Ameríka

Svarti riddarinn og trúðurinn hans

28. júlí 2023

Hvað eiga George W. Bush Bandaríkjaforseti og Batman sameiginlegt? Andrew Klavan skrifar pistil íWall Street Journal þar sem hann lýsir því þegar Batman-merkið birtist á himninum: „En þetta er ekki leðurblaka, ef þú fylgir útlínunum með puttanum lítur þetta eiginlega út eins og… W.“ Og hann heldur áfram að draga línur með fingrunum á milli Blaka […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Agatha Christie

Ljónynjan og mafíudvergurinn

3. mars 2021

Ég sá Knives Out loksins um daginn. Fíla leikstjórann Rian Johnson oftast en er á móti oftast lítið spenntur fyrir Agöthu Christie-legum sakamálasögum, sem þessi sannarlega er – þetta er Músagildran í nútímauppfærslu. Það sem fór þó á endanum mest í taugarnar á mér var nútímalega tvistið sem við fyrstu sýn leit ekkert illa út. […]

Hljóðskrá ekki tengd.
A Coney Island of the Mind

Ljóðahundur skoðar stórborgina

27. febrúar 2021

Þegar rigningin ber á strætunum fyrir neðan gluggann hugsa ég um Ferlinghetti. Þessa ótrúlega seiðandi kápu, sem ég finn og skoða í fyrsta skipti í mörg, mörg ár og átta mig á að þarna er engin rigning. Upplýstar byggingarnar minna mig samt á regnið, hvernig það speglar borgarljósin. Og þvílíkt nafn! Ferlinghetti! Lawrence Ferlinghetti, fæddur […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Amanda Gorman

Forsetaskáldin: Frá risaeðlum til Amöndu, frá epík til hversdags

21. janúar 2021

Þetta er þröngt form, pólitíska tækifærisljóðið. Af því þú þarft að finna vonina, þrátt fyrir vonleysið, þrátt fyrir loftslagsbreytingarnar, óréttlætið og allt hitt – og það getur verið erfitt að gera það og vera samt heiðarleg, einlæg og ærleg. Horfast samt í augu við stöðuna. Það var verkefni Amöndu Gorman í gær, fyrsta ung-lárviðarskálds Bandaríkjanna […]

Hljóðskrá ekki tengd.
101 Reykjavík

Landnám Reykjavíkur, tortíming Reykjavíkur

20. janúar 2021

Steinar Bragi virðist heillaður af götum Reykjavíkur. Hann er kortagerðarmaður í hjáverkum – bæði í Áhyggjudúkkum og núna í Trufluninni eru birt ýmist kort af miðbæ Reykjavíkur og einstaka götuheiti skipta lykilmáli í textanum, það er ára yfir þeim, sem vitrast fólki vafalaust á misjafnan hátt eftir því hvernig það þekkir borgina. Og ófá kaflaheiti […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Á íslensku má alltaf finna Ginsberg

Örlög okkar bestu manna

5. október 2020

„Ég horfði á bestu hugsuði minnar kynslóðar tortímast úr brjálæði, svelta móðursjúka nakta. Skakklappast niður negrahverfin upp úr dögun í leit að heiftugri fíkn. Engilhöfða glannar sem brunnu af löngun eftir hinni fornu himnesku tengingu við stjörnumprýddan rafal næturmaskínunnar.“ Svona hefst Ýlfur Allen Ginsberg í þýðingu Eiríks Arnar Norðdahl, sem nú má finna í heild […]

Hljóðskrá ekki tengd.