Þetta er ég að gera tilraun sem má alltaf hunsa.
Almennt

(Trans)fólk og fegurð
Það var manneskja sem ég sá oft þegar ég var táningur. Mig minnir að hún (manneskjan) hafi verið á miðjum aldri. Hún leyfði sér uppreisn gegn viðteknum venjum varðandi útlit og klæðaburð. Ekki áberandi. Ekki mikið. Ég vissi ekkert hvað þetta þýddi og ég ætla ekki að giska núna þó ég hafi vissulega greinilegri hugmyndir … Halda áfram að lesa: (Trans)fólk og fegurð

Takmörkuð greindarvísitala
Hvað er mælt með greindarvísitölu. Greind segja margir. Ég held ekki. Greindarvísitala er í raun ágæt í því að mæla þætti í fari fólks sem eru líklegir til þess að hjálpa þeim að komast áfram í okkar samfélagi. En þetta er ekki greind, eða allavega ekki nema mjög þröng skilgreining á greind. Ákaflega þröng skilgreining. … Halda áfram að lesa: Takmörkuð greindarvísitala
Uppskriftabók Arngríms hefur göngu sína!
Á þessari síðu munu birtast uppskriftir, þróaðar og frumsamdar. Þess verður ætíð getið þegar ég hef fengið innblástur annars staðar….
Einelti til bættra lífshátta?
Dan Harmon, aðalhöfundur Community og meðhöfundur Rick & Morty, talaði nokkrum sinnum í hlaðvarpinu sínu um reynslu sína úr skóla þar sem hann var lagður í einelti af fólki sem fannst hann ekki fara nógu oft í bað. Hans viðbrögð við þessu var að fara enn sjaldnar í bað. Marc Maron, sem leikur í Glow, … Halda áfram að lesa: Einelti til bættra lífshátta?

Andvakablogg
Ég ætlaði að vera voða dugleg að skrifa á þetta blogg þetta árið – en svo eru bara allt í einu alveg að koma jól – alveg eins og ég bjóst við. Núna er ég andvaka. Var að klára að lesa bókina Einn dagur og er með óskaplega Bretlandseyjaþrá. Langar til Edinborgar, langar til London, … Lesa áfram Andvakablogg →
Bleikar stelpur og bláir strákar
Las þennan pistil og fór einu sinni sem oftar að pæla í því hvernig við ölum Gunnstein upp – og almennt hvernig fólk elur upp börnin sín. Mér finnst svolítið merkilegt að við förum að velja stelpuleikföng og strákaleikföng eiginlega strax við fæðingu. Gunnsteinn á t.d. ekkert bleikt leikfang – flestar 17 mánaða stelpur eiga … Lesa áfram Bleikar stelpur og bláir strákar →

Jól 2010/2011 búin – jól 2011/2012 handan við hornið
Þá eru jólin búin einu sinni enn – og eftir nokkra mánuði verður maður steinhissa á því að jólin séu að nálgast einu sinni enn. Tíminn líður. Við erum búin að pakka okkar jólum niður í kassa. Ég var ekkert mjög sorgmædd yfir því í þetta sinn, var bara alveg tilbúin í að pakka þeim … Lesa áfram Jól 2010/2011 búin – jól 2011/2012 handan við hornið →
Ruslarugl í borginni
Þvílík endemis vitleysa hjá Reykjavíkurborg að ætla að hætta sækja sorp sem er meira en 15 metrum frá sorpbíl nema að íbúar borgi aukagjald. Hinir möguleikarnir er að dröslast sjálfur með tunnuna „uppá veg“ eða færa sorpgeymsluna. Þeir gera ráð fyrir að um helmingur sorptunna sé fjær en 15 metra. Nú bý ég í þeim enda … Lesa áfram Ruslarugl í borginni →

Áramótafrí 2010-2011
Við erum komin heim eftir gott frí á Vopnafirði og Akureyri. Gott að komast í sveitina þó það hefði mátt vera lengra stopp (eins og alltaf). Gunnsteinn alveg að fíla sig með öllum ættingjunum og dýrunum – en honum leist illa á þegar mamma hans var komin með Loga 3 mánaða frænda hans í fangið. … Lesa áfram Áramótafrí 2010-2011 →

Gleðilegt nýtt bloggár
Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur. Þá er árið 2011 gengið í garð. Áramótaheitið hlýtur að vera að blogga meira og hangsa minna á Facebook 🙂
Verjum störfin eða hvað?
Nú eru kosningar framundan. Ég bý í Reykjavík og fæ því að kjósa til borgarstjórnar. Sumir flokkar hafa það á stefnuskrá sinni að verja störfin hjá borginni og jafnvel að halda áfram að verja störfin. Það er göfugt og gott markmið. Nú vinn ég hjá borginni og jú mikið rétt það er ekki verið að … Lesa áfram Verjum störfin eða hvað? →

Fæðingarorlof mínus einn
Ég verð bara að viðurkenna það að það sýður á mér yfir því að það eigi að stytta fæðingarorlofið! Þetta er svo mikil svívirða og heimska að það er ekki nokkru lagi líkt. Eins og er lítur út fyrir að niðurstaðan verði sú að fæðingarorlofið verði stytt um einn mánuð og eftir því sem ég … Lesa áfram Fæðingarorlof mínus einn →
Fröken pirripú
Ég er fröken pirripú í dag. Gunnsteinn (btw eignaðist son 17. júlí, hef víst ekki minnst á hann áður á þessu bloggi ;-)) er búinn að eiga óvenju erfiðan dag og ég öll einhvernveginn upptrekkt og uppskrúfuð m.a. þess vegna. Stundum mætti ég reyndar alveg verið upptrekktari og uppskrúfaðari og svara fyrir mig og rífast. En … Lesa áfram Fröken pirripú →