Bíó Paradís kom vel undan nýliðnu ári og framundan eru margvíslegir viðburðir. Í stuttri skýrslu er fjallað um stöðuna hjá bíóinu sem sett var á fót af fagfélögum kvikmyndagerðarfólks í landinu.
Bíó Paradís

Endurunnin stafræn útgáfa af PUNKTUR PUNKTUR KOMMA STRIK sýnd í Bíó Paradís
Bíótek Kvikmyndasafns Íslands sýnir endurunna stafræna útgáfu af Punktur punktur komma strik (1981) eftir Þorstein Jónsson sunnudaginn 4. desember kl. 17. Leikstjórinn verður viðstaddur sýninguna í Bíó Paradís og svarar spurningum á eftir….

Bíótekið hefst á ný
Bíótekið, sýningaröð á kvikmyndaklassík á vegum Kvikmyndasafnsins, hefst á ný sunnudaginn 11. september í Bíó Paradís. Bíótekið fór vel af stað síðasta vetur og voru sýningar fjölsóttar.

INGALÓ og SÓDÓMA REYKJAVÍK á sérsýningum í Bíó Paradís
Ingaló (1992) eftir Ásdísi Thoroddsen og Sódóma Reykjavík (1992) eftir Óskar Jónasson verða sýndar á sérstökum sýningum í Bíó Paradís á næstunni. Báðar eru þrjátíu ára á þessu ári.

Afmælissýningar á GUÐFÖÐURNUM
Í dag eru 50 ár síðan Guðfaðirinn eftir Francis Ford Coppola var frumsýnd í New York. Af þessu tilefni er myndin sýnd í nýrri stafrænni 4K útgáfu í Bíó Paradís, líkt og víða annarsstaðar.

Bíótekið, ný sýningaröð Kvikmyndasafnsins í Bíó Paradís
Kvikmyndasafn Íslands og Bíó Paradís standa fyrir nýrri sýningaröð á klassískum íslenskum og norrænum kvikmyndum seinni hluta vetrar undir heitinu Bíótekið.

Gríptu sólina
Sólin byrjar á rigningu. Gullfalleg rigning, glitrandi og ljóðrænir litir – maður sér strax að kvikmyndatökumaðurinn kann sitt fag. Þessi rómantíska stemmning er þó blekkjandi, aðeins örfáum andartökum síðar gerist það sem sprengir myndina í loft upp sem og heim allra þeirra aðalpersóna sem við eigum ennþá eftir að kynnast. Sólin er tævönsk mynd um […]

LAST AND FIRST MEN í Bíó Paradís frá 22. janúar
Heimildamynd Jóhanns Jóhannssonar heitins, Last and First Men, verður tekin til sýninga í Bíó Paradís 22. janúar. Myndin var frumsýnd á Berlínarhátíðinni fyrir ári og vakti mikla athygli. Hún var einnig sýnd á Skjaldborgarhátíðinni síðastliðið haust.
T…

Franska kvikmyndahátíðin bæði í Bíó Paradís og heimabíóinu
Franska kvikmyndahátíðin fer fram í tuttugusta og fyrsta sinn dagana 4.- 14. febrúar í Bíó Paradís. Hluti myndanna verður einnig í boði á efnisveitunni HeimaBíó Paradís. Opnunarmyndin er Sumarið ’85 (Été 85) eftir François Ozon.
The post Franska kvikmy…

Innlendur bíó- og sjónvarpsannáll 2020
Þrátt fyrir heimsfaraldur og tímabundna lokun kvikmyndahúsa (sem að auki keyrðu á hálfum dampi út árið) var 2020 um margt merkilegt ár í íslenskri kvikmyndagerð.
The post Innlendur bíó- og sjónvarpsannáll 2020 first appeared on Klapptré….

Bíó Paradís opnar efnisveitu, Heimabíó Paradís
Bíó Paradís hefur í dag opnað eigin efnisveitu, Heimabíó Paradís, fyrst íslenskra kvikmyndahúsa. Efnisveitan er í formi greiðsluveitu (pay-per-view).
The post Bíó Paradís opnar efnisveitu, Heimabíó Paradís first appeared on Klapptré.

Bíó Paradís vinnur að stofnun eigin streymisveitu
Í dag hefst norræn kvikmyndaveisla í Bíó Paradís í tilefni af kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs. Hægt verður að nálgast allar tilnefndar myndir á vef kvikmyndahússins en þar er unnið hörðum höndum að því að koma á fót streymisveitu.
The post …

Bíó Paradís opnar á ný í dag, Skjaldborg alla helgina
Bíó Paradís opnar á ný í kvöld eftir töluverðar endurbætur en bíóið hefur verið lokað síðan í mars. Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda verður í bíóinu yfir helgina ásamt fleiru.
The post

Þegar Bíó Paradís opnaði fyrir tíu árum
Bíó Paradís er tíu ára í dag, 15. september, en bíóið opnaði þennan dag árið 2010. Hér er myndband sem gert var í tilefni opnunarinnar á sínum tíma, en höfundur þess er Arnar Sigurðsson.
The post

Bíó Paradís opnar á ný með Skjaldborgarhátíðinni
Skjaldborgarhátíðin, sem átti að fara fram á Patreksfirði um verslunarmannahelgina síðustu, verður opnunarhátíð Bíó Paradísar helgina 18.-20. september.
The post Bíó Paradís opnar á n…

Hrönn Sveinsdóttir um Bíó Paradís: Get ekki beðið eftir að opna aftur
„Við kunnum okkur ekki læti,“ segir Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Bíó Paradísar í viðtali við Síðdegisútvarp Rásar 2. Í gær var tilkynnt að kvikmyndahúsið yrði opnað aftur í september….

Bíó Paradís opnar aftur í haust
Bíó Paradís mun hefja starfsemi að nýju í haust, en kvikmyndahúsið hefur verið lokað frá 24. mars vegna faraldursins. Fyrir lokunina hafði verið tilkynnt að bíóinu yrði lokað frá 1. maí vegna fjárskorts….

Blind er bíólaus borg
Bíó Paradís er ein stór minning, þær bíómyndir sem bíóið sérhæfir sig í eru þær myndir sem takast í alvöru á við okkar sameiginlega minni, okkar persónulega minni, en ekki síður framtíðardrauma og martraðir. Ég man þegar ég gekk skjögrandi út af Blind, mynd um blindan rithöfund – á pappír gæti fátt virst jafn illa […]

Viðhorf | Bíó Paradís á brúninni
Bíó Paradís hefur alltaf verið á brúninni. Eiginlega þannig að það hangir á fingurgómunum sem smám saman eru að renna fram af….