Þarf að hafa breiða þekkingu á dagskrárefni og framleiðslu. Um er að ræða faglega umsjón og samstarf við dagskrárstjóra um innkaup og framleiðslu á heimildaefni, fræðslu og menningarefni.
Bransinn

Endurgreiðslan í 35% með skilyrðum, kynnt í samráðsgátt
Fyrirhugaðar lagabreytingar um hækkun endurgreiðslunnar hafa verið kynntar í samráðsgátt stjórnvalda.

Átt þú rétt á IHM greiðslum?
Samtök kvikmyndaleikstjóra (SKL) hafa auglýst eftir umsóknum um IHM greiðslur fyrir árið 2021. Skilafrestur umsókna er til 7. júní 2022.

Friðrik Mar Hilmarsson ráðinn í framkvæmdastjórastöðu hjá Viaplay
Friðrik Mar Hilmarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá efnisveitunni Viaplay. Friðrik á að baki yfir þrjátíu ára fjölþætta reynslu í kvikmyndagerð, bróðurpartinn í norskum kvikmyndaiðnaði.

Gísli Snær hættir sem skólastjóri London Film School, snýr sér að kvikmyndagerð
Gísli Snær Erlingsson hyggst láta af störfum innan skamms sem skólastjóri London Film School, en þeirri stöðu hefur hann gegnt síðastliðin fimm ár.

Ný bók um tengsl ferðamennsku og kvikmyndagerðar á Íslandi
Útgáfu bókarinnar Iceland on Screen eftir Wendy Mitchell, verður fagnað í Bíó Paradís, föstudaginn 25. mars klukkan 15.00, með dagskrá um tengsl kvikmynda og sjónvarpsefnis við ferðamennsku á Íslandi.

Milljarða velta í kvikmyndagerð og horfur góðar
Fréttastofa RÚV tekur púlsinn á íslenskri kvikmyndagerð þessa dagana og ræðir við Laufeyju Guðjónsdóttur, forstöðumann Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Kvikmyndasjóðir Evrópu ættu að draga úr skriffinnsku og taka ákvarðanir hraðar, segir í nýrri skýrslu
Taka þarf evrópsku kvikmyndastuðningskerfin til gagngerrar endurskoðunar segir meðal annars í nýrri skýrslu sem unnin var á vegum Film i Väst og skoðar ítarlega stöðu kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslu í Evrópu.

Laufey Guðjónsdóttir ræðir aukin umsvif Kvikmyndamiðstöðvar
Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, ræðir við Nordic Film and TV News um aukningu í opinberri fjárfestingu til kvikmyndagerðar sem og aukin umsvif stofnunarinnar í samræmi við nýja kvikmyndastefnu.

Borgin selur Baltasar aðra skemmu í Gufunesi undir kvikmyndagerð
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Baltasar Kormákur Baltasarsson leikstjóri munu í dag skrifa undir samning um kaup RVK Studios á annarri skemmu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi sem staðið hefur ónýtt um langt skeið. Kaupverð er 320 milljónir króna….

Sérstakur neyðarsjóður fyrir kvikmyndagerðarmenn stofnaður í ljósi stríðsins í Úkraínu
Settur hefur verið upp sérstakur neyðarsjóður fyrir kvikmyndagerðarmenn sem eru í beinni hættu vegna stríðsins í Úkraníu. Sjóðurinn miðar að því að styrkja kvikmyndagerðarmenn í útgjöldum á meðan núverandi staða heldur áfram. …

Ný stjórn WIFT kjörin
Ný stjórn WIFT á Íslandi var kjörin á aðalfundi félagsins sem fram fór þann 3. mars.

Kvikmyndamiðstöðvar Norðurlanda gera hlé á samstarfi við Rússland
Kvikmyndastofnanir Norðurlandanna hafa gert ótímabundið hlé á samstarfi við Rússland vegna yfirstandandi innrásar í Úkraínu.

Breytingar á kvikmyndalögum komnar í samráðsgátt stjórnvalda
Breytingatillögur snúast meðal annars um að skilgreindur hagnaður af kvikmynd eða sjónvarpsverki verði endurgreiddur, samanber Kvikmyndastefnu til 2030.

SVÖRTU SANDAR meðal þáttaraða sem stóðu uppúr á Berlinale Series að mati Variety
Variety fjallar um stöðu þáttaraða í kjölfar Berlinale Series og þær miklu áherslubreytingar sem eru að eiga sér stað varðandi aukið vægi vandaðra þáttaraða á kostnað bíómynda.

