Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs verða sífellt fjölþjóðlegri, rétt eins og myndirnar sjálfar. Núna í ár var Volaða land framlag Dana, mynd sem gerist mestöll á Íslandi og leikstjórinn er íslenskur, en þar er þó sannarlega danskur vinkill – myndin byrjar í Danmörku (inni, hefði svosem getað verið tekið upp hvar sem er) og danskar persónur eru til […]
Danmörk

Íslenskir strákar og finnskar stelpur
Fyrir okkur fastagestina á Berlinale kvikmyndahátíðinni var hátíðin í ár nett sjokk. Hið sögufræga en uppavædda Potsdamer Platz, höfuðvígi hátíðarinnar, er afskaplega draugalegt miðað við fyrri ár, ófáir staðir eru að nýta tækifærið til framkvæmda og ekkert er á sama stað og síðast. Það þarf þrjár bólusetningar og próf á hverjum degi til að komast […]

Nægur tími til að deyja
No Time to Die. Nafnið á svanasöng Daniels Craigs sem Bond er sannarlega öfugmæli, það er meira en nægur tími til að deyja í þessari alltof löngu mynd, sem er heilar 163 mínútur – og það hefði auðveldlega mátt stytta hana um svona 130 mínútur. Byrjunin er frábær. Spennandi, nöturleg og ljóðræn, allt í senn. […]

Austurvisjón og dularfullur dauðdagi poppstjörnu
Nú þegar Evróvisjón er lokið er tímabært að rifja upp litlu systur keppninnar sem flestum eru löngu gleymdar. Fyrir 1989 voru nefnilega fæst Austantjaldslöndin í sambandi Evrópskra sjónvarpsstöðva, sem voru fyrst og fremst vestræn samtök, en hins vegar voru gerðar nokkrar skammlífar tilraunir til að halda sambærilega keppni á milli ríkja Varsjárbandalagsins. Þar ber helst […]

Leitin að týnda sauðnum
Eitt algengasta vandamálið við sjónvarpsseríur er að þær eru iðullega of langar. Að teygja lopann í marga klukkutíma, heila átta þætti, þýðir ósjaldan að það koma djúpar dýfur. Sem hefur sannarlega átt við um Ráðherrann. Fyrstu tveir þættirnir voru forvitnilegir, næstu tveir meingallaðir, áður en landið tók að rísa aftur í næstu tveimur – og […]

Óskabarn ógæfunnar
FIMM BÖRN Í RÖÐ OG PABBI MEÐ KYLFU Þannig byrjar þetta. Við erum stödd í dönsku gettói þar sem allt er skrifað í hástöfum. Pabbinn lemur, manni finnst eins og hann sé að lemja alla bókina – og þó, þegar á líður hefur Yahya tekið við af honum. Við finnum að við sleppum aldrei úr […]