit Íslands árið 2002, fer í tónleikaferð með kvæðið um heimsbyggðina ásamt Steindóri Andersen kvæðamanni og Hilmari Erni […]

Ris og fall vestrænnar siðmenningar Episode IX: Húsavík á Klausturbar
Heimildamaður Menningarsmyglsins hleraði fyrir tilviljun tal tveggja erlendra kvikmyndaframleiðanda á Klaustursbar haustið 2019. Heimildamaður taldi samt á þeim tíma að þetta væru bara tvær glaðsinna enskumælandi Miðflokksmenn sem hefðu fengið sér aðeins of hressilega af eldvatni staðarins. En atburðir liðinna missera hafa sýnt fram á að svo var ekki og því borgaraleg skylda okkar að […]

Búktalarinn Bill Murray og brúðan sem söng Internasjónalinn
Við erum stödd í leikhúsi fáeinum árum fyrir heimsstyrjöldina og inn gengur búktalarinn Tommy Crickshaw, leikinn af Bill Murray, með brúðuna sína. Það eru erfiðir tímar, svo erfiðir að „ ég horfi á þig og sé bara eldivið,“ segir búktalarinn við skelkaða brúðuna. En í kjölfarið fer brúðan að tala um kommúnisma, sem ofbýður vitaskuld […]

Hljómsveit springur
Tveir menn – eða tvær verur, kannski öllu heldur – halda inní eyðimörkina. Bilið á milli þeirra eykst sífellt, það hægist á öðrum þeirra – þangað til hann stoppar, lútir höfði – og þá loksins snýr hinn til baka. Þegar hann kemur til baka fær hann eina bón – óorðaða – hér er bara þögnin. […]

Dórótea brýtur gítar
Það er kertaljósatemmning á settinu, ljósakrónan á bak við Phoebe kastar gylltum bjarma á ljóst hár söngkonunnar og hún syngur um Þýskaland og Texas, en fljótlega kemur í ljós að þetta eru dagdraumar, mögulega með hjálp rafrænna ljósmynda, mynda og landakorta í tölvunni. Somewhere in Germany, but I can’t place it Man, I hate this […]

Köttur og karma, Prinsinn og Emilíana
Emilíana Torrini fór ung út og hefur samið fjölda laga á ensku – en samkvæmt vef Borgarleikhússins er hún núna að semja sinn fyrsta texta á íslensku fyrir leikritið Vertu úlfur. Það er samt eins og hún hafi aldrei gert annað, enda er þetta alveg göldróttur texti – og kannski er galdurinn einmitt sá að […]

Heimavinnandi kúreki
Blind. Þetta er fyrsta orðið í laginu „Rólegur kúreki,“ svo fáum við sannfærandi fyrstu drög af ást úr fjarska: Blinduð af þér ég mála upp mynd sem ég er sátt með Bæði tvíræðnin fyrst; hún er bæði blinduð af þér – en hálf hvíslar „ég-inu“ á eftir, sjálfið er ansi stór hluti af ást manns […]

Þorraþræll ársins 2020
Við sjáum húsgögn á dreif, stóran gúmmíbát í kerru – og loks líf; lítill gulur köttur gægist bak við bátinn. Undir syngur Jónsi um að dúnúlpur og að kynda bíla: kuldahrollur beinum í það frýs í æðum blóð „Sumarið sem aldrei kom“ er Þorraþrællinn hans Jónsa, uppfærður um rúma eina og hálfa öld. Það eru […]

Síðasta lag fyrir heimsendi
Næstsíðasti þáttur Ráðherranns endar á því að Benedikt er mættur í réttirnar, orðinn snarbilaður, og er að leita að týndu sauðunum. Og þar sem hann ráfar á milli fjalla með ímyndaða hundinum sínum fer hann að syngja „Hærra minn Guð, til þín.“ Inn í þetta fléttast útgáfa Megasar af sálminum, þeir félagar Megas og Ólafur […]

Dansað í sólinni
Leigumorðinginn Martin Q. Blank (John Cusack) ekur eftir hraðbraut á leið í tíu ára stúdentsafmæli. Blister in the Sun ómar í tækinu og maður dansaði í bíósætinu. Tónlistin heldur áfram að vera frábær og skyndilega heyrir maður í útvarpskonunni. Með seiðandi rödd spyr hún: „Where are all the good men dead? In the heart, or […]

Af hverju getur þetta ekki verið kraftballaða?
Þetta var í lok maí 1986 og Gleðibankinn féll af toppi vinsældarlistans. Þetta voru stórtíðindi, ég skynjaði það í rödd útvarpsmannsins. Ekki að Gleðibankinn væri fallinn af toppnum, nei, heldur að þungarokkshljómsveit væri kominn á toppinn í hans stað, gott ef ekki í fyrsta skipti í sögunni. Þetta voru auðvitað Van Halen-liðar með „Why Can‘t […]

