Áslaug Jónsdóttir

Bókadómur – til minnis: | Book review

16. júní 2023

Bókadómur: Í byrjun júnímánaðar birtist í Morgunblaðinu prýðilegasti bókadómur eftir Einar Fal Ingólfsson um ljóðabókina til minnis:. Í fjölmiðlaeklunni er gleðiefni að fá góða umfjöllun og jákvæða umsögn!  Book Review: At the beginning of June, the Morgunblaðið newspaper published a splendid book review about my book of poetry: til minnis: (The title could be translated as “memo:”or “to […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Áslaug Jónsdóttir

Orð um bók | On the radio

1. maí 2023

Orð um bækur: Í vikulegum bókmenntaþætti er útvarpskonan Jórunn Sigurðardóttir óþreytandi í að kynna margvíslegar bókmennir, með viðtölum við höfunda, upplestri og umfjöllun. Í síðasta þætti, sunnudag 30. apríl, fjallaði Jórunn meðal annars um ljóðbókina til minnis: og fékk mig til að lesa nokkur ljóð. Þættir Jórunnar, Orð um bækur, eru á RÚV, Rás 1 og […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Bókasmygl

Klefi nr. 6: „Kæliskápur Guðs“

25. apríl 2022

„Glansandi teinarnir flytja okkur í kæliskáp Guðs,“ segir Vadím við finnska stúlku þegar þau hittast fyrst. Klefi nr. 6 eftir Rosu Liksom fjallar um ferðalag þeirra með Síberíulsestinni um Sovétríkin á níunda áratug síðustu aldar, síðasta áratug Sovétríkjanna. Stúlkan þarf sem sagt að deila klefa með ruddalegum miðaldra verkamanni alla leið frá Moskvu til Mongólíu. […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Björn Halldórsson

Bækur verða til

4. apríl 2022

Í nýjasta bókasmyglinu fáum við Björn Halldórsson rithöfund til að segja okkur aðeins frá því hvernig bók verður til, hvernig rithöfundaferill byrjar og hvernig hann vinnur. Hann rifjar upp ritlistarnám í Bretlandi og útgáfuferlið, auk þess að ræða aðra höfunda eins og Elizabeth Strout og Elenu Ferrante. Björn sendi frá sér smásagnasafnið Smáglæpi árið 2017 […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Adolf Hitler

Merking

14. mars 2022

Merking eftir Fríðu Ísberg er umfjöllunarefni Menningarsmygls níunda þáttar Menningarsmygls, en hún vann nýlega Fjöruverðlaunin í hópi skáldverka. Bókin er margradda saga sem fjallar um nálæga framtíð þar sem samkenndarpróf stýrir flestum sviðum lífsins og er á leiðinni í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar bókin byrjar. Við sjáum þennan heim  ýmist með augum hins unga Tristans, sem neitar […]

Hljóðskrá ekki tengd.
A Clockwork Orange

Samfélag fellur á samkenndarprófi

13. mars 2022

Við lestur Merkingar finnst manni oft eins og að nýjasta netstríðið hafi farið algjörlega úr böndunum og niðurstaðan sé hið dystópíska samfélag sem lýst er í bókinni. Eins og maður sé fastur í Kveik-þætti eða heiftúðugri netumræðu um #metoo, Covid-bólusetningar, slaufunarmenningu eða næsta bitbein samfélagsmiðlanna – og það er til marks um styrk sögunnar að […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Afganistan

Bjarmalönd

5. mars 2022

Nú þegar styrjöld geysar í Úkraínu er tímabært að ræða Bjarmalönd eftir Val Gunnarsson, en þetta er ferðasaga með djúpu sagnfræðilegu ívafi um Úkraínu, Rússland og önnur fyrrum Sovétlönd, gefin út aðeins tæpu ári fyrir átökin sem geysa nú – og er því prýðileg bakgrunnsbók fyrir þá sem vilja glöggva sig betur á rótum styrjaldarinnar. […]

Hljóðskrá ekki tengd.
60 kíló af kjaftshöggum

Kóperníka

6. febrúar 2022

Kóperníka eftir Sölva Björn Sigurðsson er aðalumræðuefni fjórða þáttar Menningarsmygls, en bókin ber undirtitilinn „Skáldsaga um morð, ást og viðurstyggð.“ Hún fjallar um íslenska stúdenta í Kaupmannahöfn árið 1888 og röð morðmála sem einn þeirra, Finnur Kóperníkus, er að rannsaka. Við sögu koma ragettur og kirkjugarðar, nýlegar uppfinningar á borð við grammafóna og myndavélar sem […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Bókasmygl

