BÓKVERK: Bókverkamessan í Reykjavík, RABF – Reykjavík Art Book Fair, verður haldin dagana 30. mars til 2. apríl í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Við ARKIR verðum þar og kynnum verk okkar. Meðal annars verðum við með nýja sameiginlega bókverka-möppu, í 20 árituðum eintökum. Allt ólík verk sem þó tengjast að innihaldi. Þar verður heftið mitt […]
bókaútgáfa | book release
TMM – kápa og ljóð | Cover illustration and poetry
Ljóð og mynd: Nú á dögunum kom út fyrsta hefti Tímarits Máls á menningar á árinu 2023. Ég á kápumyndina og þrjú ljóð í heftinu. Ég ætla að leyfa mér að mæla með ritinu sem birtir margvíslegt efni: smásögur, ljóð, gagnrýni og pistla. Á tímum athyglisbrests, eða til dæmis á ferðalögum, hefur TMM oft reynst mér […]
Skrímsli í myrkrinu – í Japan | Monsters in the Dark – in Japanese
Skrímslafréttir! Myndabókin „Skrímsli í myrkrinu“ hefur verið seld til Japans. Forlagið Yugi Shobou gefur út og væntir þess að titillinn, まっくらやみのかいぶつ, komi út 1. desember. „Skrímsli í myrkrinu“ er önnur bókin úr bókaflokknum um skrímslin sem kemur út í Tokyo, en „Stór skrímsli gráta ekki“ kom út fyrr á árinu undir titlinum おおきいかいぶつは なかないぞ!Sjá nánar á […]
Bókverk hjá Handverki og hönnun | Book art exhibition
BÓKVERK: Minn góði listahópur ARKIR opnaði á dögunum sýningu á bókverkum, textílbókverkasýninguna SPOR EFTIR SPOR, en þar teflum við saman verkum sem tengjast á einhvern hátt þráðlistinni. Sýningin er framhald af samvinnu- og sýningarverkefninu SPOR | TRACES í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi, 2020-2022, en þar sýndu ARKIR bókverk ásamt erlendum gestum. Það verkefni má kynna sér […]
Skrímsli í bókagleði | Poster monsters!
Skrímslin í Danmörku: Litla skrímslið og stóra skrímslið hafa víða um veröld ratað og nú inn á veggspjald með ýmsum karakterum og fígúrum úr klassískum barnabókmenntum. Veggspjaldið á rætur að rekja til danska verkefnisins „BOGglad“ sem var sett á fót til að ýta undir endurnýjun á barnabókakosti í bókasöfnum, á leikskólum, frístundaheimilum og félagsheimilum, – […]
Skrímslin í Japan | Big Monsters Don’t Cry in Japanese
Skrímslafréttir! Fyrir um ári var undirritaður samningur við lítið útgáfufyrirtæki í Tokyo um útgáfu á bókinni „Stór skrímsli gráta ekki“. Nú hefur forlagið Yugi Shobou kunngjört um útgáfudag, en þann 15. júlí kemur bókin út í Japan undir titlinum おおきいかいぶつは なかないぞ!Við skrímslahöfundar fögnum því að hinar ýmsu bækur úr bókaflokknum um skrímslin svörtu hafa nú […]