Kvikmyndamiðstöð Íslands blæs til ráðstefnu dagana 27.-28. október þar sem margrómaðir fræðimenn, framleiðendur og þróunarstjórar beggja vegna Atlantsála veita leiðsögn og innsýn í þróun og framleiðslu barnaefnis.

Kvikmyndamiðstöð Íslands blæs til ráðstefnu dagana 27.-28. október þar sem margrómaðir fræðimenn, framleiðendur og þróunarstjórar beggja vegna Atlantsála veita leiðsögn og innsýn í þróun og framleiðslu barnaefnis.
Stjórn Stockfish kvikmyndahátíðarinnar hefur auglýst eftir framkvæmdastjóra hátíðarinnar.
Leifur B. Dagfinnsson framkvæmdastjóri True North er í viðtali við Morgunblaðið í dag um verkefnið True Detective.
Bandalag íslenskra listamanna hefur skilað umsögn til fjárlaganefndar Alþingis um frumvarp til fjárlaga árið 2023. Þar segir að verulega sé gengið á sjóði menningar og listsköpunar í fjárlögum, listamannasjóðirnir séu skornir niður sem nemur á bilinu 5…
Dagana 7.-9. desember fer fram námskeið í Reykjavík um sjálfbærni í kvikmyndagerð. Green Film og Torino Film Lab standa fyrir námskeiðinu, í samstarfi við Creative Europe, Kvikmyndamiðstöð Íslands, Íslandsstofu og Film in Iceland.
Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra segir í viðtali við fréttastofu RÚV að hún sé að skoða hvernig sé hægt að tryggja að innlend kvikmyndaverkefni sem þegar eru komin af stað stöðvist ekki.
Ýmislegt af því sem fram kemur í niðurlagi lokaþáttar Íslands: bíólands vísar til stöðunnar þessa dagana.
Af umfjöllun Klapptrés um 40% niðurskurð Kvikmyndasjóðs árið 2014 má glöggt sjá að gagnrýni bransans sem og svör stjórnmálamanna eru afar kunnugleg.
Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra afhenti heiðursverðlaun ÍKSA og kynnti framlag Íslands til Óskarsins á Edduverðlaununum í gærkvöldi. Hún byrjaði á því að ávarpa kvikmyndabransann í tengslum við þann mikla niðurskurð á Kvikmyndasjóði sem boðaður e…
Hvernig þriðjungs niðurskurður Kvikmyndasjóðs er áframhaldandi vöxtur íslenskrar kvikmyndagerðar og sérstakar ívilnanir til erlendra stórverkefna er glæsilegur sigur íslenskrar menningar.
SÍK, Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurskurðar Kvikmyndasjóðs.
WIFT, félag kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi á Íslandi, hefur sent frá sér tilkynningu þar sem niðurskurður til Kvikmyndasjóðs er fordæmdur.
Rætt var við Hilmar Sigurðsson og Kristínu Andreu Þórðardóttur framleiðendur í Lestinni á Rás 1 um stöðuna í kvikmyndaframleiðslu á Íslandi eftir þriðjungs niðurskurð Kvikmyndasjóðs. „Ég bara held að þetta séu mistök hrein og klár,“ segir Hilmar….
Kjartan Þór Þórðarson forstjóri Sagafilm Nordic, ræðir niðurskurðinn á Kvikmyndasjóði á Fésbókarsíðu sinni og er ómyrkur í máli.
Hilmar Sigurðsson forstjóri Sagafilm bregst við fréttatilkynnningu Menningar- og viðskiptaráðuneytisins um áframhaldandi vöxt íslenskrar kvikmyndagerðar á Fésbókarsíðu sinni og tekur fast til orða.
Á vef Stjórnarráðsins má nú lesa fréttatilkynningu undir fyrirsögninni „Fjárlagafrumvarp 2023: Áframhaldandi vöxtur íslenskrar kvikmyndagerðar.“
Ragnar Bragason leikstjóri og formaður Samtaka kvikmyndaleikstjóra gerir niðurskurðinn hjá Kvikmyndasjóði að umræðuefni á Fésbókarsíðu sinni.
Laufey Guðjónsdóttir forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands ræddi við fréttastofu RÚV í kvöldfréttum útvarps um fyrirhugaðan niðurskurð til Kvikmyndamiðstöðvar.
Í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2023 er gert ráð fyrir miklum niðurskurði á framlögum til kvikmyndagerðar frá fyrra ári. Þá virðist ekki gert ráð fyrir mikilli aukningu í endurgreiðslum á næsta ári.
ÍKS, Félag íslenskra kvikmyndatökustjóra hefur veitt þremur nýjum meðlimum inngöngu. Viðurkenndir kvikmyndatökustjórar eru því orðnir 13 talsins á Íslandi.
Tania Zarak Quintana, sem áður hafði umsjón með nýjum alþjóðlegum þáttaröðum hjá Netflix, hefur verið ráðin þróunarstjóri hjá True North.
Menningarmálaráðuneytið hefur lagt drög að breytingum á kvikmyndalögum og reglugerð um Kvikmyndasjóð í samráðsgátt stjórnvalda, þar sem óskað er eftir umsögnum.
Pálmi er lykilmaður í því að gera leikið sjónvarpsefni að reglulegum dagskrárlið í íslensku sjónvarpi.
Sagafilm hefur auglýst eftir deildarstjóra Dagskrárdeildar. Leitað er að öflugum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á dagskrár- og heimildamyndagerð og getur unnið í krefjandi en skemmtilegu starfsumhverfi, segir í auglýsingu.
Margrét Jónasdóttir hefur verið ráðin í starf aðstoðardagskrárstjóra RÚV og tekur formlega til starfa 1. september.
Orðrómur er á kreiki um að fjórða syrpa hinnar margverðlaunuðu þáttaraðar, True Detective, verði tekin upp hér á landi að megninu til á næstunni. Þá mun nýjasta mynd Lynne Ramsay, Stone Mattress eftir sögu Margaret Atwood, verða filmuð hér og á Grænlan…
35% endurgreiðslan er hugsuð fyrir stærri verkefni og þá ekki síst af erlendum toga. Ljóst er þó að ýmsar innlendar bíómyndir og þáttaraðir falla undir hækkaða endurgreiðslu.
Alþingi hefur samþykkt frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, um hækkun á hlutfalli tímabundinna endurgreiðslna vegna kvikmyndagerðar á Íslandi.
Frá og með 1. júní 2022 hækkar viðmiðunarfjárhæð handritsstyrkja. Um er að ræða hækkun sem ætlað er að koma til móts við verðlagsþróun frá síðustu breytingu á styrkfjárhæðum.
Í breytingatillögum Atvinnuveganefndar Alþingis vegna frumvarps um 35% endurgreiðslu er lagt til að lágmark framleiðslukostnaðar verði 350 milljónir króna í stað 200 milljóna eins og lagt er til í frumvarpinu. Atkvæði verða greidd um frumvarpið í dag s…