Það er erfitt að þýða orðið Papicha. Þetta er alsírskt slangur yfir sætar, ungar, uppreisnargjarnar stelpur. Stelpur sem vilja mennta sig, stelpur sem vilja djamma eins og jafnöldrur þeirra hinum megin við Miðjarðarhafið og klæða sig eftir nýjustu vestrænu tísku. En þær Nedjma og Wassila eru sannarlega papichur, sérstaklega sú fyrri. Þær fara frá hrörlegri […]
FEST

Stiginn endalausi
Þegar Rio de Janeiro varð undirlögð af undirbúningi fyrir Ólympíuleikana 2016 þurfti Paxton Winters, bandarískur kvikmyndagerðarmaður og blaðamaður, að flytja úr virðulegu hverfi þegar leigan varð of dýr og fékk íbúð í einni af hinum alræmdu favelum, fátækrahverfum borgarinnar. Þetta átti bara að vera tímabundin redding en hann bjó þarna í sjö ár og varð […]

Að gleyma dauðanum
Við erum stödd á lestarstöð en við förum ekki inn í lestina. Þau Milla og Moses ögra sjálfu sér, fara að brúninni – hún daðrar við brúnina, hann teflir á tæpasta vað. Hann er hvirfilbylur sem kemur inn í líf hennar, lestin siglir af brautarpallinum og ekkert verður aftur samt. Þetta er blábyrjunin á Babyteeth, […]

Litla stúlkan og glæpamamman
Við sjáum bíl á hvolfi. Það er reykur og feigð í loftinu og óræð rödd, bernsk en þroskuð, færir okkur óræð skilaboð um að þetta verði nú seint allt í lagi. Fljótlega hittum við svo Idu, sautján ára stelpu sem var að missa móður sína í bílslysi. Sjálf er hún lítillega meidd á hendi, en […]