Tilnefning: Þann 31. mars var tilkynnt um 15 tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2022 með athöfn í Borgarbókasafninu í Grófinni. Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum: flokki frumsaminna barna- og ungmennabóka, flokki þýddra barna- og ungmennabóka og flokki myndlýsinga í barna- og ungmennabók. Skrímslaleikur eftir Áslaug Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal var tilnefnd til verðlaunanna […]
book illustrations
Ljóslifandi leikhús! | Monster Visit in Norway
Skrímsli í heimsókn! Stóra skrímslið, litla skrímslið og loðna skrímslið hittu norskar fjölskyldur um síðustu helgi þegar Adele Duus frumsýndi leikþáttinn „Monsterbesøk“ sem byggður er á samnefndri bók, eftir okkur þríeykið sem höfum í sameiningu samið bókaflokkinn um skrímslin svörtu. Leikritið var flutt utandyra og skrímslin stóðu sig með prýði, þrátt fyrir óveðrið sem gekk yfir […]
Gleðileg jól 2021! | Season’s Greetings!
JÓL 2021! Kæru lesendur síðunnar og vinir nær og fjær: Gleðileg jól! Hjartans þakkir fyrir góðar viðtökur á nýju bókinni okkar, Skrímslaleik. Njótið hátíðanna í ást og friði!
HAPPY HOLIDAYS! Dear readers and friends near and far: I wish …
Skrímslaleikur – fleiri ritdómar | Monster Act – more reviews
Skrímsli á bak við grímur: Á vef Bókmenntaborgarinnar er ljómandi fínn bókadómur um Skrímslaleik. Þar fjallar Kristín Lilja um myndabækur sem koma út hjá Forlaginu, Dimmu og AM forlagi og lesa má hér með því að fara á síðuna Bókmenntaumfjöllun. „Myndir Áslaugar Jónsdóttur eru, eins og hinum bókunum, litríkar og skemmtilegar. Persónueinkenni hverrar persónu kjarnast […]
Skrímslaleikur – bókadómur í Morgunblaði | Monster Act – a four star review
Bókadómur: Fyrir nokkru birtist í Morgunblaðinu dómur um Skrímslaleik, nýjustu bókina í bókaflokknum um skrímslin. Þar fer Sólrún Lilja Ragnarsdóttir lofsamlegum orðum um efni og innihald: „Dularfull skrímsli. … Líkt og fyrri bækur um skrímslin er Skrímslaleikur skemmtilega myndlýst af Áslaugu Jónsdóttur. Myndirnar fanga vel augu yngstu lesendanna sem sjá alltaf eitthvað nýtt og spennandi í […]