Akureyri

Kennarabörn, kúltúrbörn og ættlausir væringjar

30. desember 2022

Fyrst þegar við kynnumst Loga geimgengli er hann bara sveitastrákur frá Tattooine – og það breytist ekkert þegar hann lærir að virkja máttinn innra með sér og fá þar með ofurkrafta Stjörnustríðsheimsins. Þangað til auðvitað í næstu mynd, þegar Svarthöfði gengst við því að vera faðir Loga, sem kemst þar með að því að hann […]

Hljóðskrá ekki tengd.
1983

Meðal róna og slordísa í Súganda

29. desember 2021

„Ef þú eyðir viku í Kína skrifarðu skáldsögu, ef þú ert í mánuð skrifarðu smásögu, ef þú ert í ár skrifarðu ljóð og ef þú ert í tíu ár skrifarðu ekki neitt.“ Þessi spakmæli gamals bókmenntakennara míns mætti kannski alveg færa yfir á Ísland með því einu að skipta Kína út fyrir landsbyggðina; hópur Reykvískra […]

Hljóðskrá ekki tengd.
#PoleDanceToHell

Öfugt menningarnám: Hýri svarti kúrekinn og skór Satans

10. apríl 2021

Við heyrum kúrekasöng einhvers staðar í blökkuhverfi í Ameríku – þetta er Billy Ray Cyrus sem syngur, og kúreki nálgast. Það standa allir á öndinni, vegna þess að er ekki Billy Ray sem er á hestinum – nei, það er svartur maður á hestinum og um leið og andlitið á honum kemur í fókus þá […]

Hljóðskrá ekki tengd.
101 Reykjavík

Landnám Reykjavíkur, tortíming Reykjavíkur

20. janúar 2021

Steinar Bragi virðist heillaður af götum Reykjavíkur. Hann er kortagerðarmaður í hjáverkum – bæði í Áhyggjudúkkum og núna í Trufluninni eru birt ýmist kort af miðbæ Reykjavíkur og einstaka götuheiti skipta lykilmáli í textanum, það er ára yfir þeim, sem vitrast fólki vafalaust á misjafnan hátt eftir því hvernig það þekkir borgina. Og ófá kaflaheiti […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Apple

Twitter, Trump og tjáningarfrelsi

19. janúar 2021

Í sjálfu sér hef ég ekki miklar áhyggjur af því að Twitter (ásamt) sparkaði Donald Trump. Það var engin árás á tjáningarfrelsið. Maðurinn er með ótrúlega öfluga maskínu á bak við sig sem getur komið boðskap hans á framfæri. En Trump virðist ekki kunna að koma sér öðruvísi á framfæri. Það er áhugavert. Hann lærði … Halda áfram að lesa: Twitter, Trump og tjáningarfrelsi

Hljóðskrá ekki tengd.
Aðalbjörg Þóra Árnadóttir

Leitin að týnda sauðnum

8. nóvember 2020

Eitt algengasta vandamálið við sjónvarpsseríur er að þær eru iðullega of langar. Að teygja lopann í marga klukkutíma, heila átta þætti, þýðir ósjaldan að það koma djúpar dýfur. Sem hefur sannarlega átt við um Ráðherrann. Fyrstu tveir þættirnir voru forvitnilegir, næstu tveir meingallaðir, áður en landið tók að rísa aftur í næstu tveimur – og […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Aðalbjörg Þóra Árnadóttir

Íslenski draumurinn: Að fúnkera aðeins of vel

28. október 2020

Það verður sífellt sjaldgæfara að stór hluti fólks horfi á sama sjónvarpsefnið samtímis eða með örstuttu millibili – en það gerist nú samt. Og kannski einmitt það er sportið við efni eins og Eurovision, Ófærð og Ráðherrann – oft frekar en gæði efnisins. Þessi stemning er lífæð línulegrar dagskrár, sem þýðir líklega að hún gæti […]

Hljóðskrá ekki tengd.