Þjóðfélagið logar kannski ekki út af þessu en ýmsir kaupmenn hafa hvatt til styttri opnunartíma verslana og fyrirtækja sem „væri svo ótrúlega sniðugt“ fyrir okkur landsmenn, myndi ábyggilega minnka streitu og annað slíkt. Ég er orðin s…
Bloggar
Yfirgefinn við ræðupúltið
Breytingar í bókum svo þær verði kórréttar og í takt í tímann hafa farið misvel í fólk. Ekkert meira: „Þeir“ í löggunni (þótt lögreglustjórinn í bókinni hafi verið kvenkyns) og svo framvegis. Það er sennilega það meinlausasta. Annars&nb…
Játningar lúxusgellu og hverjir voru hvar …
Ýmislegt leggur maður á sig til að komast í réttu flugferðina með rétta fólkinu til Manchester á leið sinni til Liverpool, eins og núna um páskana. Vélin var sennilega nánast full þegar vér systur og stráksi ákváðum að koma með, svo systir mín sem…
Kraftaverkahálsmen og hugumstórar helgarpælingar
Nýlega lauk ég við að hlusta á skemmtilega bók á Storytel en um miðbik hennar rak ég mig þó á slæm mistök sem lögreglan gerði og var þar með komin með sterkan grun um hver væri morðinginn. Þótt sú myrta hafi svarað í dyrasíma og skömmu áður o…
Fínasta páskaferð og ástæður ógiftelsis
Páskarnir í ár voru öðruvísi en allir aðrir páskar, enda fórum við stráksi ásamt ættingjagengi í fótboltaferð til Liverpool, ferð þar sem aðeins 2/5 gengisins auðnaðist að vera á Anfield til að sjá Liverpool rústa Arsenal 2-2. Við Hilda og stráksi…
Þú hefur verið fryst …
Húsfundurinn árlegi var haldinn í síðustu viku en það tekur mig sífellt lengri tíma að jafna mig eftir þessa mergjuðu fundi sem eru hámark alls skemmtanalífs míns ár hvert. Ekki að rækjusalatið og hraunbitarnir fari illa í okkur en mögulega það sem ren…
Rómantískur stjórnarfundur og góð kaup á fjalli
Riddari húsfélagsins er ein af fjölmörgum nafnbótum mínum og svo höldum við formaður og gjaldkeri fundina okkar þriggja oft hér í Himnaríki, eins og til dæmis í gær. Ég vissi auðvitað að kettirnir myndu heilsa upp á meðstjórnendur mína en kannski …
Opin rými andskotans
Afsakið orðbragðið en að máli málanna: Það þykir víst afar truflandi fyrir einbeitingu og sköpun að vinna í opnu rými og ég er hjartanlega sammála því. Einhverjir hafa góð heyrnartól á eyrunum til að lifa það af, aðrir ná einhvern veginn að loka á…
Heilaþvottur í íslenskukennslu … múahahaha
Síðasti kennsludagur var í dag eftir að hafa varið fjórum vikum með dásamlegum einstaklingum sem mér tókst að heilaþvo – sagði þeim að íslenska væri nú frekar auðveld miðað við svo mörg tungumál. Þau tóku miklum framförum í kjölfarið.
Dásamlegu…
Að stela afmæli … enn og aftur
„Ansi hef ég komið illa undan vetri,“ kvartaði ég við eina af systrum mínum. Hafði verið að skoða myndir af okkur systrunum, teknar í afmælisveislu stráksa um helgina. Systurnar voru nógu asskoti sætar á meðan ég minnti einna helst á vélsag…
… svo vond að hún hafði ekki auga fyrir náttúrufegurð
Mikið er ég farin að njóta þess að hlusta á sögur í gegnum Storytel og mikið svakalega skiptir miklu máli hvernig lesarinn er. Hann má ekki vera áhugalaus, heldur ekki áhugasamur, leiklestur er algjört eitur og getur breytt lífi manns, held ég. Eins og…
Fólkið með frasana og Ölver minnir á sig
Skagamær hef ég verið í 17 ár í þessari þriðju umferð búsetu hér síðan 1961 og nú hefur fóstursonurinn búið hjá mér í 6 ár, upp á dag. Á þessum 17 árum hef ég gert margt skemmtilegt en ansi hreint lítið um djamm hérna. Pöbbinn sem ég man ekki…
Bráðum of háöldruð fyrir myndatöku
Muna ekki hjartkærir blogglesendur mínir eftir því þegar Krabbameinsfélagið fórnaði okkur Skagakonum fyrir kannski tíu árum og vildi fá okkur til borgarinnar í brjóstamyndatöku? Einhverjar ástæður voru taldar upp, þær héldu ekki vatni, en þet…
Mosi heimsfrægur og ónýtur bolludagur
Hitti fólk frá ýmsum löndum í kvöld (Danmörku, Rússlandi, Hollandi, Litháen, Úkraínu, Bandaríkjunum og Íslandi)á Rauða kross-hittingi yfir góðum mat. Ein þeirra, frá Maine í Bandaríkjunum, já, eins og Stephen King, búsett á Akranesi með karl og krakka,…
Sjokkerandi sambandsslit og vinir okkar, Danir
„Æ, er ekki betra að vera svolítið dipló og sýna kurteisi í samskiptum, er ekki tekið meira mark á manni þannig?“ spurði ég nýlega í stuttri pásu til að horfa á „helstið“ í fréttunum.