Trámatískir drekar og lærdómurinn mikli
Ímyndaðu þér að þú sért í bandi sem er klassískt one-hit-wonder. Og þessi eini smellur var kannski ekkert svakalega stór. En lagið er gott, þótt ákveðnir eitís synþastælar dragi það stundum aðeins niður. En svo, aldarfjórðungi síðar, þá kemur ábreiða – ekki sú fyrsta og alls ekki sú síðasta – en ný útgáfa sem er […]

Satchmo kynnir bandið
Við erum á tónleikum og það er kominn tími á að kynna bandið. Það fær oftast klapp, jafnvel þótt það sé misvel gert, en hefur einhver kynnt bandið af meira listfengi en Louis Armstrong sjálfur í myndinni New Orleans? Hann er staddur með landsliði djassleikara þess tíma – og kynnir þá sönglandi eins og um […]

Fiðlan frá Súdan
Brittney Denise Parks átti að vera í stelpubandi með systur sinni. Þannig sá stjúpfaðir þeirra allavega framtíðina fyrir sér, hann var stórbokki í músíkheiminum og áttaði sig fljótt á tónlistarhæfileikum systrana. En Brittney hafði lítinn áhuga á tyggjópoppi og fór ung að heiman og fetaði eigin slóð, tók upp sérviskulegt listamannsnafn, Sudan Archives, lærði á […]

Hátíðin sem hvarf í kófið
Skjaldborg átti að byrja í dag. Hátíð íslenskra heimildamynda, en líka hátíð náttúru og ástar og pollsins í Tálknafirði og Sjóræningjahússins sem maður heimsækir helst reglulega jafnvel eftir að það fór á hausinn. Hátíð hins undurfagra vesturs og, fyrst og fremst, hátíð nándarinnar. Hátíð þar sem fáein hundruð skyldra sála koma saman og fá andlega […]

Ameríka á tímum plágunnar
Sufjan Stevens gaf í dag út fyrsta lag væntanlegrar plötu, The Ascension. Uppstigningin. Lagið heitir America, hvorki meira né minna, og er tólf mínútna langur óður. Stevens gaf áður út tvær plötur um tvö mismunandi fylki Bandaríkjanna – sem smyglað var um hér, en nú er heimsveldið allt undir. Byrjunin er mjög Sufjanísk, hann splæsir […]

Ég man þetta allt
Kófið er búið að taka frá okkur nokkra listamenn – en það gaf mér einn í staðinn. Um leið og það tók hann, vel að merkja. John Prine var samt ágætlega virtur kántrí-söngvari, en einhvern veginn fer kántríið mestmegnis fram hjá mér. Prine vann sem póstburðarmaður og samdi sín fyrstu lög í hausnum við útburðinn. […]

Flugfreyjur og pappírsskutlur
Markmið: finna gott flugfreyjulag fyrir kjarabaráttuna. Vandinn er að þau virðast varla vera til – og þau fáu sem finnast eru flest ástaróður til einhverrar einstakrar flugfreyju, það er helst að þær séu blautur draumur í popplögum heimsins. En Roger nokkur Miller, kenndur við kántrítónlist en raunar miklu frekar frumkvöðull í rappinu, samdi lag á […]

Mongólsk geimverumúsík úr Stjörnustríði
Þú ert að gera tónlistina fyrir nýjan Stjörnustríðstölvuleik og þig vantar gott lag. Auðvitað geturðu fundið eitthvað band í LA eða New York, en til hvers að gera það þegar þú getur bókað mongólska þungarokkshljómsveit, fengið hana til að semja lag á mongólsku og þýða það svo yfir á geimverumál úr Stjörnustríðsheiminum? Það var allavega […]

Mergðir Dylans og margtugginn Kennedy
Bob Dylan er búinn að vera afkastamikill í kófinu og gaf nýlega út sín fyrstu frumsömdu lög í átta ár, en er magnið meira en gæðin? Tónlistarlega séð eru bæði lögin sáraeinföld, ofureinfaldur hljómgangur og hann talar frekar en syngja, það væri réttast að kalla þetta sínu rétta nafni, ljóðaflutning með tónlist undir – sem […]
Dansaðu við reiðina
Það eru erfiðir tímar, fordæmalausir tímar – en samt eru allir ennþá að segja þér að vera hress. Vera pródúktívur í kófinu, finna innri gildi og innri frið – þú þekkir þetta. Kannski virkar þetta meira að segja suma daga. En suma daga, suma daga verður maður bara reiður. Og verður að vera reiður, á […]