Þessi umfjöllun er um fjórða þátt Ráðherrans. Alls verða þættirnir átta. Guð í vélinni, deus ex machina, var skáldskapartrix sem var svo ofnotað í Grikklandi til forna að hugtakið varð fljótlega að hinu mesta hnjóðsyrði og til marks um letileg skrif. Samt dúkkar það alltaf við og við upp kollinum ennþá – og sjaldnast til bóta. […]
