1920-1930

Íslandskynning Magnúsar Ólafssonar 1925

27. desember 2022

Magnús Ólafsson (1862 – 1937) var brautryðjandi í ljósmyndun á Íslandi. Samkvæmt Borgarsögusafni var hann „ljósmyndari Reykjavíkur“, enda eru verk hans „kjölfestan í safneign Ljósmyndasafns Reykjavíkur“. Ljósmyndir hans tilheyra almenningi því þær eru fallnar úr höfundarétti.   Löngu fyrir auglýsingaherferðina Inspired by Iceland var búið að undirbúa vandaða kynningu á landi og þjóð þar sem […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Forsíða

Upp og niður Laugaveginn í tímavél – skipulag, hús og mannlíf

7. desember 2021

Þau Anna Dröfn Ágústsdóttir sagnfræðingur og Guðni Valberg arkitekt vöktu mikla og verðskuldaða athygli fyrir fyrstu bók sína, Reykjavík sem ekki varð, sem kom út árið 2014. Nú hefur nýtt verk eftir þau Önnu og Guðna litið dagsins ljós, Laugavegur. Eins og nafnið gefur til kynna er það lífæð höfuðborgarinnar, gatan okkar allra sem er […]

Hljóðskrá ekki tengd.
1960-1970

Sáluhjálp Le Corbusier: Einstakar rústir í skoskri sveit

25. desember 2020

Þessi grein fjallar um rústir einstakrar byggingar í skoskri sveit, Prestaskóla Péturs Postula (e. St. Peter’s Seminary). Út af fyrir sig eru rústirnar stórmerkilegar, og áhugaverðar einvörðungu frá sjónarhóli arkitektúrs, en þegar betur er að gáð leynast áhugaverðar staðreyndir á bak við sögu þeirra sem varpa ljósi á þróun trúarbragða í nútímanum og hlutverk borgarskipulags […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Bíó Lemúr

Föðurland: Hvað ef Hitler hefði sigrað?

14. október 2020

Skáldsagan Föðurland (Fatherland) eftir Robert Harris kom út 1993 í íslenskri þýðingu Guðbrands Gíslasonar. Bókin fylgir „hvað ef?“-forminu. Hún spyr hvað hefði gerst ef Adolf Hitler og Þýskaland nasismans hefði sigrað í síðari heimsstyrjöldinni. Árið 1994 gerði HBO sjónvarpsmynd byggða á bókinni. Sögusviðið er Berlín 1964. Hátíðarhöld vegna 75 ára afmælis Hitlers eru í undirbúningi. […]

Hljóðskrá ekki tengd.
1970-1980

Leiðir til að sjá: Frábær heimildarmynd um myndlist eftir John Berger

14. október 2020

Breski listrýnirinn og rithöfundurinn John Berger lést árið 2017, níræður að aldri. Hann er líklega frægastur fyrir heimildarþáttaröðina „Ways of Seeing“ sem hjá BBC árið 1972. Í þáttunum, sem eru fjórir talsins, dregur Berger á snilldarlegan hátt fram hvernig fólk horfir á listaverk sögunnar út frá ólíkum sjónarhóli á hverjum tíma. Berger gaf síðar út bók með […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Bíó Lemúr

Rafmögnuð Reykjavík: Heimildarmynd um sögu raftónlistar á Íslandi

8. október 2020

Heimildarmyndin Rafmögnuð Reykjavík rekur sögu raf- og danstónlistar á Íslandi. Raftónlist er ekki lengur jaðarfyrirbæri í dag og er spiluð á vinsælustu skemmtistöðum Reykjavíkur. En fyrir þrjátíu árum var slík tónlist nokkurs konar neðanjarðarstarfsemi sem breiddist hratt út á meðal ungs fólks á meðan eldri kynslóðir klóruðu sér í kollinum. Í þessari mynd frá 2008, […]

Hljóðskrá ekki tengd.
alþýðulist

Stalín á Hellisheiði

17. ágúst 2020

Blómey Stefánsdóttir (1914-1997) og Óskar Magnússon (1915-1993) með mynd þeirra af Jósef Stalín. Hjónin bjuggu í torfkofa á Hellisheiði frá 1973 til 1984 og ófu myndir af stjórnmálamönnum, þjóðskáldum og fleiri hetjum. Stalín var í sérstöku uppáhaldi. Um þessa alþýðulistamenn á sviði vefnaðar má til dæmis lesa í bók Ásdísar Höllu Bragadóttur, Tvísaga: móðir, dóttir, […]

