Beta Cinema hefur gengið frá sölu spennumyndarinnnar Napóleonsskjölin eftir Óskar Þór Axelsson á nokkra stóra markaði á yfirstandandi Cannes hátíð.
Dreifing

NORTHERN COMFORT selst víða um heim
Franska sölufyrirtækið Charades hefur selt sýningarrétt á Northern Comfort Hafsteins Gunnars Sigurðssonar víða um heim. Myndin verður frumsýnd á Íslandi í haust.

Red Arrow selur HEIMA ER BEST á heimsvísu
Red Arrow Studios International mun selja þáttaröð Tinnu Hrafnsdóttur, Heima er best, á alþjóðavísu utan Norðurlanda og Niðurlanda.

Á FERÐ MEÐ MÖMMU seld til Bretlands, Írlands og Póllands
Fransk/breska sölufyrirtækið Alief hefur selt sýningarréttinn á kvikmyndinni Á ferð með mömmu til Bretlands og Írlands annarsvegar og Póllands hinsvegar. Myndin tekur þátt í Glasgow Film Festival sem stendur yfir.

Á FERÐ MEÐ MÖMMU seld til þýskumælandi landa
Á ferð með mömmu eftir Hilmar Oddsson verður dreift í þýskumælandi löndum af dreifingarfyrirtækinu Prokino Filmverleih, sem sérhæfir sig í listrænum myndum. Sýningar hefjast hér 24. febrúar.

ÆVINTÝRI TULIPOP selst víða um heim
Sýningarréttur á teiknimyndaþáttaröðinni Ævintýri Tulipop hefur nú þegar verið seldur til tíu landa. Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri verkefnisins er í viðtali við Morgunblaðið um þættina.

SVÖRTU SANDAR sýnd á Viaplay, Disney+, Canal Plus og víðar, önnur syrpa væntanleg
Þáttaröðin Svörtu sandar í leikstjórn Baldvins Z, sem framleitt er af Glassriver, hefur selst til stórra dreifingaraðila víða um heim. Önnur syrpa er væntanleg.

VERBÚÐIN selst vel
Þáttaröðin Verbúðin í framleiðslu Vesturports hefur verið seld til sjónvarpsstöðva og streymisveita víða um heim.

VOLAÐA LAND selst víða
Gengið hefur verið frá sölum á Volaða land eftir Hlyn Pálmason víðsvegar um heiminn. Alls hefur myndin nú selst til yfir 40 landa og svæða.

LevelK selur KULDA á heimsvísu
Danska sölufyritækið LevelK mun selja Kulda Erlings Óttars Thoroddsen á heimsvísu. Gengið var frá samningum þess efnis á yfirstandandi Feneyjahátíð.

BERDREYMI seld til Bretlands, BAND seld af Alief á heimsvísu
Berdreymi Guðmundar Arnars Guðmundssonar hefur verið seld til Bretlands. Myndin hefur sópað til sín verðlaunum á undanförnum mánuðum og hefur verið seld til Bandaríkjanna, Ungverjalands, Niðurlanda, þýskumælandi landa og mið- og austur Evrópulanda….

BEAST Baltasars Kormáks í öðru sæti í Bandaríkjunum eftir opnunarhelgina
Kvikmyndin Beast í leikstjórn Baltasars Kormáks var frumsýnd í Bandaríkjunum á föstudag og er í öðru sæti eftir frumsýningarhelgina.

VOLAÐA LAND selst vel í Cannes
Volaða land Hlyns Pálmasonar hefur selst vel í Cannes. New Euope Film Sales höndlar sölu á heimsvísu.

LEYNILÖGGA seld til Norður Ameríku og Frakklands
Leynilögga Hannesar Þórs Halldórssonar hefur verið seld til dreifingar í N-Ameríku og frönskumælandi svæða. Bresk/franska sölufyrirtækið Alief fer með sölu myndarinnar á heimsvísu, en myndin hefur þegar verið seld til meirihluta helstu markaða….

SKJÁLFI seld til Bandaríkjanna, Bretlands og Svíþjóðar
Skjálfti Tinnu Hrafnsdóttur hefur verið seld til Bandaríkjanna, Bretlands og Svíþjóðar. Sölufyrirtækið Alief mun jafnframt kynna myndina á markaðinum í Cannes á næstu dögum.

