Hér eru þeir viðburðir bransadaga Stockfish sem eru áhugaverðastir að mati Klapptrés.
Bransinn

Endurgreiðslur gætu numið 7,6 milljörðum á þessu ári
Endurgreiðslur vegna sjónvarps- og kvikmyndaverkefna gætu numið 7,6 milljörðum á þessu ári. Þetta kemur fram í áhættumati fjármálaráðuneytisins sem kynnt var fyrir fjárlaganefnd Alþingis í vikunni.

Frumvarp um breytingu á kvikmyndalögum lagt fram
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði í dag fram minnisblað á ríkisstjórnarfundi um frumvarp til laga um breytingu á kvikmyndalögum fyrir ríkisstjórn. Breytingin varðar framleiðslustyrk til lokafjármögnunar.

Fjárfestar koma að Tulipop
Fjárfestingarsjóðurinn Eyrir Vöxtur hefur fjárfest í íslenska frumkvöðlafyrirtækinu Tulipop, en sjóðurinn keypti hlut í félaginu fyrir 250 milljónir króna í nýlegri hlutafjáraukningu.

Grímur Hákonarson: Laufey á mikinn þátt í gróskunni í íslenskri kvikmyndagerð
Grímur Hákonarson leikstjóri og handritshöfundur leggur út af viðtali við Laufeyju Guðjónsdóttur við Nordic Film and TV News þar sem hún ræðir feril sinn. Hann þakkar henni meðal annars fyrir ómetanlegt framlag til íslenskrar kvikmyndagerðar….

Gísli Snær: Þakklátur fyrir traustið
„Ég er þakklátur fyrir það traust sem Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hefur sýnt mér og ég hlakka til að takast á við þetta stóra verkefni,“ segir Gísli Snær Erlingsson, nýskipaður forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, í…

Gísli Snær Erlingsson ráðinn forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands
Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra hefur skipað Gísla Snæ Erlingsson í stöðu forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Hann hefur störf í apríl næstkomandi.

Laufey: Hlakka til að fylgjast með íslenskum kvikmyndum blómstra enn frekar
„Þetta hafa verið gefandi ár og ég þakka stjórnvöldum, sem og samstarfsfólki mínu í gegnum tíðina fyrir allt þeirra innlegg í starfsemi KMÍ,“ segir Laufey Guðjónsdóttir fráfarandi forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Laufey Guðjónsdóttir fer yfir ferilinn sem forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands
Í dag er síðasti starfsdagur Laufeyjar Guðjónsdóttur sem forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, en hún hefur stýrt KMÍ frá stofnun hennar 2003. Laufey ræddi við Nordic Film and TV News um reynslu sína.

Framleiðendur fagna hugmyndum um nýtt kvikmyndaver
Innlendir kvikmyndaframleiðendur segja ekki vanþörf á þeirri aðstöðu sem fyrirhugað er að koma upp í Hafnarfirði, þar sem á að rísa stórt kvikmyndaver og tengd aðstaða. Ekkert formlegt samstarf hefur þó átt sér stað við aðstandendur verkefnsins, segja …

Hyggjast reisa stórt kvikmyndaver í Hafnarfirði
Bæjarráð Hafnarfjarðar veitti í morgun fyrirtækinu REC Studio ehf. vilyrði fyrir tæplega ferkílómetra lóð á iðnaðarsvæði syðst í bæjarlandinu til að reisa kvikmyndaver.

Reykjavik Grapevine fjallar um íslenska kvikmyndagerð
Í nýlegri umfjöllun Reykjavik Grapevine er rætt við ýmsa sem þekkja til íslenskrar kvikmyndagerðar á einn eða annan hátt og rætt um stöðuna nú. Viðmælendur eru Leifur Dagfinnsson, Ásgrímur Sverrisson, Steve Gravestock, Elsa María Jakobsdóttir, Margrét …

Kanónur stofna félag um þáttaraðir fyrir alþjóðamarkað
Ólafur Darri Ólafsson, Hörður Rúnarsson, Birkir Blær Ingólfsson og Jónas Margeir Ingólfsson hafa stofnað framleiðslufyrirtækið Act 4 með þátttöku alþjóðlegs hóps fjárfesta. Act 4 er ætlað að framleiða norrænt sjónvarpsefni fyrir alþjóðamarkað….

ALLRA SÍÐASTA VEIÐIFERÐIN mest sótta íslenska myndin 2022
11 íslenskar bíómyndir litu dagsins ljós 2022. Aðsókn dregst saman milli ára. Allra síðasta veiðiferðin er vinsælasta íslenska kvikmynd ársins.

