Fullt af allskonar í gangi fyrrihluta dags en allt stefnir í rólegheit og stórgóða innivist í sólinni. Ég þræla drengnum út að vanda, það þarf að ryksuga og fara út með dósir, rusl og plast-pappír til að fá vasapeningana. Svona er nú grimmdin miki…
Bloggar
Reiptog eða reipitog og tatnrafélag okkar Skagafólks
Eitthvað hefur útliti mínu hrakað fyrst bílstjórinn hleypti mér inn að aftan í innanbæjarstrætó í gær. Eftir klipp og lit síðast var það að framan, munið! Það sparaði mér hellingstíma að taka strætó niður í bæ, á málverkasýningu barna úr Grundaskóla se…
Móðgandi ættingi og óvæntar pöntunarraunir
Símtal í gær kom mér í talsvert uppnám, ekki bara af því að það var frá einhverju karlkyns og mögulega spennandi sem það var ekki af því að þetta var skyldmenni. Ekki Davíð frændi, hann myndi ekki dirfast, og eftir að hafa spurt um sameiginle…
Sumar í lofti og langbestu megrunarráðin
Þessa morgnana vakna ég fyrir allar aldir við skræki, öskur og garg, og fer samstundis í sumarskapið, árlegu vorferðalög skólanna í fullum gangi, svo eru það hljóðin úr sláttuvélunum því hér vex allt frekar hratt … orðið langt síðan lóan he…
Bestu póstnúmerin og þau verstu …
Á útvarpsstjörnuárunum á síðustu öld fékk ég oft skemmtilegt og áhugavert fólk í viðtal, t.d. einu sinni talnaspeking. Hann glotti út í annað þegar ég spurði hann út í póstnúmer, hvort þau segðu eitthvað merkilegt um fólki…
Megrandi sælgæti og svarta fjallið kvatt
Eitt af því sem ég sá (í fyrsta sinn) og keypti í Krónunni í fyrradag var Atkins-nammi, verulega bragðgott, alla vega karamellubitarnir og enginn sykur. Drengurinn spurði strákinn á kassanum: „Hefur þú prófað svona orkubita?“ Áður en hann n…
Ofnæmi fyrir fíflum …
Nýútskrifaði fangavörðurinn lofaði í gær að ef svo fáránlega vildi til að ég lenti í steininum, einhver lygi upp á mig glæp, launráðum, landráðum, meinsæri eða njósnum myndi hann sýna mér sérlega mikla náð og miskunn. Ég fengi að stofna klíku og s…
Að þekkja rétta fólkið …
Í dag er H-dagurinn sem ég hef haldið upp á í rúmlega 50 ár með ýmsum hætti. Yfirleitt koma blöðrur og kaffi við sögu. Svo sem enginn sérstakur gleðidagur þar sem ég keyri ekki en mér finnst að maður eigi að halda upp á sem flest, held alltaf upp …
Óvænt uppgötvun, náttúrulífshryllingur … og mótmæli
Sökum þreytu og leti í gær eftir að hafa eldað enn eina dýrindis máltíðina (frá ER) leyfði ég mér að horfa á tæplega þrjá eða fjóra þætti af Silent Witness. Sjónvarp er að koma aftur inn í tilveruna, hægt og rólega, svona ef ég nota letina, fjarstýring…
Skjálftaæfingar og spennandi kakóathafnir
Ég var í stöðugu taugaáfalli fyrst eftir að ég fékk nýju kattaklóruna sem kettirnir elska. Sjá mynd á næstunni … Kattaklóran stendur fast upp við skrifborðið mitt og ef köttur lá þar og hreyfði sig, klóraði sér eða stökk niður á gólf með lá…
Sætur Skeifuköttur og stórkostleg samsæriskenning
Við stráksi tókum 13.15-strætó frá Akranesi í gær og hittum á nýjan bílstjóra. Leið 57 er fræg fyrir að hafa eina bestu (sætir og geðgóðir) bílstjóra landsins og þessi nýi var engin undantekning. Hann heilsaði öllum svo fallega og þegar ung stúlka sem …
Ósætti hjá veðurfræðingum og pínku nöldur
Við stráksi ætlum í stutta bæjarferð á morgun. Veit ekki alveg hvaða yfirhöfn á við. Spurning um þrjár; regnkápu úr Lindex, hlýja MichelinMan-úlpu keypta í USA fyrir nokkrum árum (sér eki á henni) eða ofsahlýja niðurfyrirhné-síða MichelinMan-úlpu sem é…
Þrá eftir gegnsæjum svölum og dularfulli flokkurinn
Ég var að fá sendar myndir úr kosningapartíi sem ég man eiginlega ekkert eftir að hafa farið í. Rokkflokkurinn, X-R, sem bauð fram mjög leynilega, svo mjög að aðeins útvöldum var boðið að koma á kosningavökuna. Flokkurinn var skráður á kjörseðil með ós…
Afmælisveisluæfing og kökubjargvætturinn
Mér líður eins og ég hafi átt afmæli í dag og fengið fjölda fólks í heimsókn. Veitingar og fínirí. Þetta gerðist allt í dag nema ég átti ekki afmæli. Vinkona mín hélt utan um ferð Oddfellow-kvenna upp á Skaga og ég gerðist einhvers konar leiðsögukona á…
Komin í hundana og Slava Ukraine
Þetta hefur verið ansi hreint spennandi dagur og viðburðaríkur. Eins og besta partí – samt missti ég af jarðskjálftanum, var of mikið á ferðinni. Stundum er það hreinlega slæmt …
