Leigumarkaðurinn er villtur, alveg eins og hann var á níunda áratug síðustu aldar þegar ég flutti tíu sinnum á fimm árum. Samt var ég draumaleigjandi, gekk vel um, aldrei hávær partí, leigan borguð á réttum tíma og það allt.
Ungt par, tengist ættingja…
Bloggar
Gjörbreytt ásýnd og fleiri einnota fyrirtæki
Morgunstund gefur svo sannarlega gull í mund. Sumar litlusystur hafa stundum mögulega kannski svolítið rétt fyrir sér. Eftir að hafa dúllað mér við tiltekt eftir sturtu, frá u.þ.b. kl. 11.15-11.47, var ásýnd eldhúss Himnaríkis gjörbreytt. Það sem …
Hlegið að þrifum, furðuframburður og ómannúðlegur matur
Hálfkæfður hlátur hljómaði um Himnaríki. „Af hverju ertu að hlæja?“ spurði stráksi sem var á næstu grösum. Ég sprakk þá alveg og reyndi að útskýra að einhver nánast ókunnug hjúkrunarkona (sjá síðasta blogg) hefði heimsótt aðalsöguhetjuna og…
Hvarf heftara á ögurstundu, grisjun og gaman
Eiginlega skil ég ekkert í mér að rjúka á fætur upp úr klukkan átta í morgun. Oftast lúri ég lengur eftir að stráksi er farinn í skólann. Fór bara að raða bókhaldinu og hlustaði á sögu á meðan. Eftir nokkra ofurgóða lesara er ég orðin mjög kresin …
Ofurhreinskilinn áhrifavaldur
Ég kláraði að hlusta á hljóðbók í dag. Hef lesið hana áður en langaði að hlusta, hún er eitthvað svo dásamleg. Þegar lesarinn sagði: Þú varst að hlusta á bókina xxx, eins og alltaf kemur í lokin fannst mér endirinn ekki réttur, eitthvað sem é…
Streð, spreð og ótrúleg tæknigeta hægri kinnar
Bæjarferð var farin í gær í tilefni af ókeypis strætódegi, snöggri ferð í sumarbústað í dag og bara alls konar. Fleiri farþegar en vanalega voru um borð og í Mosó, áður sætukarlastoppistöðinni, kom inn indæli fyrrum lögreglumaðurinn af Dalvegi, og…
Mergjað húsfélag og enginn greindur hér
Nýjasti fb-hópurinn minn, Húsfélagið Skakkagerði 99, hefur fengið mig til að endurskoða líf mitt hér í Himnaríki, það er allt of rólegt hérna, finn ég, jaðrar við sálarfrið og andlegt jafnvægi, púff. Verst að ég finn Skakkagerði 99&…
Sorglegar bækur og kvikindislegt fótósjopp
Reykjavík var næstum því svona (sjá mynd) þegar ég flutti þangað í lok ágúst 1971 og hóf nám í Austurbæjarskóla. Var svo heppin að fá Jón Marteinsson sem umsjónarkennara, strangan en réttlátan. Komst að því í gær (sá á Facebook) að hann er pabbi hennar…
Matur er manns gaman
Allskonar listar hafa alltaf heillað mig, eins og listar yfir bestu bækurnar, skemmtilegustu ferðalagastaðina, bestu þetta og bestu hitt. Nýlega sá ég lista yfir bestu matargerð heims, og hann vakti sannarlega ekki lukku alls staðar. Ég bara spyr,…
Daður í finnska básnum …
Þjóðahátíð var haldin á Akranesi í gær og var afskaplega skemmtileg. Allra þjóða kvikindi nánast; Ísland, Finnland, Afganistan, Indland, Pólland, Kanada, Litháen, Ekvador, Úkraína, Kína … og fleiri og fleiri. Flestir gáfu matarsmakk. Forseti bæjarstj…
Át-helgin mikla og sönn saga af leigubílstjóra
Bæjarferð í gær með strætó kl. 17.30, sótt í Mjódd og ekið sem leið lá í lúgu á skyndibitastað. Ég hitti sem sagt akkúrat á dag þar sem systir mín bauð upp á mjög góða laukhringi og kjúklingaborgara, ekkert uppvask, allir saddir. Um kvöldið horfðu…
TheresuCharles-sjokkið og marglesinn spítalarómans
Haustlegra verður það með hverri lægðinni og nú er ein að koma að strönd Himnaríkis um helgina. Hún kemur einmitt þegar ég þarf að skreppa í bæinn til að sinna einu erindi, reyndar tveimur, það er orðið lítið eftir af kattamat, fína urinary-sjúkrafæðin…
Örlagaríkar setningar og rokkhjarta í molum
Ótrúlega fá, raunar allt of fá, ár eru síðan ég fór að meta ljóðlist að einhverju ráði, gæti verið að utanbókarstagl í skóla hafi gert mig og pottþétt fleiri fráhverfa ljóðum. Svo eitt árið barst mér í hendur ljóðabók eftir Ingunni Snædal og varð…
Hremmingar í morgunsárið
Morgunninn var ótrúlega erfiður. Stráksi gat „sofið út“ til 8.15 og þá hringdi klukkan fyrst, að vanda. Síðan átti hún að hringja á kortersfresti, til öryggis, hér er ekki sofið yfir sig. Hann elskar að fá að vera í friði (fyrir mér) frammi…
Plebbaskapur og sjónvarpsforðun
Aldrei að hlusta á of háværa tónlist, þá skaðar þú heyrnina, aldrei horfa of mikið á sjónvarp, þá verða augun í þér ferköntuð, aldrei lesa við lítið ljós, þá verður þú sjónlaus, aldrei þetta og aldrei hitt, hljómaði í eyrum okkar 78-kyns…
Fb-njósnir og eldað fyrir þjóðhöfðingja