Beta Cinema selur NAPÓLEONSSKJÖLIN á heimsvísu
Þýska sölufyrirtækið Beta Cinema mun selja kvikmyndina Napóleonsskjölin eftir Óskar Þór Axelsson á heimsvísu.

Sölur hafnar á VOLAÐA LAND
New Europe Film Sales hefur þegar selt Volaða land Hlyns Pálmasonar til nokkurra landa, en myndin verður sýnd á Cannes hátíðinni í maí.

Svona er LEYNILÖGGA kynnt í Japan
Japanska plakatið fyrir Leynilöggu má sjá hér en þar í landi heitir myndin 2 Bad Cops og verður hún talsett á japönsku.

LEYNILÖGGA seld í Evrópu og Asíu
Sölufyrirtækið Alief hefur seld dreifingarréttinn á Leynilöggu Hannesar Þórs Halldórssonar til ýmissa landa í Evrópu og Asíu. Samningar um dreifingu á Bandaríkjamarkaði eru í vinnslu. Þetta kemur fram í Variety.

DÝRIÐ með yfir 2 milljónir dollara í tekjur eftir aðra helgi í Bandaríkjunum
Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson heldur sínu striki vestanhafs og er nú í 9. sæti aðsóknarlistans eftir aðra sýningarhelgi með yfir 2 milljónir dollara í tekjur.

DÝRIÐ á topplista í Bandaríkjunum með yfir milljón dollara tekjur frumsýningarhelgina
Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson tók inn rúmlega eina milljón dollara í tekjur í Bandaríkjunum núna um frumsýningarhelgina og er í sjöunda sæti aðsóknarlistans. Myndin var frumsýnd á 583 tjöldum víðsvegar um Bandaríkin á föstudag.

DÝRINU vel tekið vestanhafs
Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson fær gegnumgangandi góð viðbrögð gagnrýnenda í Bandaríkjunum. Myndin var frumsýnd á tæplega 600 tjöldum víðsvegar um Bandaríkin á föstudag.

DÝRIÐ frumsýnd á 600 tjöldum í Bandaríkjunum
Dýrið, eða Lamb eins og hún heitir erlendis, verður sýnd á 600 tjöldum í Bandaríkjunum, en hún verður frumsýnd 8. október.

Á MÓTI STRAUMNUM sýnd í kvikmyndahúsum vestanhafs
Heimildamyndin Á móti straumnum eftir Óskar Pál Sveinsson verður frumsýnd í dag í kvikmyndahúsum í New York og Los Angeles í Bandaríkjunum.

Tæplega 40% íslenskra bíómynda fáanlegar á efnisveitum um þessar mundir
Á vefnum Kvikmyndir.is má sjá hvaða íslenskar kvikmyndir eru fáanlegar innanlands á hinum ýmsu efnisveitum.

HÉRAÐIÐ fær góða dóma vestanhafs
Héraðið eftir Grím Hákonarson er nú í sýningum í Bandaríkjunum. Myndin hefur fengið fjölmargar jákvæðar umsagnir gagnrýnenda og á Rotten Tomatoes hefur hún fengið stimpilinn „Certified Fresh“.

LA Times um HÉRAÐIÐ: Kona klekkir á feðraveldi
Michael Rechtshaffen gagnrýnandi Los Angeles Times ber Héraðið eftir Grím Hákonarson saman við Erin Brockovich og Norma Rae og segir Arndísi Hrönn Egilsdóttur íslensku útgáfuna af Frances McDormand umsögn sinni. Sýningar á myndinni hefjast í dag í Band…

JARÐARFÖRIN MÍN seld til ARTE
Þýsk-franska menningarsjónvarpsstöðin ARTE hefur tryggt sér sýningarréttinn á þáttaröðinni Jarðarförinni minni sem sýnd var í Sjónvarpi Símans í fyrra.

RÁÐHERRANN selst víða
Sjónvarpsþáttaröðin Ráðherrann, sem Sagafilm framleiðir, hefur verið seld til sýninga í Bandaríkjunum, Ástralíu, Kanada og Suður Evrópu.
The post RÁÐHERRANN selst víða first appeared on

REInvent Studios selur VITJANIR á heimsvísu
Danska sölufyrirtækið REinvent Studios hefur tryggt sér sölurétt á þáttaröðinni Vitjanir sem nú er í tökum. Nordic Film and TV News greinir frá.
The post REInvent Studios …