Adrift

Íslenskir strákar og finnskar stelpur

26. maí 2022

Fyrir okkur fastagestina á Berlinale kvikmyndahátíðinni var hátíðin í ár nett sjokk. Hið sögufræga en uppavædda Potsdamer Platz, höfuðvígi hátíðarinnar, er afskaplega draugalegt miðað við fyrri ár, ófáir staðir eru að nýta tækifærið til framkvæmda og ekkert er á sama stað og síðast. Það þarf þrjár bólusetningar og próf á hverjum degi til að komast […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Adolf Hitler

Merking

14. mars 2022

Merking eftir Fríðu Ísberg er umfjöllunarefni Menningarsmygls níunda þáttar Menningarsmygls, en hún vann nýlega Fjöruverðlaunin í hópi skáldverka. Bókin er margradda saga sem fjallar um nálæga framtíð þar sem samkenndarpróf stýrir flestum sviðum lífsins og er á leiðinni í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar bókin byrjar. Við sjáum þennan heim  ýmist með augum hins unga Tristans, sem neitar […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Áslaug Torfadóttir

Ferðin til Tsjernobyl

3. mars 2022

Ég bjóst ósjálfrátt við eyðimörk. En eftir því sem við fjarlægðumst Kænugarð varð allt grænna. Eftir því sem við nálguðumst Tsjernobyl og Pripyat. Ég var í hópi með nokkrum Finnum, það var tilviljun, það var einfaldlega safnað í þessar ferðir. Það var líka erfitt að komast í þær, skriffinnskan í kringum þær var töluverð, en […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Aquaman

Vatnsenda-Rósa fer til Hollywood

6. apríl 2021

Núna þegar bíóin eru lokuð er stundum snúið að velja hvað maður vill glápa á úr iðrum internetsins – þótt takmarkað úrval þeirra streymisveitna sem eru við höndina einfaldi stundum valið, ef maður stendur ekki í mjög umfangsmikilli sjóræningjastarfsemi. Og þá reynir maður auðvitað að finna góðu myndirnar – en sem gagnrýnandi finnst manni samt […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Amy Adams

Sveitalubbans draumur

31. mars 2021

Við erum stödd á fínum veitingastað þar sem ungur maður hringir örvæntingarfullur í kærustuna sína og spyr hana hvernig hann eigi að nota öll þessi hnífapör. Hún útskýrir það ítarlega fyrir honum og bætir við smá minnistækni – og segir honum svo bara að slaka á. Sem hann gerir þangað til sessunautar hans fara að […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Agatha Christie

Ljónynjan og mafíudvergurinn

3. mars 2021

Ég sá Knives Out loksins um daginn. Fíla leikstjórann Rian Johnson oftast en er á móti oftast lítið spenntur fyrir Agöthu Christie-legum sakamálasögum, sem þessi sannarlega er – þetta er Músagildran í nútímauppfærslu. Það sem fór þó á endanum mest í taugarnar á mér var nútímalega tvistið sem við fyrstu sýn leit ekkert illa út. […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Amanda Gorman

Forsetaskáldin: Frá risaeðlum til Amöndu, frá epík til hversdags

21. janúar 2021

Þetta er þröngt form, pólitíska tækifærisljóðið. Af því þú þarft að finna vonina, þrátt fyrir vonleysið, þrátt fyrir loftslagsbreytingarnar, óréttlætið og allt hitt – og það getur verið erfitt að gera það og vera samt heiðarleg, einlæg og ærleg. Horfast samt í augu við stöðuna. Það var verkefni Amöndu Gorman í gær, fyrsta ung-lárviðarskálds Bandaríkjanna […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Aladdin

Vísundahipsterinn fer á þing

7. janúar 2021

Neró lék á fiðlu á meðan Róm brann. Ég veit ekki meira, veit ekki hvaða lag hann lék, veit ekki hvernig kviknaði í borginni, hverjar afleiðingarnar urðu, hvernig slökkvistarfið gekk. Nei, eina sem lifði af í heimsvitundinni var að hann spilaði á fiðlu. Restina þurfum við flest að gúgla. Og þegar fall ameríska heimsveldisins verður […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Barack Obama

Ráðlagður dagskammtur af áfengi (2 bjórar = þessi pistill)

