Í nýkynntu fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024 eru áætluð framlög til Kvikmyndasjóðs 1.114,3 m.kr. Í fjárlögum ársins 2023 var framlagið 1.288,9 m.kr. Niðurskurðurinn nemur 174,6 milljónum króna eða um 13,5%.

Í nýkynntu fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024 eru áætluð framlög til Kvikmyndasjóðs 1.114,3 m.kr. Í fjárlögum ársins 2023 var framlagið 1.288,9 m.kr. Niðurskurðurinn nemur 174,6 milljónum króna eða um 13,5%.
Nýtt evrópskt kvikmynda- og sjónvarpsstúdíó, Vuelta Group, hefur fest kaup á danska dreifingar- og framleiðslufyrirtækinu Scanbox ásamt ýmsum öðrum sambærilegum evrópskum félögum. Þórir Snær Sigurjónsson forstjóri Scanbox ræðir við Deadline um málið og…
Aðalfundur Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, SÍK, var haldin á dögunum. Átta kvikmyndaframleiðendur hafa gengið til liðs við SÍK, sem ber vott um þá miklu grósku sem nú er í íslenskri kvikmyndagerð.
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur skipað Örnu Kristínu Einarsdóttur í embætti skrifstofustjóra menningar og fjölmiðla í menningar- og viðskiptaráðuneytinu.
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur skipað tvo starfshópa um annarsvegar gjaldtöku á erlendar streymisveitur og hinsvegar um auglýsingafyrirkomulag RÚV.
Kvikmyndamiðstöð Íslands óskar eftir að ráða fjölhæfan, áreiðanlegan og drífandi einstakling til að sinna fjölbreyttum verkefnum á skrifstofu miðstöðvarinnar í Reykjavík.
Þórhallur Gunnarsson hefur sagt upp störfum sem framkvæmdastjóri fjölmiðla Sýnar. Þetta kemur fram á Vísi. Hann segir átök um eignarhald hjá félaginu hafa fengið hann til að velta stöðu sinni fyrir sér.
KrakkaRÚV óskar eftir handritum eða vel útfærðum hugmyndum að leiknum þáttaröðum fyrir börn á aldrinum 6-12 ára.
Bandaríska framleiðslufyrirtækið Skybound Entertainment, framleiðandi hinnar gríðarvinsælu þáttaraðar The Walking Dead, hefur keypt meirihluta í Sagafilm.
Margrét Örnólfsdóttir formaður Félags leikskálda og handritshöfunda (FLH) segir styrk handritshöfunda falinn í að vera sífellt á tánum og vera vakandi fyrir síbreytilegu vinnuumhverfi. Streymisvetur þurfi á þeim að halda því þær búi ekkert til sjálfar….
Í umsögn sinni um frumvarp til breytinga á kvikmyndalögum, sem nú er til meðferðar á Alþingi, fagnar SÍK frumvarpinu en það heimilar meðal annars nýjan flokk framleiðslustyrkja til lokafjármögnunar á gerð leikinna sjónvarpsþáttaraða….
Kvikmyndagreinin (kvikmyndir og sjónvarp) er í afar örum vexti. Aukning í rekstrartekjum nemur um 80% á tíu árum samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Greinin er einnig langstærst að umfangi í skapandi greinum.
Félag leikskálda og handritshöfunda (FLH) hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er yfir stuðningi við verkfall handritshöfunda í Bandaríkjunum.
Baltasar Kormákur ræðir við Ásgrím Sverrisson um uppbyggingaráformin í Gufunesi og stöðuna í kvikmyndaheiminum og íslenska kvikmyndabransanum.
RVK Studios og True North hyggjast ráðast í mikla stækkun í Gufunesi og fjölga myndverum og þjónusturýmum. Þetta var kynnt í dag.
Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum segir jafnræðis ekki gætt í styrkveitingum Kvikmyndamiðstöðvar til leikinna þáttaraða og að kvikmyndasjóður hafi verið tæmdur til Ríkisútvarpsins þetta árið meðan engin verkefni hjá öðrum miðlum vir…
Laufey Guðjónsdótir, fyrrverandi forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, furðar sig á birtingu úrskurðar menningarmálaráðuneytisins sem tengdist styrkveitingu miðstöðvarinnar. Úrskurðurinn féll fyrir þremur árum en var ekki birtur fyrr en í síðustu …
Fjölþætt samskipti Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og hagsmunafélaga kvikmyndagreinarinnar við stjórnvöld fara að verulegu leyti fram í gegnum skrifstofu menningar og fjölmiðla hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu.
Í kjölfar kæru úrskurðaði mennta- og menningarmálaráðuneytið árið 2020 að ákvörðun Kvikmyndamiðstöðvar um að synja framleiðanda kvikmyndar um eftirvinnslustyrk árið 2017 skyldi felld úr gildi. Einnig var kvikmyndaráðgjafi verkefnisins úrskurðaður vanhæ…
Þór Tjörvi Þórsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Sagafilm og hefur þegar hafið störf. Hann hefur undanfarin ár verið kvikmyndaframleiðandi hjá Netop Films og þar á undan var hann framleiðslustjóri í Kvikmyndamiðstöð um margra ára skeið….
Hér eru þeir viðburðir bransadaga Stockfish sem eru áhugaverðastir að mati Klapptrés.
Endurgreiðslur vegna sjónvarps- og kvikmyndaverkefna gætu numið 7,6 milljörðum á þessu ári. Þetta kemur fram í áhættumati fjármálaráðuneytisins sem kynnt var fyrir fjárlaganefnd Alþingis í vikunni.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði í dag fram minnisblað á ríkisstjórnarfundi um frumvarp til laga um breytingu á kvikmyndalögum fyrir ríkisstjórn. Breytingin varðar framleiðslustyrk til lokafjármögnunar.
Fjárfestingarsjóðurinn Eyrir Vöxtur hefur fjárfest í íslenska frumkvöðlafyrirtækinu Tulipop, en sjóðurinn keypti hlut í félaginu fyrir 250 milljónir króna í nýlegri hlutafjáraukningu.
Grímur Hákonarson leikstjóri og handritshöfundur leggur út af viðtali við Laufeyju Guðjónsdóttur við Nordic Film and TV News þar sem hún ræðir feril sinn. Hann þakkar henni meðal annars fyrir ómetanlegt framlag til íslenskrar kvikmyndagerðar….
„Ég er þakklátur fyrir það traust sem Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hefur sýnt mér og ég hlakka til að takast á við þetta stóra verkefni,“ segir Gísli Snær Erlingsson, nýskipaður forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, í…
Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra hefur skipað Gísla Snæ Erlingsson í stöðu forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Hann hefur störf í apríl næstkomandi.
„Þetta hafa verið gefandi ár og ég þakka stjórnvöldum, sem og samstarfsfólki mínu í gegnum tíðina fyrir allt þeirra innlegg í starfsemi KMÍ,“ segir Laufey Guðjónsdóttir fráfarandi forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.
Í dag er síðasti starfsdagur Laufeyjar Guðjónsdóttur sem forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, en hún hefur stýrt KMÍ frá stofnun hennar 2003. Laufey ræddi við Nordic Film and TV News um reynslu sína.
Innlendir kvikmyndaframleiðendur segja ekki vanþörf á þeirri aðstöðu sem fyrirhugað er að koma upp í Hafnarfirði, þar sem á að rísa stórt kvikmyndaver og tengd aðstaða. Ekkert formlegt samstarf hefur þó átt sér stað við aðstandendur verkefnsins, segja …