The post Hrollvekjandi bækur á Hrekkjavöku appeared first on Lestrarklefinn.
Bækur

Ný bók um tengsl ferðamennsku og kvikmyndagerðar á Íslandi
Útgáfu bókarinnar Iceland on Screen eftir Wendy Mitchell, verður fagnað í Bíó Paradís, föstudaginn 25. mars klukkan 15.00, með dagskrá um tengsl kvikmynda og sjónvarpsefnis við ferðamennsku á Íslandi.

Börn og ungmenni lesa fantasíur og þríleiki
Fantasíur, vísindaskáldskapur og þríleikir er á hraðri uppleið innan ungmennabókgeirans, segir Hrönn Björgvinsdóttir, deildarstjóri ungmennadeildar Amtsbókasafnsins á Akureyri. Hún ræðir við Berglindi M. Valdemarsdóttur um nokkrar nýjar ungmennabókur sem komu út fyrir jólin 2020 í hlaðvarpinu Akureyringar, sem fjallar um … Lestu meira
The post Börn og ungmenni lesa fantasíur og þríleiki appeared first on ullendullen.is.

Óreglulegir Sherlock Holmes þættir
Þegar ég var svona 10-11 ára þá keypti ég Sherlock Holmes bækur á bókamarkaði. Las þær allar. Elskaði þær. Líklega hafði ég þá þegar horft á bæði Sherlock Holmes þættina með Jeremy Brett og kvikmyndina Young Sherlock Holmes. Þá var ég líklega búinn að sjá The Private Life of Sherlock Holmes þar sem Loch Ness … Halda áfram að lesa: Óreglulegir Sherlock Holmes þættir

Ný bók um stöðu kvenna í kvikmyndaiðnaðinum
Út er komin bókin Women in the International Film Industry: Policy, Practice and Power hjá Palgrave Macmillan útgáfunni í Bretlandi og fjallar um stöðu kvenna í kvikmyndaiðnaði ýmissa landa. Ritstjóri er Susan Liddy en íslenski kaflinn er skrifaður af …

Lísa í Undralandi með myndskreytingum Tove Jansson
Árið 1959 myndskreytti Tove Jansson sænska útgáfu Lísu í Undralandi. Hinn finnski höfundur Múmínálfanna var auðvitað fjölhæfur snillingur sem samdi ekki einungis hinar stórkostlegu bækur um Múmíndalinn, heldur myndskreytti fjölda annarra bóka. Eins og Lemúrinn hefur áður sagt frá myndskreytti hún sænsku útgáfu Hobbitans eftir J.R.R. Tolkien árið 1962. Myndirnar sem við sjáum hér eru […]

Furðusögur kvenna
Fyrir nokkrum árum skoðaði ég kynjahlutfallið í bókahillunni minni (sem er eiginlega ekki alvöru bókahilla heldur Goodreads/Calibre). Það var skelfilegt. Ég las miklu fleiri bækur eftir karla en konur. Það væri hægt að skýra þetta á mismunandi vegu. Í fyrsta lagi gæti verið að karlar skrifuðu einfaldlega betri bækur á þeim sviðum sem ég les … Halda áfram að lesa: Furðusögur kvenna
Víðsjá um A HISTORY OF ICELANDIC FILM: Gott yfirlit um íslenska kvikmyndasögu
„Prýðilegt kynningarrit fyrir erlenda lesendur sem áhugasamir eru um íslenska kvikmyndagerð,“ segir Björn Þór Vilhjálmsson bókarýnir Víðsjár um yfirlitsritið A History of Icelandic Film eftir Kanadamanninn Steve Gravestock….
Námskeið um hinsegin bókmenntir
Það er ekki á hverjum degi sem kona fær að búa til námskeið á háskólastigi um áhugamál sín og rannsóknarsvið – en allir dagar eru slíkir dagar hjá mér þetta haustið. Ég kenni nefnilega námskeið á BA-stigi í íslensku um hinsegin bókmenntir sem ber titilinn „Ergi, usli og duldar ástir“ og eyði því allri haustönninni … Lesa áfram Námskeið um hinsegin bókmenntir →
Að læra að skilja veturinn, eða múmínálfurinn sigrast á fordómum
Á síðustu vikum hef ég dundað mér við að lesa allar bækurnar um múmínálfana sem komnar eru út á íslensku, það er að segja textabækurnar en ekki myndasögurnar (ég á þær eftir). Innblásturinn var ný múmínbók sem kom út hjá Máli og menningu í fyrra en í henni eru þrjár sögur, Halastjarnan og Pípuhattur galdrakarlsins, … Lesa áfram Að læra að skilja veturinn, eða múmínálfurinn sigrast á fordómum →
Mundu, líkami
Í lok október varð ég fyrir hýrri hugljómun og ákvað að hella í mig kaffi og vekja Kynvillta bókmenntahornið til lífsins. Síðan hefur ekkert gerst á þessum vettvangi en ég hef þó drukkið ótæpilega mikið kaffi og skrifað ýmislegt annað. Ég er líka komin á þá skoðun að það sé óáhugavert og stundum óþægilegt að … Lesa áfram Mundu, líkami →
Sölvi og álfarnir
Sökum anna er bókmenntahorn dagsins bæði seint á ferðinni og endurunnið en ég fékk leyfi til að endurbirta hér grein sem ég skrifaði fyrir hið merka rit Spássíuna fyrir þremur árum síðan. Ástæðan fyrir því að þessi grein, eða efni hennar, leitaði á mig núna var umræða um álfa og álfakynlíf sem spratt upp … Lesa áfram Sölvi og álfarnir →
Varúð – flámælt lesbía!
Texti dagsins er blátt áfram og óheflaður, fullur af gremju og vanlíðan, niðurlægingu og nikótínþörf. Sögukonan er (líklega) einstæð móðir, sögusviðið er Reykjavík á 7. áratugnum, aðfaranótt mánudags, og sagan er texti dagsins af því að í þessum heimi býr lesbía – sjaldséður hvítur hrafn í íslenskum bókmenntum 20. aldar. Höfundurinn er Ásta Sigurðardóttir, eins og glöggum lesendum hefur kannski dottið í hug strax … Lesa áfram Varúð – flámælt lesbía! →
Að búa eða búa ekki til homma
Fyrir nokkrum árum síðan var ég stödd á háskólaviðburði í Reykjavík og hitti mann sem spurði mig út í doktorsverkefnið, eins og gengur. Ég nefndi íslenskan miðaldatexta (sem varð þó á endanum ekki hluti af minni rannsókn) og að ég væri að skoða tvær karlpersónur og náið samband þeirra. Viðbrögðin sem ég fékk voru: „Nú já, … Lesa áfram Að búa eða búa ekki til homma →