Sumarbústaðaferðin um helgina tafði mig frá því að hlusta á fyndnu löggusöguna sem fékk svo hræðilega dóma hjá einni á Storytel. Ég ætla að reyna að klára hana í kvöld. Flissaði áðan yfir samtali einnar úr bókhaldinu hjá löggunni við yfirmann þar sem f…
Logandi netheimar og stórhættulegt þykkni …
Kettirnir hafa sýnt nýja rúminu í Himnaríki hina mestu elsku og aðdáun. Sofa þar dagana langa og það þarf sennilega að beita lagni og lymsku til að komast sjálf í ból í kvöld. Kattanammi er kjörið sem mótlymska. Rúmteppið mitt ýtir frá sér hárum og ég …
Stórskemmtilegt Suðurland í miklum vindgangi
Fimmtudagurinn fór í að verða föstudagur því okkur stráksa var boðið í ferðalag þann dag, eða í ferð sem gæti orðið að sjóferð til Eyja daginn eftir. Við komum heim núna í kvöld eftir tvær nætur í bústað en samt er ekki mánudagur á morgun! Græddum…
Óvæntur næturgestur – ævintýrarúmið
Unaðslegt var að leggjast til svefns í gær, á nýja rúminu sem kom seinnipartinn í gær. Líklega hafði ég sofið í klukkutíma, aldrei þessu vant sofnaði ég fyrir miðnætti, þegar barn í nálægri blokk gerði sig tilbúið til að koma í heiminn. Foreldrarnir hö…
Dyrabjöllufrelsun og misjafn húmor …
Dyrabjallan hringdi um ellefuleytið. Gat verið að nýja rúmið væri að koma, fjórum klukkutímum of snemma? Var þetta kannski litli krúttmolinn í næsta húsi sem ætlaði að koma í heimsókn á meðan litli bróðir kæmi sér í heiminn? Var hann ekki í l…
Af Kela, fórnum og krassandi bók …
Í gær voru komin tólf ár og einn dagur síðan Keli, fullu nafni Áskell Einarsson, flutti frá Kattholti yfir til okkar í Himnaríki. (Krummi heitir Hrafnkell og Mosi Moskell, svona ef þarf að skamma þá sem er eiginlega aldrei). Keli og Sokki, hinn kettlin…
Plat og prettir og þetta „eina“ sem karlar vilja
Allrahanda plat og prettir hafa viðgengist í gegnum tíðina og ýmsir glæpónar nýta sér Internetið til að svíkja óteljandi marga. Ég lenti nýlega í óteljandi-hópnum, þegar sakleysisleg eldri kona, Aðalbjörg að nafni, reyndi að gefa mér háa fjár…
„Komment“ í eigin persónu og óvænt kjötsúpuheppni
Heimsfrægð Mosa hefur varla fram hjá bloggvinum mínum, eða þegar ég skellti ljósmynd af honum að prófarkalesa og með sjóinn minn í baksýn, inn á Fb-síðuna View from YOUR window. Myndin fékk ótrúlega mörg læk og yfir þúsund athugasem…
Óvæntur matargestur og byrjað að hvessa …
Óvæntur gestur mætti á svalahandriðið um kvöldmatarleytið í gær, klár gaur sem veit greinilega hvar uppruna súpueldhúss Himnaríkis er að finna. Hann fékk heila tertusneið að launum fyrir dirfskuna. Yfirleitt eru það bara smáfuglarnir sem þora að setjas…
Helgarsukk í komandi stormi og ögrandi vinnuaðstaða
Dagurinn fyrir storm. Hlakka ég virkilega svona til? Ég veit það eiginlega ekki, rigningin skemmir þetta svolítið, eða útsýnið. Austan- og suðaustanhvassviðri eru algengari en önnur og ég þarf eiginlega helst að skipta um hurð að litlu svölunum sem snú…
Otandi samfélagsmiðlar
Miðlarnir ota að okkur alls konar efni, oft kostuðum auglýsingum en líka annars konar og skemmtilegra efni. Facebook minnir mig stundum á Bold and the Beautiful þegar kemur að því að vera með eitthvað ákveðið málefni, þema. Í gamla daga, þegar ég treys…
Móðganir sem listgrein
Yfirleitt gleymi ég hratt og vel móðgunum í minn garð, þakka það sumum frænda (fjanda) sem er með doktorsgráðu í að herða viðkvæmar sálir. Vissulega sagði stráksi við mig fyrir nokkrum árum: Var Akrafjallið til þegar þú varst lítil? Honum finnst e…
Að missa stjórn í kannski áttunda ríkasta …
Rétt áður en ég fór í bæinn á föstudaginn gerði ég himnaríki fínt, setti í uppþvottavélina og fleira, svona eins og maður gerir til að koma heim í fínt hús. Þótt ég hefði náð að fylla vélina fannst mér óábyrgt að setja hana í gang og ég að yfirgef…
Krassandi kaupgleði í kaupstaðarferð
Ég (RF) var varla búin að sleppa síðasta orðinu í gær í blogginu, þegar ég var stigin upp í strætó og komin í bæinn, hviss, bang. Einn uppáhaldsfrændinn (34) sótti okkur stráksa (19) í Mjódd og hvert lá leiðin? Jú, auðvitað í Hamraborg, nafla alhe…
Helgarplön í uppnámi …
Rigning á morgun setti helgarplönin í uppnám, vér systur og fylgifiskar (fólk og hundar) ætluðum að skella okkur á Snæfellsnes á morgun og gera okkur stórglaðan dag. Þess í stað býst ég við að skreppa sjálf í bæinn og jafnvel leita mér að nýju rúmi. Ba…