Hljóðskrá ekki tengd.
16. öld

Draumkenndar rúmfræðimyndir Lorenz Stöer, 1567

12. ágúst 2020

Lorenz Stöer var teiknari sem bjó í Nürnberg á 16. öld. Hann skildi eftir sig merkilega kennslubók sem út kom um 1567. ‘Geometria et Perspectiva’ inniheldur 11 tréskurðarmyndir sem ætlaðar voru sem sýnidæmi fyrir listamenn sem stunduðu skreytingar á byggingum og húsgögnum. Teikningarnar eru undarlega nútímalegar og sýna draumkenndar senur þar sem rúmfræðileg form birtast […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Bækur

Lísa í Undralandi með myndskreytingum Tove Jansson

7. ágúst 2020

Árið 1959 myndskreytti Tove Jansson sænska útgáfu Lísu í Undralandi. Hinn finnski höfundur Múmínálfanna var auðvitað fjölhæfur snillingur sem samdi ekki einungis hinar stórkostlegu bækur um Múmíndalinn, heldur myndskreytti fjölda annarra bóka. Eins og Lemúrinn hefur áður sagt frá myndskreytti hún sænsku útgáfu Hobbitans eftir J.R.R. Tolkien árið 1962. Myndirnar sem við sjáum hér eru […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Forsíða

Felix Dzerzinskíj

30. maí 2020

Felix Dzerzinskíj (1877–1926), stofnandi Cheka, fyrstu ,,ríkisöryggissveitar“ Bolsévika í Rússlandi. Dzerzinskíj barði niður andóf af mikilli hörku og leiddi aðgerðir kommúnista við að þurrka út kósakkana.

Hljóðskrá ekki tengd.
Forsíða

Leonard Bernstein og ósvaraða spurningin

26. maí 2020

Leonard Bernstein átti farsælan feril sem tónskáld og hljómsveitarstjóri á tuttugustu öldinni. Hans þekktasta tónverk er án efa tónlistin í West Side Story. En Bernstein var einnig frábær í að miðla þekkingu sinni á tónlist á einstaklega aðgengilegan og smitandi hátt, hvort sem það var til byrjenda eða lengra kominna. Á sjöunda áratug síðustu aldar […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Bókmenntir

Proust-prófið: Einar Falur Ingólfsson

9. maí 2020

Einar Falur Ingólfsson er ljósmyndari, menningarritstjóri, rithöfundur og kennari fæddur árið 1966. Hann er búsettur í Reykjavík en ólst upp í Keflavík og gekk í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Einar fór snemma að fást við ljósmyndun og var kominn í öflugt lið ljósmyndara Morgunblaðsins um miðjan 9. áratug síðustu aldar. Meðfram störfum sínum sem fréttaljósmyndari lauk Einar […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Bókmenntir

Proust-prófið: Anna Margrét Björnsson

1. maí 2020

Anna Margrét Björnsson er menningarblaðakona, rithöfundur og tónlistarkona, fædd árið 1972 í Stokkhólmi. Hún varði fyrstu árum sínum í sænsku höfuðborginni en ólst einnig upp í Lundúnum, Bonn og í Reykjavík. Anna stundaði háskólanám við University College í Lundúnum en þaðan lauk hún prófi í enskum bókmenntum. Hún hefur starfað sem blaðakona í rúma tvo áratugi, […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Berlín

Proust-prófið: Halldór Armand

28. apríl 2020

Halldór Armand Ásgeirsson er rithöfundur og pistlahöfundur sem er allajafna búsettur í Berlín, höfuðborg Þýskalands. Hann er fæddur árið 1986, gekk í MH og fór í lögfræði í Háskóla Íslands að stúdentsprófi loknu. Á námsárunum starfaði hann sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu og skrifaði þá einnig leikritið Vakt sem var sýnt í leikhúsinu Norðurpólnum árið 2010.  […]

Hljóðskrá ekki tengd.
19. öld

Vin Mariani: kókaínblandaða rauðvínið sem var eftirlæti Páfagarðs

25. apríl 2020

Á síðari hluta 19. aldar var neysla á ópíum og ópíumskyldum efnum nokkuð útbreidd meðal efri stétta í Vestur-Evrópu. Voru þau jafnan markaðssett sem verkjalyf, eða jafnvel til að róa tannverki barna þegar þau voru að fá fullorðinstennur. Um svipað leyti fór annað efni að njóta almennrar viðurkenningar, fyrst sem íblöndunarefni í heilsudrykki. Kókaín naut […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Forsíða