Fjórir nýir ráðgjafar til KMÍ
Baldvin Kári Sveinbjörnsson, Eva Maria Daniels, Helga Brekkan og Ottó Geir Borg hafa verið ráðin sem kvikmyndaráðgjafar hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands og hafa þegar hafið störf.

Þórir Snær Sigurjónsson kaupir Scanbox
Þórir Snær Sigurjónsson og samstarfsaðilar hafa fest kaup á Scanbox, einu helsta dreifingarfyrirtæki Norðurlanda, en Þórir hefur rekið fyrirtækið undanfarin ár. Scanbox hefur komið að fjármögnun og dreifingu margra íslenskra kvikmynda á undanförnum áru…

Sterkt ákall eftir sjálfbærni í sjónvarpsþáttaframleiðslu
Í sjónvarpshluta Gautaborgarhátíðarinnar fóru fram fjörlegar umræður um stöðuna í framleiðslu leikins sjónvarpsefnis á Norðurlöndunum og horfurnar framundan. Þátttakendur í panel voru Kjartan Þór Þórðarson forstjóri Sagafilm Nordic, Rikke Ennis forstjó…

Hvernig þú finnur rétta framleiðandann
Kvikmyndamiðstöð stendur fyrir námskeiði ætlað handritshöfundum sem hlotið hafa styrk um hvernig finna skal rétta framleiðandann.

Færri myndir, aukinn sveigjanleika í dreifingu og skjótari fjármögnun
Á dögunum bauð Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn til umræðu undir heitinu „Framtíð kvikmynda á krossgötum“ þar sem ræddar voru mögulegar leiðir til að efla norræna kvikmyndageirann.

Kvikmyndasafnið auglýsir eftir sérfræðingi í stafvæðingu
Kvikmyndasafn Íslands hefur auglýst eftir umsóknum um starf sérfræðings í stafvæðingu og endurgerð kvikmynda af hinum ýmsu miðlunarformum.

LEYNILÖGGA mest sótta íslenska myndin 2021
Tíu íslenskar bíómyndir litu dagsins ljós 2021, sem og aðrar tíu heimildamyndir. Heildaraðsókn jókst milli ára um 15%. Leynilögga er vinsælasta íslenska kvikmynd ársins.

Margar umsagnir um reglugerðardrög Kvikmyndasjóðs, umsagnarfrestur rennur út í dag
Margar umsagnir hafa borist í samráðsgátt stjórnvalda varðandi drög að uppfærðri reglugerð um Kvikmyndasjóð, en frestur til að senda inn umsögn rennur út í dag, mánudag.

Umráðafé KMÍ 2022 samkvæmt fjárlagafrumvarpi
Kvikmyndamiðstöð hefur birt frétt á vef sínum um fjárheimildir stofnunarinnar 2022 samkvæmt fjárlagafrumvarpi.

Kvikmyndamiðstöð auglýsir eftir kvikmyndaráðgjafa og sérfræðingi í miðlun og stafrænni þróun
Kvikmyndamiðstöð Íslands auglýsir starf kvikmyndaráðgjafa og starf sérfræðings í miðlun og stafrænni þróun. Umsóknarfrestur er til og með 21. desember 2021.

Baltasar um ný tækifæri í sjónvarpi fyrir upprennandi hæfileikafólk
Baltasar Kormákur var meðal þátttakenda í panel á nýafstaðinni Black Nights Film Festival í Tallinn þar sem rætt var um starfstækifæri í kvikmyndagerð fyrir nýliða. Wendy Mitchell hjá Screen stýrði umræðum.

Endurgreiðslan verður hækkuð en útfærslan óljós
Í nýjum stjórnarsáttmála er rætt um hækkun á endurgreiðslu til kvikmyndagerðar en ekki er ljóst af orðalagi hvernig útfærslan verður.

Verður endurgreiðslan hækkuð?
Orðrómur er á kreiki um að hækkun á endurgreiðslum til kvikmyndagerðar verði meðal atriða í væntanlegum stjórnarsáttmála. Framsóknarflokkurinn hefur lýst þeim vilja sínum að þær verði hækkaðar í 35%, en þessar hugmyndir mæta einnig andstöðu innan stjór…

Steven Meyers ráðinn forseti kvikmyndadeildar Listaháskólans
Steven Meyers hefur verið ráðinn forseti kvikmyndadeildar Listaháskóla Íslands. Kennsla hefst í deildinni haustið 2022.

Ný reglugerð um Kvikmyndasjóð til umsagnar hagsmunaaðila
Drög að nýrri reglugerð um Kvikmyndasjóð hefur verið birt á samráðsgátt stjórnvalda. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér þau áður en frestur til umsagnar rennur út þann 13. desember næstkomandi.