8. desember 2020

Hvernig er best að skrifa? Jú, með því að vakna klukkan sjö á morgnana og koma sér beint að verki, lifa eins og munkur, hvílast vel og halda í rútínuna. Þetta stendur allavega í flestum greinum um efnið – en stundum villast rómantísku sögurnar um óskabörn ógæfunnar inn í samræðurnar og við fáum stórkarlalegar sögur […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Afríka

Herskarar innflytjendaengla trömpa Trump

7. nóvember 2020

Stundum semur vont fólk góð ljóð. Stundum semur fólk ljóð þar sem það talar þvert um hug sér – nema vera skyldi að hugur þeirra komi raunverulega fram í ljóðunum sem virðast þvert á meinta heimssýn þeirra. Ljóð vikunnar er nefnilega án nokkurs vafa slammljóð Paulu White, andlegs ráðgjafa Donalds Trump. Paula var líka fyrsta […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Aðalbjörg Þóra Árnadóttir

Forsætisráðherrann gegn kerfinu

21. október 2020

Þessi umfjöllun er um fimmta þátt Ráðherrans. Alls verða þættirnir átta. „Ráðherrann í sjónvarpsþáttunum er einskonar Anti-Trump. Allt sem honum dettur í hug að gera væri eitur í beinum Trumps. En þeir eru líkir í því að þeir gera og segja hvað sem þeim dettur í hug á hverri stundu, hundsa alla aðra enda hafi þeir […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Aðgerðapakki

Menningarsmygl og farsóttir hugmyndanna

15. júlí 2020

Þegar landamærum er lokað verður smygl mikilvægara en nokkru sinni. Vegna þess að hugmyndirnar eru veirurnar sem þurfa að ferðast á milli landa, á milli sálna, á milli okkar. Góðu veirurnar, góðu hugmyndirnar. En það er auðvitað nóg af vondum veirum líka. Á ensku kallast það að slá í gegn á internetinu að go viral, […]

Hljóðskrá ekki tengd.
America

Ameríka á tímum plágunnar

3. júlí 2020

Sufjan Stevens gaf í dag út fyrsta lag væntanlegrar plötu, The Ascension. Uppstigningin. Lagið heitir America, hvorki meira né minna, og er tólf mínútna langur óður. Stevens gaf áður út tvær plötur um tvö mismunandi fylki Bandaríkjanna – sem smyglað var um hér, en nú er heimsveldið allt undir. Byrjunin er mjög Sufjanísk, hann splæsir […]

Hljóðskrá ekki tengd.
#BlackLivesMatter

Sjálfsmorð Ameríku, einn blóðdropa í einu

28. júní 2020

Blóðdroparnir fimm, Da 5 Bloods, er mögulega tímabærasta mynd ársins – og Spike Lee er alltaf bestur þegar hann tengir við tímann. Myndin er líka á einkennilegan hátt hálfgerð systurmynd síðustu myndar Spike, BlacKKKlansman. Byrjunin er nánast eins og framhald; myndbrot úr nasistamyndum á borð við Birth of a Nation og Gone With the Wind […]

Hljóðskrá ekki tengd.
#BlackLivesMatter

Svarti Klansmaðurinn

25. júní 2020

Þrátt fyrir ótal misvelheppnuð hliðarspor þá grunar mig að sagan muni á endanum dæma Spike Lee sem einn merkilegasta leikstjóra samtíma okkar – og BlacKkKlansman er myndin sem kemur honum aftur á kortið eftir nokkra lægð. Titillinn er í einu orði og lítið k á milli stóru k-anna, það hefur löngum verið ákveðin uppreisn gegn […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Bastían Baltasar Búx

Ameríski tígrisdýradraumurinn

29. apríl 2020

Það eru tvöfalt fleiri tígrisdýr í einkaeign í Ameríku en ganga laus í heiminum. Það er sú sturlaða staðreynd sem liggur á bak við The Tiger King, Netflix-seríuna sem hefur gert allt brjálað í þessu kófi. Þættirnir fjalla þó miklu frekar um fólkið á bak við tígrisdýrin – og framan af væri eiginlega meira réttnefni […]

Hljóðskrá ekki tengd.