Bókasmygl

Klefi nr. 6: „Kæliskápur Guðs“

25. apríl 2022

„Glansandi teinarnir flytja okkur í kæliskáp Guðs,“ segir Vadím við finnska stúlku þegar þau hittast fyrst. Klefi nr. 6 eftir Rosu Liksom fjallar um ferðalag þeirra með Síberíulsestinni um Sovétríkin á níunda áratug síðustu aldar, síðasta áratug Sovétríkjanna. Stúlkan þarf sem sagt að deila klefa með ruddalegum miðaldra verkamanni alla leið frá Moskvu til Mongólíu. […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Björn Halldórsson

Bækur verða til

4. apríl 2022

Í nýjasta bókasmyglinu fáum við Björn Halldórsson rithöfund til að segja okkur aðeins frá því hvernig bók verður til, hvernig rithöfundaferill byrjar og hvernig hann vinnur. Hann rifjar upp ritlistarnám í Bretlandi og útgáfuferlið, auk þess að ræða aðra höfunda eins og Elizabeth Strout og Elenu Ferrante. Björn sendi frá sér smásagnasafnið Smáglæpi árið 2017 […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Adolf Hitler

Merking

14. mars 2022

Merking eftir Fríðu Ísberg er umfjöllunarefni Menningarsmygls níunda þáttar Menningarsmygls, en hún vann nýlega Fjöruverðlaunin í hópi skáldverka. Bókin er margradda saga sem fjallar um nálæga framtíð þar sem samkenndarpróf stýrir flestum sviðum lífsins og er á leiðinni í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar bókin byrjar. Við sjáum þennan heim  ýmist með augum hins unga Tristans, sem neitar […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Afganistan

Bjarmalönd

5. mars 2022

Nú þegar styrjöld geysar í Úkraínu er tímabært að ræða Bjarmalönd eftir Val Gunnarsson, en þetta er ferðasaga með djúpu sagnfræðilegu ívafi um Úkraínu, Rússland og önnur fyrrum Sovétlönd, gefin út aðeins tæpu ári fyrir átökin sem geysa nú – og er því prýðileg bakgrunnsbók fyrir þá sem vilja glöggva sig betur á rótum styrjaldarinnar. […]

Hljóðskrá ekki tengd.
60 kíló af kjaftshöggum

Kóperníka

6. febrúar 2022

Kóperníka eftir Sölva Björn Sigurðsson er aðalumræðuefni fjórða þáttar Menningarsmygls, en bókin ber undirtitilinn „Skáldsaga um morð, ást og viðurstyggð.“ Hún fjallar um íslenska stúdenta í Kaupmannahöfn árið 1888 og röð morðmála sem einn þeirra, Finnur Kóperníkus, er að rannsaka. Við sögu koma ragettur og kirkjugarðar, nýlegar uppfinningar á borð við grammafóna og myndavélar sem […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Bókasmygl

Jólabókaflóð og ritlaun

24. janúar 2022

Jólabókavertíðinni er lokið – en hversu gjöful var hún? Við fengum Soffíu Auði Birgisdóttur og Gauta Kristmannsson til að ræða flóðið, en bæði eru mikilsvirkir bókmenntagagnrýnendur og bókmenntafræðingar, en Gauti flytur gagnrýni í Víðsjá á Rás 1 og Soffía Auður skrifar á vefinn skáld.is. Auk þess verður aðeins rætt um ritlaun sem og þýðingar, en […]

Hljóðskrá ekki tengd.