Maður á aldrei of margar uppskriftir að kjúklingalærum. Finnst mér allavega. Þau eru bragðmeiri – og yfirleitt bragðbetri – en bringurnar, safaríkari og það eru miklu minni líkur á að þau verði þurr. Og svo eru þau ódýrari. Jú, það eru bein í þeim (nema þau hafi verið úrbeinuð og þá eru þau ekkert ódýrari […]
einfalt

Skyndilax
Eins og ég segi nú svo oft: fiskur er hinn eini sanni skyndibiti. En það fer auðvitað svolítið eftir meðlætinu. Það tekur bara nokkrar mínútur að steikja fisk – nú, eða sjóða hann eða grilla ef því er að skipta – en það tekur aðeins lengri tíma að sjóða til dæmis kartöflur eða hrísgrjón, eða […]

Punkturinn yfir i-ið
Ég er nú ekkert oft með eftirrétti – sjaldan fyrir mig eina og ekkert alltaf þegar ég er með fjölskylduna í mat, eða hluta hennar. Dóttirin, tengdasonurinn og dótturdóttirin komu í mat áðan og ég hafði reyndar gert vanillu-döðluís sem ég bauð þeim en þau afþökkuðu öll, búin að fá ríflega fylli sína af paellunni […]

Apríkósur, camembert og basilíkusprettur
Ég er að elda litríkan mat þessa dagana. Og fallegan, finnst mér. Af því að það skiptir mig máli að maturinn gleðji augun rétt eins og bragðlaukana. Hann verður girnilegri og maður nýtur hans betur og ég er ekki frá því að hann bragðist betur. Auðvitað er bragðið nákvæmlega það sama, maður myndi ekki finna […]

Marokkó á matarborðið
Það var þetta með fiskmetið, já. Ég hef borðað óvenju lítið af því að undanförnu – að minnsta kosti af fiski, af því að ég á hann yfirleitt ekki í frysti, eða ekki mikið af honum allavega. En ég átti rækjur og hörpuskel í frysti (nú er hörpuskelin búin og ég orðin pínu leið á […]