Risahörpuskel er ekki ódýrt hráefni, sannarlega ekki, og maður er kannski ekki að bjóða tíu manns í mat og hafa risahörpuskel sem aðalrétt (ég tími því allavega ekki en ég er nú frekar nísk). En það getur verið mjög gott að hafa hana sem forrétt í góðu matarboði, þá þarf ekki nema kannski tvö – […]
fljótlegt

Skyndilax
Eins og ég segi nú svo oft: fiskur er hinn eini sanni skyndibiti. En það fer auðvitað svolítið eftir meðlætinu. Það tekur bara nokkrar mínútur að steikja fisk – nú, eða sjóða hann eða grilla ef því er að skipta – en það tekur aðeins lengri tíma að sjóða til dæmis kartöflur eða hrísgrjón, eða […]

Apríkósur, camembert og basilíkusprettur
Ég er að elda litríkan mat þessa dagana. Og fallegan, finnst mér. Af því að það skiptir mig máli að maturinn gleðji augun rétt eins og bragðlaukana. Hann verður girnilegri og maður nýtur hans betur og ég er ekki frá því að hann bragðist betur. Auðvitað er bragðið nákvæmlega það sama, maður myndi ekki finna […]

Allt að klárast …
Nú eru liðnar sex vikur síðan ég keypti síðast eitthvað matarkyns og það er, ykkur að segja, búinn að vera býsna skemmtilegur tími af því að ég er búin að gera svo mikið af því sem mér þykir skemmtilegast – hugsa um mat, fá hugmyndir, gera tilraunir með mat, elda og auðvitað borða góðan mat […]

Marokkó á matarborðið
Það var þetta með fiskmetið, já. Ég hef borðað óvenju lítið af því að undanförnu – að minnsta kosti af fiski, af því að ég á hann yfirleitt ekki í frysti, eða ekki mikið af honum allavega. En ég átti rækjur og hörpuskel í frysti (nú er hörpuskelin búin og ég orðin pínu leið á […]
Um fiska og hörpudiska
Ég borða venjulega mikið af fiski og sjófangi, helst 3-4 daga í viku, en það hefur kannski verið minna um það þennan síðasta mánuð, að minnsta kosti fiskinn – ef ég hefði undirbúið mig sérstaklega fyrir einangrunina hefði ég áreiðanlega keypt eitthvað af fiski og fryst. Ég á frekar sjaldan fisk í frysti því að […]