Svona er ráðningarferli forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar
Þessa dagana stendur yfir ráðningarferli nýs forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Kvikmyndaráð og sérstök hæfnisnefnd koma að ferlinu en endanleg ákvörðun er í höndum ráðherra. Klapptré fór yfir ferlið með Skúla Eggert Þórðarsyni ráðuneytisstjóra…

Fimmtán sækja um stöðu forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands
Alls bárust 15 umsóknir um embætti forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Umsóknarfrestur rann út þann 12. desember síðastliðinn. Skipað verður í embættið til fimm ára frá 18. febrúar 2023.

Dregið úr fyrirhuguðum niðurskurði Kvikmyndasjóðs
Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir að stefnt sé að því að draga úr fyrirhuguðum niðurskurði til Kvikmyndasjóðs um 250 milljónir króna.

Gaukur Úlfarsson ráðinn stjórnandi dagskrár- og heimildamyndadeildar Sagafilm
Gaukur Úlfarsson hefur verið ráðinn til að leiða dagskrár- og heimildamyndadeild Sagafilm.

Auglýst eftir forstöðumanni Kvikmyndamiðstöðvar Íslands
Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur auglýst eftir umsóknum um stöðu forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Kvikmyndamiðstöð blæs til ráðstefnu um þróun barnaefnis og kvikmyndalæsis
Kvikmyndamiðstöð Íslands blæs til ráðstefnu dagana 27.-28. október þar sem margrómaðir fræðimenn, framleiðendur og þróunarstjórar beggja vegna Atlantsála veita leiðsögn og innsýn í þróun og framleiðslu barnaefnis.

Stockfish auglýsir eftir framkvæmdastjóra
Stjórn Stockfish kvikmyndahátíðarinnar hefur auglýst eftir framkvæmdastjóra hátíðarinnar.

Leifur B. Dagfinnsson: Algert bull og vitleysa að við séum að taka frá iðnaðinum
Leifur B. Dagfinnsson framkvæmdastjóri True North er í viðtali við Morgunblaðið í dag um verkefnið True Detective.

Bandalag íslenskra listamanna gagnrýnir niðurskurð harðlega
Bandalag íslenskra listamanna hefur skilað umsögn til fjárlaganefndar Alþingis um frumvarp til fjárlaga árið 2023. Þar segir að verulega sé gengið á sjóði menningar og listsköpunar í fjárlögum, listamannasjóðirnir séu skornir niður sem nemur á bilinu 5…

Gangið ekki á grasinu
Dagana 7.-9. desember fer fram námskeið í Reykjavík um sjálfbærni í kvikmyndagerð. Green Film og Torino Film Lab standa fyrir námskeiðinu, í samstarfi við Creative Europe, Kvikmyndamiðstöð Íslands, Íslandsstofu og Film in Iceland.

Lilja skoðar að draga úr niðurskurði til Kvikmyndasjóðs
Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra segir í viðtali við fréttastofu RÚV að hún sé að skoða hvernig sé hægt að tryggja að innlend kvikmyndaverkefni sem þegar eru komin af stað stöðvist ekki.

Margt af lykilfólki bransans ræðir stöðu og horfur í kvikmyndagreininni
Ýmislegt af því sem fram kemur í niðurlagi lokaþáttar Íslands: bíólands vísar til stöðunnar þessa dagana.

Groundhog Day íslenskrar kvikmyndagerðar
Af umfjöllun Klapptrés um 40% niðurskurð Kvikmyndasjóðs árið 2014 má glöggt sjá að gagnrýni bransans sem og svör stjórnmálamanna eru afar kunnugleg.

Lilja Alfreðsdóttir á Eddunni: Lofa að gera allt sem ég mögulega get
Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra afhenti heiðursverðlaun ÍKSA og kynnti framlag Íslands til Óskarsins á Edduverðlaununum í gærkvöldi. Hún byrjaði á því að ávarpa kvikmyndabransann í tengslum við þann mikla niðurskurð á Kvikmyndasjóði sem boðaður e…

Þegar stjórnvöld sigruðu menninguna
Hvernig þriðjungs niðurskurður Kvikmyndasjóðs er áframhaldandi vöxtur íslenskrar kvikmyndagerðar og sérstakar ívilnanir til erlendra stórverkefna er glæsilegur sigur íslenskrar menningar.

Stjórn SÍK harmar niðurskurð í fjárlögum og lýsir yfir vonbrigðum með ummæli ráðherra
SÍK, Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurskurðar Kvikmyndasjóðs.