Baltasar Kormákur ræðir við Ásgrím Sverrisson um uppbyggingaráformin í Gufunesi og stöðuna í kvikmyndaheiminum og íslenska kvikmyndabransanum.

Baltasar Kormákur ræðir við Ásgrím Sverrisson um uppbyggingaráformin í Gufunesi og stöðuna í kvikmyndaheiminum og íslenska kvikmyndabransanum.
RVK Studios og True North hyggjast ráðast í mikla stækkun í Gufunesi og fjölga myndverum og þjónusturýmum. Þetta var kynnt í dag.
Innlendir kvikmyndaframleiðendur segja ekki vanþörf á þeirri aðstöðu sem fyrirhugað er að koma upp í Hafnarfirði, þar sem á að rísa stórt kvikmyndaver og tengd aðstaða. Ekkert formlegt samstarf hefur þó átt sér stað við aðstandendur verkefnsins, segja …
Í Japan standa nú yfir tökur á Snertingu, nýjustu kvikmynd Baltasars Kormáks. Vísir birtir myndasyrpu frá tökum myndarinnar.
Snerting Baltasars Kormáks hlaut á dögunum 2,5 milljónir norskra króna frá Norrræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Upphæðin svarar til um 35 milljóna íslenskra króna.
Focus Features mun dreifa Snertingu Baltasars Kormáks í Bandaríkjunum. Universal mun dreifa myndinni á heimsvísu. Egill Ólafsson fer með aðalhlutverkið, en tökur hefjast í London á sunnudag.
Baltasar Kormákur er í viðtali við Síðdegisútvarp RÚV vegna frumsýningar á nýjustu mynd sinni, Beast.
Kvikmyndin Beast í leikstjórn Baltasars Kormáks var frumsýnd í Bandaríkjunum á föstudag og er í öðru sæti eftir frumsýningarhelgina.
Fyrir okkur fastagestina á Berlinale kvikmyndahátíðinni var hátíðin í ár nett sjokk. Hið sögufræga en uppavædda Potsdamer Platz, höfuðvígi hátíðarinnar, er afskaplega draugalegt miðað við fyrri ár, ófáir staðir eru að nýta tækifærið til framkvæmda og ekkert er á sama stað og síðast. Það þarf þrjár bólusetningar og próf á hverjum degi til að komast […]
Beast, nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, verður frumsýnd 19. ágúst næstkomandi. Stikla myndarinnar er komin út.
The Northman, stórmynd þeirra Robert Eggers og Sjóns, fjallar um hefnd í heimi ofbeldis og örlagatrúar og blandar saman Hollywood-leikurum á borð við Nicole Kidman, Willem Defoe, Ethan Hawke og Önnu-Taylor Joy og norrænum leikurum á borð við Alexander Skarsgård, Claes Bang, Ingvar E. Sigurðsson og Björk. En hverjir eru snertifletirnir við aðrar víkingamyndir eins […]
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Baltasar Kormákur Baltasarsson leikstjóri munu í dag skrifa undir samning um kaup RVK Studios á annarri skemmu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi sem staðið hefur ónýtt um langt skeið. Kaupverð er 320 milljónir króna….
Baltasar Kormákur framleiðandi og Peter Flinth leikstjóri ræða við Wendy Mitchell um Against the Ice, sem var frumsýnd á Berlínarhátíðinni. Myndin er væntanleg á Netflix 2. mars.
Stikla Netflix myndarinnar Against the Ice er komin út, en myndin verður frumsýnd 2. mars næstkomandi. Baltasar Kormákur framleiðir en Nikolaj Coster-Waldau fer með aðalhlutverkið.
Útflutningsverðlaun forseta Íslands voru veitt á Bessastöðum í gær, en þar hlaut Baltasar Kormákur heiðursviðurkenningu fyrir eftirtektarverð störf á erlendri grundu.
Baltasar Kormákur var meðal þátttakenda í panel á nýafstaðinni Black Nights Film Festival í Tallinn þar sem rætt var um starfstækifæri í kvikmyndagerð fyrir nýliða. Wendy Mitchell hjá Screen stýrði umræðum.
Kvikmyndaframleiðendur segja að tilkoma streymisveita hafi gjörbylt fjármögnunarmöguleikum í kvikmyndaframleiðslu. Á árinu 2020 var mikill hagnaður í íslenskri kvikmyndagerð. Fjallað er um þetta í Fréttablaðinu.
Sögn, fyrirtæki í eigu Baltasars Kormáks Baltasarssonar kvikmyndagerðarmanns, hagnaðist um 163 milljónir króna árið 2020, samanborið við 37 milljóna hagnað árið áður. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.
Á bransadögum RIFF var einn dagurinn tileinkaður framleiðendum. Hér má horfa á upptöku frá þessu spjalli sem stýrt var af kvikmyndablaðamanninum Wendy Mitchell.
Mikil uppbygging er fram undan í kvikmyndaþorpinu sem rís í Gufunesi.
Gunnar Ragnarsson birtir í Morgunblaðinu í dag hugleiðingar sínar um þáttaröðina Kötlu eftir Baltasar Kormák. Hann segir meðal annars: „Með Kötlu er íslenskt sjónvarpsverk komið nær alþjóðlegri meginstraumsmenningu en nokkru sinni fyrr, sem mótar vitan…
Þáttaröðin Katla eftir Baltasar Kormák birtist á Netflix í dag, 17. júní. Þetta er í fyrsta sinn sem Netflix framleiðir alfarið íslenska þáttaröð. Í viðtali við RÚV segir Baltasar að það hefði verið óhugsandi fyrir áratug að erlendur aðili á stærð við …
Baltasar Kormákur er í viðtali við Morgunblaðið um þáttaröðina Kötlu sem verður öll aðgengileg á Netflix þann 17. júní.
Stikla þáttaraðarinnar Katla úr smiðju Baltasars Kormáks er komin út. Þættirnir koma á Netflix þann 17. júní.
Þáttaröðin Katla í leikstjórn Baltasars Kormáks, Þóru Hilmarsdóttur og Barkar Sigþórssonar kemur út á Netflix þann 17. júní næstkomandi. Kitla verksins var frumsýnd í dag.
Netflix hefur sent frá sér nokkrar ljósmyndir úr þáttaröðinni Kötlu, sem væntanleg er á efnisveituna fljótlega. Baltasar Kormákur framleiðir þættina og leikstýrir einnig ásamt Þóru Hilmarsdóttur og Berki Sigþórssyni.
Nýjasta syrpa Ófærðar verður sambland af vestra og Íslendingasögum, segir Baltasar Kormákur leikstjóri í spjalli við Fréttastofu RÚV.
Baltasar Kormákur hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn að bókinni Snerting eftir Ólaf Jóhann Ólafsson og hyggst gera mynd eftir henni á næsta ári. Þetta kemur fram á vef RÚV.
RVK Studios framleiðir kvikmyndina Against the Ice fyrir Netflix og er tökum á myndinni nýlokið hér á landi. Hún verður sýnd síðar á árinu. Danski leikarinn Nikolaj Coster-Waldau fer með aðalhlutverkið en þetta er ástríðuverkefni hans. Danski leikstjór…
Baltasar Kormákur leikstjóri og framleiðandi ræðir við Wendy Mitchell hjá Screen um árið sem er að líða og hvernig honum og samstarfsfólki tókst að vinna sig framhjá takmörkunum vegna heimsfaraldursins. Hann ræðir líka um stöðuna í kvikmyndabransanum a…