Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson er í 4. sæti aðsóknarlistans eftir frumsýningarhelgina.
Dýrið

Ásgeir H. Ingólfsson um DÝRIÐ: Lambið í barnaherberginu
„Myndina mætti kannski flokka í ákveðna hefð nýlegra íslenskra mynda, sem gerast í afskekktum sveitum eða smáþorpum, en snúa upp á hefðina með nýju og torkennilegu bragði í súpuna,“ segir Ásgeir H. Ingólfsson meðal annars um Dýrið eftir Valdimar Jóhann…

[Stikla] A24 frumsýnir DÝRIÐ í Bandaríkjunum 8. október, stikla komin út
Bandaríska framleiðslu- og dreifingarfyrirtækið A24 mun frumsýna Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson í bandarískum kvikmyndahúsum þann 8. október næstkomandi. Stikla verksins er komin út.

Variety um DÝRIÐ: Þjóðsöguleg sveitasælu-hrollvekja
Að splæsa myrkum kjarna þjóðsögulegs hrolls saman við dúnmjúka íslenska sveitalífs sambandssögu hefur óvænt en frjó og kómísk áhrif,“ segir Jessica Kiang meðal annars í Variety um Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson.

Cineuropa um DÝRIÐ: Hjartnæm þrátt fyrir geggjunina
„Valdimar Jóhannsson virðist virkilega heillaður af móðurhlutverkinu, sem byggt er á eðlisávísun en einnig á vali,“ skrifar Marta Bałaga í Cineuropa um Dýrið.

Hollywood Reporter um DÝRIÐ: Sláandi sterk frumraun
David Rooney skrifar umsögn um Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson í The Hollywood Reporter og kallar hana meðal annars sláandi sterka frumraun sem muni koma leikstjóranum á kortið.

DÝRIÐ hlaut frumleikaverðlaun í Cannes
Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson hreppti í kvöld „Prize of Originality“ verðlaunin í flokknum Un Certain Regard sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes.

Screen um DÝRIÐ: Noomi Rapace aldrei verið betri
„Sterk íslensk frumraun sem vegur salt milli dulrænnar spennumyndar og absúrdkómedíu,“ segir Wendy Ide hjá Screen meðal annars í umsögn sinni frá Cannes hátíðinni um Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson.

IndieWire um DÝRIÐ: Hver fjárinn er þetta eiginlega?
Eric Kohn hjá IndieWire birtir fyrstu umsögn um Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson sem frumsýnd var á Cannes hátíðinni í dag. Hann kallar hana meðal annars „algerlega sturlaða“ („batshit crazy“) en í jákvæðum anda og gefur B í einkunn.

DÝRIÐ seld víða
Sala gengur vel á Dýrinu eftir Valdimar Jóhannsson á markaði Cannes hátíðarinnar. New Europe Film Sales selur verkið á alþjóðavísu. Myndin verður frumsýnd 13. júlí.

[Stikla] DÝRIÐ eftir Valdimar Jóhannsson, frumsýnd á Cannes hátíðinni
Stikla kvikmyndarinnar Dýrsins (Lamb) eftir Valdimar Jóhannsson hefur verið opinberuð. Myndin er frumsýnd 13. júlí á Cannes hátíðinni sem hófst í dag.

Ögn um Valdimar Jóhannsson leikstjóra DÝRSINS
Kvikmynd Valdimars Jóhannssonar, Dýrið, hefur verið valin til þátttöku á Cannes hátíðinni í ár. Þetta er fyrsta bíómynd Valdimars sem hefur starfað í íslenskum kvikmyndaiðnaði í um 20 ár.

DÝRIÐ valin í Un Certain Regard á Cannes hátíðinni
Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson er meðal þeirra kvikmynda sem keppa í flokknum Un Certain Regard á Cannes hátíðinni sem nú fer fram í júlí. Fyrir fimm árum hlaut Hrútar eftir Grím Hákonarson aðalverðlaunin í þeim flokki.

SVAR VIÐ BRÉFI HELGU og DÝRIÐ meðal mynda sem freista munu kvikmyndahátíða á árinu að mati Screen
Svar við bréfi Helgu eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur og Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson eru meðal þeirra mörgu væntanlegu mynda sem Screen telur að vekja muni áhuga kvikmyndahátíða á árinu.

Þessi verk eru væntanleg 2021
Von er á allt að þrettán íslenskum bíómyndum og átta þáttaröðum á árinu 2021. Fari svo, hafa verk af þessu tagi aldrei verið fleiri á einu ári. Tekið skal fram að mögulegt er að frumsýningartími einhverra þessara verka færist yfir á næsta ár og í mörgu…

Allt að tíu bíómyndir og níu þáttaraðir teknar upp á árinu
Þrátt fyrir kórónavírusfaraldurinn og þær takmarkanir sem honum fylgja, standa íslenskir kvikmyndagerðarmenn í ströngu, en útlit er fyrir að allt að tíu bíómyndir og níu þáttaraðir verði í tökum á árinu. Aldrei áður hafa jafn mörg verkefni af þessu tag…

DÝRIÐ selst vel í Cannes
Kvikmyndamarkaðurinn í Cannes stendur nú yfir á netinu. Variety skýrir frá því að vel gangi að selja kvikmyndina Dýrið eftir Valdimar Jóhannesson. Noomi Rapace og Hilmir Snær Guðnason fara með aðalhlutverkin, en myndin verður frumsýnd 2021…….