Proust-prófið: Guðrún Sóley Gestsdóttir

18. apríl 2020

Guðrún Sóley Gestsdóttir er sjónvarpskona, menningarblaðakona og rithöfundur úr Reykjavík. Hún er fædd árið 1987, gekk í MR og tók þar þátt í ræðukeppninni Morfís. Á Háskólaárunum starfaði Guðrún sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu og var einnig ritstjóri Stúdentablaðsins um veturinn 2012 til 2013. Þá um sumarið hóf hún störf hjá RÚV og hefur verið þar […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Akureyri

Proust-prófið: Kött Grá Pje

15. apríl 2020

Atli Sigþórsson er sagnfræðingur, rappari og rithöfundur sem býr í Reykjavík. Hann er fæddur árið 1983, er alinn upp norðan heiða og gekk í Menntaskólann á Akureyri. Atli, sem er með gráður í bæði sagnfræði og í ritlist frá Háskóla Íslands, er líklega betur þekktur undir listamannsnafninu Kött Grá Pje, sem mun vera vísun í […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Forsíða

Proust-prófið: Jakob Birgisson

13. apríl 2020

Jakob Birgisson er uppistandari og handritshöfundur sem er fæddur árið 1998. Hann er alinn upp í Vesturbæ, gekk í MR og hafði vakið umtal sem efnilegur grínisti á menntaskólaárum. Hann sló síðan rækilega í gegn með sýningunni Meistari Jakob (2018) og þá hafa hann Jóhann Alfreð haldið úti sýningunni Allt í gangi (2019) í vetur […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Bókmenntir

Proust-prófið: Sigríður Hagalín Björnsdóttir

3. apríl 2020

Sigríður Hagalín Björnsdóttir er fréttamaður og rithöfundur frá Reykjavík. Hún er fædd árið 1974, gekk í Menntaskólann í Reykjavík og nam sagnfræði og spænsku við Háskóla Íslands. Sigríður hefur einnig búið í Salamanca á Spáni þar sem hún var í skiptinámi, í New York-borg þar sem hún stundaði framhaldsnám í blaðamennsku við Columbia-háskóla, og í […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Forsíða

Ævintýralegar afleiðingar þess að spila körfubolta við Kára Stefánsson

31. mars 2020

Hvað gerist þegar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, skorar á þig í körfubolta í World Class? Ef þú ert Guðjón Hauksson, þá körfuboltamaður í Val á 24. aldursári, þiggurðu boðið og stendur þig jafnvel vonum framar. En það er aðeins byrjunin á sögunni. Spólum til baka um 15 ár og heyrum eina allra bestu Kárasögu […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Ásrún Magnúsdóttir

Proust-prófið: Ásrún Magnúsdóttir

30. mars 2020

Ásrún Magnúsdóttir er fædd árið 1988 og alin upp í Reykjavík. Hún er MH-ingur sem gekk síðan í Listaháskóla Íslands, hvaðan hún útskrifaðist af samtímadansbraut sviðslistardeildar árið 2011. Ásrún hefur komið fram á á danshátíðum, á sínum eigin frumsömdu sýningum, með stærri og smærri hópum listafólks um árabil. Hún samdi til að mynda sýninguna GRRRRLS […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Berglind María Tómasdóttir

Proust-prófið: Berglind María Tómasdóttir

26. mars 2020

Berglind María Tómasdóttir er tónlistarfræðingur, tónlistarkona og dósent við Listaháskóla Íslands. Hún er fædd árið 1973 og hefur búið í Reykjavík, Kaupmannahöfn og San Diego. Í síðastnefndu borginni stundaði hún nám við Kaliforníuháskóla og lauk þaðan doktorsprófi í flutningi og miðlun samtímatónlistar árið 2013. Ef það er ekki nóg, er Berglind líklega mesti sérfræðingur þjóðarinnar […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Bókmenntir

Proust-prófið: Haukur Ingvarsson

23. mars 2020

Við lok 19. aldar nutu svokallaðar játningabækur eða játningahefti talsverðra vinsælda. Í stuttu máli var um að ræða staðlaðar spurningar á blaði, sem fólk svaraði síðan eftir bestu getu. Spurningarnar voru nokkuð persónulegar og sýndu því, eða gáfu að minnsta kosti vísbendingar um, hvað leyndist í innstu hjartahólfum fólksins sem svaraði þeim. Í raun ekki […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Bandaríkin

David Lynch eldar quinoa

20. janúar 2020

Árið 2014 var bandaríski listamaðurinn og kvikmyndaleikstjórinn David Lynch afar hrifinn að quinoa/kínóa.

Hér sýnir hann hvernig á að elda quinoa, bíða eftir quinoa, og njóta quinoa.

Tónlistin í myndskeiðinu, sem er algerlega mögnuð, e…

Hljóðskrá ekki tengd.