Bíó Lemúr

Föðurland: Hvað ef Hitler hefði sigrað?

14. október 2020

Skáldsagan Föðurland (Fatherland) eftir Robert Harris kom út 1993 í íslenskri þýðingu Guðbrands Gíslasonar. Bókin fylgir „hvað ef?“-forminu. Hún spyr hvað hefði gerst ef Adolf Hitler og Þýskaland nasismans hefði sigrað í síðari heimsstyrjöldinni. Árið 1994 gerði HBO sjónvarpsmynd byggða á bókinni. Sögusviðið er Berlín 1964. Hátíðarhöld vegna 75 ára afmælis Hitlers eru í undirbúningi. […]

Hljóðskrá ekki tengd.
1970-1980

Leiðir til að sjá: Frábær heimildarmynd um myndlist eftir John Berger

14. október 2020

Breski listrýnirinn og rithöfundurinn John Berger lést árið 2017, níræður að aldri. Hann er líklega frægastur fyrir heimildarþáttaröðina „Ways of Seeing“ sem hjá BBC árið 1972. Í þáttunum, sem eru fjórir talsins, dregur Berger á snilldarlegan hátt fram hvernig fólk horfir á listaverk sögunnar út frá ólíkum sjónarhóli á hverjum tíma. Berger gaf síðar út bók með […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Bíó Lemúr

Rafmögnuð Reykjavík: Heimildarmynd um sögu raftónlistar á Íslandi

8. október 2020

Heimildarmyndin Rafmögnuð Reykjavík rekur sögu raf- og danstónlistar á Íslandi. Raftónlist er ekki lengur jaðarfyrirbæri í dag og er spiluð á vinsælustu skemmtistöðum Reykjavíkur. En fyrir þrjátíu árum var slík tónlist nokkurs konar neðanjarðarstarfsemi sem breiddist hratt út á meðal ungs fólks á meðan eldri kynslóðir klóruðu sér í kollinum. Í þessari mynd frá 2008, […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Bíó Lemúr

Bíó Lemúr: Sódóma Reykjavík

12. apríl 2020

Ein allra besta kvikmynd Íslandssögunnar, Sódóma Reykjavík (1992), í leikstjórn Óskars Jónassonar, er í heild sinni á youtube. Í aðalhlutverkum eru meðal annarra Björn Jörundur Friðbjörnsson í hlutverki Axels, Margrét Hugrún Gústavsdóttir sem Mæja, Sigurjón Kjartansson sem hinn erfiði en minnisgóði Orri, Sóley Elíasdóttir sem Unnur, Eggert Þorleifsson sem glæpaforinginn Aggi Flinki og ekki má […]

Hljóðskrá ekki tengd.
1990-2000

Lalli Johns: Sígild mynd um hrjúfari Reykjavík um aldamótin

13. mars 2020

Það var seint að kvöldi, að vetri til, einhvern tímann á fyrstu árum nýrrar aldar, að maður kom á Aðalvídeoleiguna á Klapparstíg í Reykjavík. Hann hét Lárus Björn Svavarsson, betur þekktur sem Lalli Johns. Hann var í leit að spólu. Myndinni um hann sjálfan. Heimildarmynd Þorfinns Guðnasonar, Lalli Johns, frá 2001, skyggnist inn í lífið […]

Hljóðskrá ekki tengd.