Bermúda-þríhyrninginn

Bókstaflegt skipbrot kapítalismans

9. ágúst 2022

Fyrstu kynni mín af Ruben Östlund voru ekki gæfuleg. Play var hans þriðja mynd, en sú fyrsta sem komst í almennilega alþjóðlega bíódreifingu, vann kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs – þrátt fyrir að vera tilgerðarlegt rasískt runk. Hann sló rækilega í gegn með Force Majeur, eða Turist,  ágætri mynd vissulega, en samt takmarkaðri og ofhæpaðri. Mynd sem náði […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Cannes

Íslenskar kvikmyndir og Cannes

17. apríl 2022

Volaða land eftir Hlyn Pálmason er fimmtánda kvikmyndin eftir íslenskan leikstjóra sem valin er á þessa stærstu kvikmyndahátíð heimsins á tæpum fjörtíu árum. Það segir sína sögu að rúmur helmingur þeirra er frá síðustu 12 árum.

Hljóðskrá ekki tengd.
Anders Danielsen Lie

KVIFF 11: Valkvíði þess sem allt getur

16. september 2021

En frá frönskum ástarferhyrningum yfir í norska ástarþríhyrninga, eins og þeir birtast í Verstu manneskju í heimi, Verdens verste menneske. Joachim Trier leikstýrir og skrifar handritið að venju með Eskil Vogt, sem er magnaður leikstjóri sjálfur, og fyrri myndir þeirra félaga hafa oftast borið með sér þyngri og dramatískari átök en þessi, rétt eins og […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Adrian Tomine

KVIFF 9: Ástin og prófgráðurnar

15. september 2021

„Ástin spyr hvorki um stétt né stöðu,“ söng Björgvin um árið. En þessar spurningar þvælast þó oft fyrir í samböndum, og fyrir einhverja dularfulla tilviljun sá ég þrjár myndir á stuttum tíma á Karlovy Vary – sem allar höfðu verið sýndar í aðalkeppninni í Cannes – sem áttu það sameiginlegt að fjalla fyrst og fremst […]

Hljóðskrá ekki tengd.
A Song Called Hate

Karlovy Vary 7: Harðort bréf til menntamálaráðherra

9. september 2021

Í myndinni um Ísraels-för Hatara, A Song Called Hate, er meðal annars rætt við ísraelska leikstjórann Nadav Lapid. Hann leikstýrði myndinni Samheiti – Synonymes – sem vann Gullbjörninn í Berlín aðeins mánuði áður en Hatari vann forkeppni íslensku Júróvisjón. Þegar fréttir af sigri myndarinnar bárust heim til Ísrael sagði Miri Regev menntamálaráðherra: „Til hamingju … […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Adam Driver

Megum við vinsamlegast byrja?

10. júlí 2021

Megum við syngja núna? Megum við byrja? So may we start? Þetta eru orðin sem fylgja fyrstu Cannes-hátíðinni eftir heimsfaraldur úr hlaði – eða fyrstu Cannes-hátíðinni í heimsfaraldri, eftir því hvar mannkynssagan mun ákveða að við séum stödd á tímalínu kófsins. Þetta er ákall flestra listamanna heimsins sem þurfa áhorfendur í sal; getum við byrjað […]

Hljóðskrá ekki tengd.
After Lucia

Hirðingjaland og fleiri stiklur frá Feneyjum

13. september 2020

Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum lauk um helgina – fyrstu stóru kvikmyndahátíðinni sem haldin var í bíó síðan Berlinale lauk, sökum kófsins mikla sem frestaði Cannes, Karlovy Vary og fleiri stórum hátíðum, eða færði á netið. Það gæti vissulega orðið langt þangað til við fáum að sjá megnið af þessum myndum – en sigurmyndin Nomadland er þó […]

Hljóðskrá ekki tengd.
#BlackLivesMatter

Morðið á Fred Hampton

7. júní 2020

Fred Hampton var efnilegur ungur maður. 21 árs gamall, stundaði laganám og var svæðisstjóri Illinois-fylkis fyrir Svörtu pardusana. Heimildagerðarmennirnir Howard Alk og Mike Gray voru að gera mynd um hann – en svo kom 4. desember 1969. Rétt fyrir dagrenningu réðst alríkislörgreglan inn á Hampton í íbúð hans í Chicago. Stuttu síðar var Fred Hampton […]

Hljóðskrá ekki tengd.