Jólabókaflóð og ritlaun

24. janúar 2022

Jólabókavertíðinni er lokið – en hversu gjöful var hún? Við fengum Soffíu Auði Birgisdóttur og Gauta Kristmannsson til að ræða flóðið, en bæði eru mikilsvirkir bókmenntagagnrýnendur og bókmenntafræðingar, en Gauti flytur gagnrýni í Víðsjá á Rás 1 og Soffía Auður skrifar á vefinn skáld.is. Auk þess verður aðeins rætt um ritlaun sem og þýðingar, en […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Aprílsólarkuldi

Bókmenntaverðlaunaspá Menningarsmyglsins 2020

2. desember 2020

Einu sinni var ég helvíti góður að giska á íslensku bókmenntaverðlaunin. Það var þegar ég vann í bókabúð og maður fór að sjá sýnir með gulum miðum á vissum bókum, enda alþekkt að enginn er ráðinn í alvöru bókabúð sem ekki er líklegur til að mynda yfirskilvitleg tengsl við allar bækurnar, líka þær sem viðkomandi […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Bókmenntir

Er hægt að þekkja einhvern í alvörunni?

16. september 2020

Ég er að hugsa um að enda þetta. Þetta hvað? Þetta líf, þetta samband? Svarið við því er breytilegt í gegnum bókina, sem segir manni kannski að af einhverjum ástæðum séu bæði svörin nátengd. En allavega; við erum stödd í bíl með þeim Jake og … kærustunni hans. Hún er aldrei nefnd á nafn, en […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Bókasafn föður míns

Fjórðungi bregður til bókasafns

19. maí 2020

Bókasafn föður míns: sálumessa er titill þrunginn meiningu, en fyrir lesanda er kannski fyrsta spurningin: er hún um bókasafnið eða pabbann? Svarið er einfaldlega bæði, sem er vafalaust fullnægjandi svar fyrir þau okkar sem höfum reynslu af bæði föðurmissi og rækilegri grisjun bókasafns. Það sem er sérstakt við sögu Ragnars Helga er aðallega hvað þetta […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Bókmenntir

Proust-prófið: Einar Falur Ingólfsson

9. maí 2020

Einar Falur Ingólfsson er ljósmyndari, menningarritstjóri, rithöfundur og kennari fæddur árið 1966. Hann er búsettur í Reykjavík en ólst upp í Keflavík og gekk í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Einar fór snemma að fást við ljósmyndun og var kominn í öflugt lið ljósmyndara Morgunblaðsins um miðjan 9. áratug síðustu aldar. Meðfram störfum sínum sem fréttaljósmyndari lauk Einar […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Bókmenntir

Proust-prófið: Anna Margrét Björnsson

1. maí 2020

Anna Margrét Björnsson er menningarblaðakona, rithöfundur og tónlistarkona, fædd árið 1972 í Stokkhólmi. Hún varði fyrstu árum sínum í sænsku höfuðborginni en ólst einnig upp í Lundúnum, Bonn og í Reykjavík. Anna stundaði háskólanám við University College í Lundúnum en þaðan lauk hún prófi í enskum bókmenntum. Hún hefur starfað sem blaðakona í rúma tvo áratugi, […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Berlín

Proust-prófið: Halldór Armand

28. apríl 2020

Halldór Armand Ásgeirsson er rithöfundur og pistlahöfundur sem er allajafna búsettur í Berlín, höfuðborg Þýskalands. Hann er fæddur árið 1986, gekk í MH og fór í lögfræði í Háskóla Íslands að stúdentsprófi loknu. Á námsárunum starfaði hann sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu og skrifaði þá einnig leikritið Vakt sem var sýnt í leikhúsinu Norðurpólnum árið 2010.  […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Bókmenntir

Úkraínskir úlfar

22. apríl 2020

Bandaríski rithöfundurinn Paul Auster er í sóttkví en notaði tækifærið og rifjaði upp ferð til Úkraínu haustið 2017 og birti þessi minningarbrot á LitHub fyrir skemmstu. Auster átti erindi til Lviv, þeirrar gullfallegu pólsku borgar – en hún er rétt við landamærin og þessi vestasti hluti Úkraínu hefur verið til skiptis pólskur, þýskur, austurrískur, úkraínskur […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Akureyri

