Tilnefningar til Edduverðlauna 2022 hafa verið opinberaðar.
Eddan

Tilnefningar kynntar í lok apríl, verðlaunahátíð í Háskólabíói um miðjan september
Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar hefur kynnt dagsetningar fyrir tilnefningar og verðlaunahátíð Eddunnar 2022.

Skilafrestur innsendinga vegna Edduverðlauna framlengdur til 15. febrúar
Afhendingu Edduverðlauna frestað um óákveðinn tíma og skilafrestur framlengdur til 15. febrúar samkvæmt tilkynningu frá stjórn ÍKSA.

Opnað fyrir innsendingar Edduverðlauna, skilafrestur til miðnættis 25. janúar
Opnað hefur verið fyrir innsendingar á kvikmynda- og sjónvarpsverkum fyrir Edduna 2022. Gjaldgeng eru verk frumsýnd opinberlega á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 2021.

Reynir Oddsson hlýtur heiðursverðlaun ÍKSA 2021
Reynir Oddsson kvikmyndaleikstjóri fær heiðursverðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar fyrir brautryðjendastarf í þágu íslenskra kvikmynda og kvikmyndamenningar.

Og Edduna fengu…
Edduverðlaunin 2021 voru afhent í sérstökum þætti sem sýndur var á RÚV í kvöld. Kvikmyndin Gullregn var valin kvikmynd ársins og hlaut 9 Eddur. Þáttaröðin Ráðherrann var valin leikið sjónvarpsefni ársins og A Song Called Hate hlaut Edduna sem heimildam…

Edduverðlaun 2021 afhent í sérstökum þætti á RÚV 3. október
Edduverðlaunin 2021 verða afhent í sérstökum þætti sem sýndur verður á RÚV sunnudaginn 3. október. Tilnefningar má skoða hér.

Horfið frá samkomuhöldum vegna Edduverðlauna í ár, afhending verðlauna fer fram í sérstökum þætti á RÚV
Stjórn ÍKSA hefur ákveðið að hverfa frá því að halda fjölmenna samkomu í haust vegna Edduverðlauna vegna stöðunnar í faraldrinum. Í staðinn verður unnin sérstakur þáttur um verðlaunin líkt og gert var í fyrra. Miðað er við að hann verði sendur út um má…

EDDAN 2021: Kosningar frá 27. apríl, hátíðin haldin í haust
Stjórn ÍKSA hefur afráðið að Edduverðlaunin 2021 verði veitt með haustinu með það að markmiði að halda hefðbundna Edduhátíð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá stjórn ÍKSA.

Þáttaröðin BROT með flestar tilnefningar til Eddunnar en ekki tilnefnd sem leikið sjónvarpsefni ársins
Tilnefningar til Edduverðlauna 2021 hafa verið opinberaðar. Þáttaröðin Brot fær flestar tilnefningar eða 15 talsins, en þó ekki tilnefningu fyrir leikið sjónvarpsefni ársins. Kvikmyndin Gullregn fær 12 tilnefningar. Þáttaröðin Ráðherrann hlýtur 7 tilne…

Eddan 2021: 20% aukning í innsendingum, tilnefningar kynntar 19. mars, útsendingin 27. apríl
Skilafrestur innsendinga vegna Edduverðlauna 2021 er liðinn og valnefndir eru að hefja störf. Tilefningar verða opinberaðar 19. mars næstkomandi.

Skilafrestur innsendinga vegna Edduverðlauna til 11. febrúar
Opnað hefur verið fyrir innsendingar á kvikmynda- og sjónvarpsverkum fyrir Edduna 2021. Gjaldgeng eru verk frumsýnd opinberlega á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 2020.
The post Skilafrestur innsendinga vegna Edduverðlauna til 11. febrúar first ap…

[Stikla] Íslenskar kvikmyndir í 40 ár
Til að fagna reglulegri framleiðslu íslenskra kvikmynda í 40 ár létu helstu stofnanir og fagfélög kvikmyndagreinarinnar gera stiklu, sem frumsýnd var á Eddunni 2020. Stikluna má skoða hér.
The post

AGNES JOY og HVÍTUR, HVÍTUR DAGUR báðar með sex Edduverðlaun, sú fyrrnefnda kvikmynd ársins
Edduverðlaunin 2020, uppskeruhátíð íslenska sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðarins sem ÍKSA stendur fyrir árlega, voru veitt í sjónvarpsþætti á RÚV þriðjudagskvöldið 6. október. Upphaflega var ráðgert að halda hátíðina með hefðbundnum hætti í mars sl. en fr…

Stjórn ÍKSA: Edduþátturinn á RÚV í kvöld ekki í beinni útsendingu
Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA) hefur sent frá sér tilkynningu varðandi Edduverðlaunaþáttinn sem sýndur verður á RÚV í kvöld, þriðjudag, kl. 20.
The post

Eddan verður 6. október, hér eru tilnefningarnar
Eddan verður á dagskrá RÚV þriðjudagskvöldið 6. október næstkomandi, en í ljósi samkomutakmarkana verður dagskráin með öðru sniði en venja er. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍKSA.
The post