Við erum stödd í uppsveitum Makedóníu, einhvern tímann á nítjándu öld. Inn í svart-hvítan heim gengur afmynduð norn – og heimtar frumburðinn af konu einni. Nornin hefur mörg nöfn, er kannski þekktust sem úlfaætan, volkojagta. Móðirin nær að miðla málum – semur um að nornin taki dótturina ekki fyrr en hún verði sextán ára. Nornin […]
Ástralía

Leitin að heimsálfum, leitin að sjálfinu
Við ætlum að leggjast í landafundi um lendur myndasögunnar næstu vikurnar og skoða mannkynssögu síðustu 250 ára eða svo í gegnum nokkrar vel valdar myndasögur. Og við byrjum bókstaflega á landafundum sjálfum, á leitinni að Suðurálfu. Ástralía var einu sinni hulduland, óþekkt sunnanland. Meira en þúsund árum áður en vestrænir menn fundu Ástralíu voru uppi […]

Dagur ljóðsins, dagur Jónasar og Karels
Íslenska skáldið Jónas Hallgrímsson og tékkneska skáldið Karel Hynek Mácha eiga sama afmælisdag, þann 16. nóvember, Macha er þremur árum yngri en Jónas og báðir eru þeir lykilskáld rómantísku stefnunnar í sínu heimalandi. En þeir eiga það líka sameiginlegt að það er heilmikið húllumhæ á afmælisdaginn þeirra, þótt þeir séu báðir löngu dauðir. Afmælisdagur Jónasar […]

Leitin að týnda sauðnum
Eitt algengasta vandamálið við sjónvarpsseríur er að þær eru iðullega of langar. Að teygja lopann í marga klukkutíma, heila átta þætti, þýðir ósjaldan að það koma djúpar dýfur. Sem hefur sannarlega átt við um Ráðherrann. Fyrstu tveir þættirnir voru forvitnilegir, næstu tveir meingallaðir, áður en landið tók að rísa aftur í næstu tveimur – og […]