Proust-prófið: Kött Grá Pje

15. apríl 2020

Atli Sigþórsson er sagnfræðingur, rappari og rithöfundur sem býr í Reykjavík. Hann er fæddur árið 1983, er alinn upp norðan heiða og gekk í Menntaskólann á Akureyri. Atli, sem er með gráður í bæði sagnfræði og í ritlist frá Háskóla Íslands, er líklega betur þekktur undir listamannsnafninu Kött Grá Pje, sem mun vera vísun í […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Bókmenntir

„Hinum ríku er alltaf hyglt“

14. apríl 2020

Tveir franskir rithöfundar, þær Leïla Slimani og Marie Darrieussecq, ákváðu að bregða sér í sumarbústað, rétt tímanlega áður en lokað var fyrir slíkt. Báðar eru nokkuð frægar í heimalandinu, nógu frægar til að fá að skrifa dagbækur úr kófinu, önnur fyrir Le Monde og hin fyrir Le Point. Prýðileg hugmynd, ekki satt, að rithöfundar noti […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Bókmenntir

Proust-prófið: Sigríður Hagalín Björnsdóttir

3. apríl 2020

Sigríður Hagalín Björnsdóttir er fréttamaður og rithöfundur frá Reykjavík. Hún er fædd árið 1974, gekk í Menntaskólann í Reykjavík og nam sagnfræði og spænsku við Háskóla Íslands. Sigríður hefur einnig búið í Salamanca á Spáni þar sem hún var í skiptinámi, í New York-borg þar sem hún stundaði framhaldsnám í blaðamennsku við Columbia-háskóla, og í […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Bókmenntir

Proust-prófið: Haukur Ingvarsson

23. mars 2020

Við lok 19. aldar nutu svokallaðar játningabækur eða játningahefti talsverðra vinsælda. Í stuttu máli var um að ræða staðlaðar spurningar á blaði, sem fólk svaraði síðan eftir bestu getu. Spurningarnar voru nokkuð persónulegar og sýndu því, eða gáfu að minnsta kosti vísbendingar um, hvað leyndist í innstu hjartahólfum fólksins sem svaraði þeim. Í raun ekki […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Bókmenntir

Framfarir

15. september 2019

Konur verða ekki lengur gjafvaxta heldur hagvaxta þær fegra sig, mennta sig, sanna sig taka í gegn, taka pláss, taka völdin en halda þó samtímis í mýktina gefa af sér, gefa börnunum, gefa blóð gefa allt að kvöldi situr eftir örmagna, hagvaxta kona með nagandi samviskubit yfir að hafa ekki gert nóg Ljóð úr væntanlegri […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Bókmenntir

Ananke: Pantun

22. júní 2019

Ég er María. Ég bý í Vantaa. Þú átt að hafa heilbrigðar skoðanir og stæltan líkama. Stykkið fer samtímis fram á tveimur plönum. Leita að jafnaldra sem stundar íþróttir, ekki undir 175 cm. Hvaða staður sem er þar sem almenningur heldur sig þjónar tilganginum. Stykkið fer samtímis fram á tveimur plönum. Ég fer með þig […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Bókmenntir

Yrsa kemur ekki á óvart: Fólk vill fá sín morð

29. maí 2019

Um Brúðuna eftir Yrsu Sigurðardóttur (1963). Veröld gefur út. 2018. 359 blaðsíður. Verkið er það fimmta í röðinni með rannsóknarlögreglumanninum Huldari og sálfræðingnum Freyju hjá Barnahúsi í aðalhlutverkum. Það fjórða kom út 2017.     Bók kemur út eftir Yrsu Sigurðardóttir. Bókin heitir Brúðan. Bókin virðist glæpasaga. Bókin er það sem hún virðist vera. Yrsa […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Afdráttarlaust

Meira

24. maí 2019

Á mörkum mennskunnar   Skáldsögunni Meira eftir tyrkneska rithöfundinn Hakan Günday verður kannski best lýst með orðinu „linnulaus“. Hún byrjar sem ein allsherjar skelfing – hinn níu ára gamli Gaza aðstoðar föður sinn Ahad við að smygla flóttamönnum til vesturlanda og fer með þá einsog níu ára drengir annars staðar leika sér með mauraþúfur – og […]

Hljóðskrá ekki tengd.