„Bíddu, bíddu, hatar þú herbergis…
Smartríður og betlarinn í Mjódd
Endurbæturnar á Himnaríki fyrir tveimur árum breyttu mér heilmikið til hins betra þegar kemur að smartheitum á heimili. Mér fór að þykja mjög áríðandi að hafa sæmilega fallegt í kringum mig. Það þarf ekkert að kosta mikið, stundum bara nóg að fækka hlu…
Þau sem þora
Alltaf reglulega kemur einhver hressandi persóna og segist segja hlutina eins og þeir eru, ekkert rugl. Nýlega las ég ágætan pistil um sófakartöflur (næstum því mig) þar sem það var aldeilis kjaftur á viðkomandi. „Rífðu þig upp á rassgatinu …&l…
Kaffitengt kraftaverk í Himnaríki och pönnukökur
Talsverður tími er liðinn síðan úkraínska grannkona mín kom í kaffi síðast. Sonur hennar er kattahvíslarinn mikli, munið, en hann var fjarri góðu gamni í gær þegar ég bauð móður hans í kaffi. Ég átti heitt súkkulaði í potti á einni hellunni og bauð hen…
Misheppnuð slökun og önnur vandræðalegheit
Þægindahringurinn hefur hvað eftir annað verið rofinn síðustu vikur, ég er að tala um Storytel, get núorðið hlustað, ekki bara lesið rafbækur þar. Ég hef líka prófað mig áfram með að láta svæfa mig með lestri á bók, sefandi hljóðum og svo sérstakr…
Rifist um veður og grimmileg kaffihefnd
Nýlega rak ég augun í gífurlegan mun á hitastigi, frostinu sem hefur ríkt svo óralengi, á milli Kópavogs og Akraness. Ég benti systur minni á þessa mjög svo athyglisverðu staðreynd, í raun til að uppfræða hana um fjölbreytileikann sem ríkir, ekki síst …
Svefnfriður með naumindum og óþreytandi hannyrðabófar
Svefnfriður tryggður í nótt með því að slökkva á símanum, kannski eins gott því nýr aðdáandi frá því fyrr um kvöldið lét til skarar skríða. Hann er 21 ári yngri en ég sem er auðvitað ekkert verra, eins og við Madonna vitum. Í morgun fletti ég henni og …
Nýir Tycho Brahe-dagar og ástreitinn hjartaskurðlæknir
Póstnúmer eru ekki eina vesenið, eða að muna ekki eitthvað sérstakt númer, sem heldur fyrir mér vöku greinilega, heldur óhappadagar á röngu tímatali, svo ég reif mig á fætur fyrir allar aldir eftir hádegi í dag og uppfull af kaffi og kappi réðst é…
Óhappadagar, dulið ríkidæmi og besti sendillinn
Tuttugastinn rann upp í dag en enn er hér uppi jólaskraut, eða bara jólatré, hist og her sem virðast óafvitandi hafa verið eina puntið sem hlaut náð fyrir augum mínum. Þegar ég bað ástkæran sendil Einarsbúðar afsökunar á þessu jóladóti í dag, brá honum…
Naumlega sloppið við hrylingsnágranna …
Leigubílstjórinn og ég erum fínustu kunningjar eftir ferðir fram og til baka frá tannlækninum í dag. Við náðum meðal annars að tala um fjárans Hvalfjarðargöngin sem nánast eyðilögðu Akranes en hér áður fyrr störfuðu ellefu leigubílstjórar hér og við vo…
Með taxa til tannsa og lærdómsríkt ER-ár
Yfirvofandi tannlæknisheimsókn hefur valdið mér nokkrum kvíða, ekki að það þurfi að bora og deyfa, heldur er þetta bara árleg skoðun. Það er hálkan sem hræðir mig, mögulegt handleggs- eða fótbrot eða eitthvað þaðanafverra-brot. Mér fannst sam…
Dularfull spá fyrir 2023
Þar sem ég sat við vinnu mína í dag og hlustaði á meðan á Spotify-listann minn með fjölbreyttri tónlist. Drengurinn fór í Hvíta húsið (ungmennahús á Skaganum) svo ég hef Spotify í friði. Róleg lög, villt lög, nýleg og gömul lög, og allt þar á mill…
Spennandi plön fyrir áramótin
Uppi varð fótur og fit í fjölskyldunni í gær þegar ég aulaði því út úr mér að ég treysti mér ekki í bæinn yfir áramótin. Hefði þurft að fara í gær til að sleppa heilu og höldnu þangað, skildist mér á öllu og öllum. Ástæður fjarveru: arfa…
Stjörnur, löggumál, greind og ristabrauðshneyksli
Afmælisbarnið sendi mér skilaboð eftir síðustu bloggfærslu og gestirnir góðu sem ég spjallaði svo mikið við í veislunni undir jól, voru svo sem bara venjulegt fólk eins og ég og þú. Hann, þessi sem mætti í stuttbuxunum, vinnur fyrir Red Hot Chili Peppe…
Jólastemning og önnur dásamlegheit
Hátíðarstemning ríkir enn í Himnaríki, að vissu leyti. Nú hljómar rokk og ról – við vinnuna. Akkúrat núna Jethro Tull, strax á eftir Skálmöld … núna Radiohead … Er tónlist ekki dásamleg?
Í öðru afmælinu sem ég fór í skö…
Annir við djamm og hjálpsamur Portúgali
Annasöm helgi í samkvæmislífinu að baki og nú tekur alvaran við. Að gera extra-fínt í Himnaríki og fara að skreyta. Ég fór í fyrsta jólastuðið þegar ég sá gamla kórinn minn syngja í sjónvarpinu … og viti menn, ég var með þarna, þetta var 19…