Gísli Snær Erlingsson forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar og Anton Máni Svansson formaður SÍK ræða við Nordic Film and TV News um fyrirhugaðan niðurskurð til Kvikmyndasjóðs.

Gísli Snær Erlingsson forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar og Anton Máni Svansson formaður SÍK ræða við Nordic Film and TV News um fyrirhugaðan niðurskurð til Kvikmyndasjóðs.
Aðalfundur Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, SÍK, var haldin á dögunum. Átta kvikmyndaframleiðendur hafa gengið til liðs við SÍK, sem ber vott um þá miklu grósku sem nú er í íslenskri kvikmyndagerð.
Berdreymi Guðmundar Arnars Guðmundssonar var verðlaunuð á Thessaloniki Film Festival í Grikklandi, sem fram fór í 63. sinn á dögunum. Þetta eru tólftu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.
Volaða land eftir Hlyn Pálmason hlaut Baltic Film Prize verðlaunin fyrir bestu norrænu kvikmyndina á Norrænu kvikmyndahátíðinni í Lübeck Þýskalandi, sem haldin var í 64. skipti þann 2.-6. nóvember.
Á bransadögum RIFF var einn dagurinn tileinkaður framleiðendum. Hér má horfa á upptöku frá þessu spjalli sem stýrt var af kvikmyndablaðamanninum Wendy Mitchell.
Stuttmyndin Selshamurinn (Sealskin) eftir Uglu Hauksdóttir er frumsýnd í dag á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Huesca á Spáni. Sökum faraldursins fer hátíðin að mestu fram á netinu og geta allir sem vilja horft á myndina frítt, eftir að hafa skráð sig….
Bíómyndin Berdreymi, sem framleidd er af Anton Mána Svanssyni, hlaut á dögunum rúmlega 16,8 milljónir króna frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Guðmundur Arnar Guðmundsson (Hjartasteinn) leikstýrir, en áætlað er að tökur hefjist í lok ágúst…….