Allt hófst með fyrstu kynnum okkar Parísar sem er nok…
Bæjarferð, Íslykilsbull og tæknisauðsháttur
Skemmtilegur dagur í bænum í dag og alveg þess virði að vakna klukkan níu, taka strætó 10.15 og vera komin í Mjódd kl. 11.09 – næsti komutími þangað ekki fyrr en kl. 15.09 sem er ansi seint ef á að heimsækja mömmu sína klukkan 14. Við fjölsystrum í afm…
Norræna ósýnileg, stórfengleg umbreyting og afmælisbörn
Umbreytingin í gær varð gríðarleg, ég þekkti mig ekki í speglinum eftir klipp og lit, og var hleypt inn að framan í innanbæjarstrætó. Hélt að það tengdist minnkandi covid-smitum en gaurinn sem kom inn við Vallholt þurfti að gjöra svo vel að fara inn um…
Heimsókn eftir hálfa öld
Ég fékk stórmerkilegt heimboð nýlega og þáði það um ellefuleytið í morgun. Þess virði að vakna snemma í fríinu sínu … Í fyrsta sinn í rétt rúm 50 ár sá ég æskuheimili mitt. Strax á leið upp tröppurnar fór ég að söngla Those were the days, my fri…
Hugljómun og höfnun
Mynd – eða það gerðist ekki, segir fólk stundum. Núna síðast tengdist það svartsokkafjalli Himnaríkis, og ég birti með glöðu geði myndina sem ég sendi Ellen frænku nýlega til að biðja hana um að koma upp á Skaga og hjálpa mér að para svarta sokka …
Lukkudýr ÍA og svartsokkaraunir
Ljómandi fínni helgi að ljúka þar sem glímt var meðal annars við lágt þvottafjall sem ég sigraði á stuttum tíma, nema sokkana. Þeir eru allir svartir (mínir) og þess vegna bara hægt að para þá í dagsljósi (veit einhver annars hvar maður fær svona skurð…
Matarvesen tískudrósar
Galito-ferðin gekk bara ágætlega, þannig séð, og hjálplega ljúfa stúlkan sem þjónaði okkur verður okkur eflaust eilíflega þakklát fyrir alla þessa ókeypis hreyfingu sem við veittum henni með pöntunum okkar. Hilda pantaði t.d. girnilegt kjúklingadæmi en…
Lærdómsrík sturtuferð og heillandi píparar
Einn mest spennandi dagur síðustu ára var í dag. Mikið að gera við tölvuna og ekki séns á morgunsturtu fyrir manneskju sem hefði átt að fara ögn fyrr á fætur. Ekki gekk það heldur í hádeginu því það gafst bara tími til að hlaupa ofsahratt fra…
Greinarmerkjasetning sem bjargar
Sérdeilis ljómandi páskar – mikið lesið og meira að segja gist yfir nótt á höfuðborgarsvæðinu. Strætó var svo mikið yndi að ganga (keyra) yfir páskana sem gerði okkur stráksa kleift að fara í bæinn á páskadag.
Í einni bókinni virðist s…
Frekar á ísjaka en blómabrekku
Sonur minn hefði orðið 42 ára í dag. Háaldraður, að eigin mati, en Einar dó þegar hann átti þrjá mánuði í að verða 38 ára. Ég sakna hans alla daga en afmælisdagar hans (og dánardagur) hafa verið miserfiðir síðan, eitthvað sem ég ræð hrei…
Að selja kaffi með geymslubragði …
Ljómandi góðri helgi lokið, fermingarveisla og allt. Og jú, fínustu afgangar fengu að fljóta með á Skagann … bílfar heim. Og ekki veitti af. Varla pláss í strætó fyrir allt farteskið sem fylgdi okkur stráksa – eftir óvæntan laugardagsverslu…
Að hugsa loksins sjálfstætt …
Fólk er alveg brjálað yfir sölu á einhverjum banka … ég trúi alveg manninum sem segist ekki hafa vitað að pabbi hans hefði keypt. Ekki datt mér í hug síðast þegar ég hitti mömmu að spyrja hana út í fjármál hennar eða kaup á fyrirtækjum. Svo er ekkert…
Bill Gates lét mig gera það
Þroski minn hefur tekið risastökk upp á við síðustu misserin. Ég áttaði mig á því um helgina þegar fréttamaðurinn í sjónvarpinu sagði: „Við vörum við myndum sem …“ og ég hélt bara áfram að gera það sem ég var að gera í stað þess…
Aprílgabb Himnaríkis og fyrsta ER-klúðrið
Fundur hjá ónefndri vegagerð norðarlega á hnettinum:
Nonni: Við verðum eitthvað að gera til að fjölga farþegum á landsbyggðinni, það er svo mikill taprekstur á strætó eftir covid. Ef við ætlum að skila einhverjum arði …
Sigga: Reynum…
Fyrsti í viftu og covid-vinaleysi
Fyrsti í viftu var í dag, hitinn nánast óbærilegur undir stórum suðurglugga Himnaríkis, vissulega var ég nýkomin úr vermandi sturtu og klædd í þykka ísbjarnarsloppinn sem ég keypti í Costco í Washington-ríki USA fyrir löngu. Ha…
Að sjá í gegnum BB …
Ég hef iðulega getað séð í gegnum hlutina, samsæri, blekkingar og annað slíkt. Góð greind úr bæði móður- og föðurætt hefur fleytt mér langt, nema kannski vinnulega séð ef ég tek dæmi um auglýsingastofur sem hafa ekki, fáránlegt nokk, þús…