Að búa til óvin, jafnvel strámann, er góð skemmtun. Sameiginlegur óvinur sameinar fólk og herðir í trú sinni, stemmarinn í bergmálshellinum verður góð því öll eru sammála og geta talað óhindrað upp í eyrun á hinum. „Uppáhalds“ strámaðurinn minn, eða staðalímynd, ef það er betra orð, er hjólreiðamaður í spandexi sem fer um borgina á…
Almennt efni

Örleikrit í beinni
Síminn hringir: -Já. -Gulla mín, Gulla? -Já! -Þetta er pabbi, gætirðu kíkt á vefmyndavélina frá gosinu? -Já, bíddu aðeins. -OK, erum við mamma þín fyrir framan vélina núna?“ -Já?! -Sérðu okkur vel? Þurfum við ekkert að færa okkur? -Nei. Ég sé reyndar ekki gosið núna, en …. -Ok, bless vinan, við þurfum að hringja í…

Ekki aprílgabb
Þessi mynd sýnir gatnamót sem tengja Garðabæ og Hafnarfjörð. Þarna mætast gamli Álftanessvegurinn og Herjólfsbrautin. Ég hef farið þarna um á hjóli, bifreið og tveimur jafnfljótum síðan 1986 og man vel eftir umkvörtunum íbúa sem sögðu varla hægt að leyfa börnum að leika sér úti vegna hraðrar umferðar. Undir það mátti taka því ökuhraði var…

Óhæfur þýðandi
Amanda Gorman hreif alla við innsetningu Joe Biden í embætti forseta BNA þegar hún flutti ljóðið „The Hill We Climb“. Það er best í flutningi höfundar en einnig áhrifamikið aflestrar og freistandi viðfangsefni þýðenda víða um heim, enda standa nú yfir tilraunir hér og þar að snara því á önnur tungumál. En það er þrautin…

Orð og óorð
Örsaga af skraflmóti. Ég lagði niður orðið KAXI. „Hvað þýðir þetta?“ spurði andstæðingur minn og íhugaði að véfengja. „Ég veit það ekki“ svaraði ég. „Þetta er bara skraflorð.“ Eftir stutta umhugsun héldum við áfram. Hvorugt okkar vissi merkingu orðsins. Það skipti heldur ekki máli. Í skrafli þarf fólk ekki endilega að skilja orð. Bara vita…

Púngar tilverunnar
Ég fagna því alltaf þegar GT (google translate)-starfsmenn fjölmiðla fá að láta gamminn geysa. Þá eru beinþýðingar víða og vekja jafnan kátínu. Þetta er brot af því besta þar til ég nennti ekki að hirða fleiri skjáskot. En púngar eru víða.

SS miðlarnir
Í dag varð jarðskjálfti ef marka má Fésbókina þar sem annar hver notandi og amma háns tilkynnti samviskusamlega um titring í nærumhverfi. Ég saknaði þess þegar leið á daginn að hafa ekki fengið viðvörun frá Sálarrannsóknarfélagi Suðurnesja en þar starfa miðlar, sjáendur, heilarar, transheilarar, englafræðingar og spilaspekingar sem hefðu getað notað þetta frábæra tækifæri til…

Adda drullar upp á bak
Barnabækur æsku minnar þættu ekki krassandi nútildags. Ég las ævisögu Tom Swift mér til óbóta þar sem hann var átján ára í tíu bókum og smíðaði alls kyns maskínur á einu ári sem venjulegt vísinda-og verkafólk er áratugi að koma á koppinn.Fimm-bækurnar voru ekki mikið skárri þar sem börnin eltust mjög hægt, fóru oft í…

111. meðferðin
Hafnfirðingar hafa ýmislegt á samviskunni. Við sem búum í hlaðvarpa Sædýrasafnsins erum reglulega spurð hvar apabúrið sé og hvort kengúrunum sé kalt. Spyrjendur eru á hafnarfjarðarbrandarastiginu og hlæja mest að eigin fyndni en heimamenn víkja talinu að öðru. Þetta var smánarblettur á orðstír bæjarins og á ekki að gleymast. Engu að síður eiga miðaldra Hafnfirðingar…

Raunir kvennalandsliðsins
Að fagna sigri er góð skemmtun. Þá þykir mörgum gott að fá sér mjöð í glas, jafnvel áfengan, og skála fyrir áfanganum. Fyrir vikið hafa sumir verið settir út af sakramentinu fyrir vikið, sendir heim eða settir út úr hópnum. Með einum staf til viðbótar verður til „Heilbrigð skál í hraustum líkama„. Á Kóvit-tímum þykja…

Að kasta skít í forsetafrúna…
Eliza Reid skrifaði þessa grein á sínum tíma um hlutverk sitt og kvenna þjóðarleiðtoga. Þar segir m.a. „„Ég er ekki handtaska eiginmanns míns, sem á að grípa þegar hann hleypur út um hurðina og er stillt upp með þöglum hætti við hlið hans á opinberum uppákomum“. Vegna takmarkaðs lesskilnings hefur FHF (Fólkið hans Franklíns) ákveðið…

„Hreðjalausar kuntur með lítinn heila“
Í byrjun þessa mánaðar gekk ég í hópinn Betra Ísland-forsetaframboð Guðmundar Franklín á Facebook. Fyrir allar kosningar lít ég á mig sem atkvæði í leit að flokki eða frambjóðanda og vildi því kynna mér málstað og áhersluþætti beggja frambjóðendanna. Ég varð fljótt þess áskynja í Betra Ísland að spurningar mínar varðandi stóryrtar fullyrðingar einstakra meðlima…
Kóvitáhrif umræðunnar
“Kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur segir að sígarettan sem var tekin úr munni Bubba Morthens í vikunni sýni að samfélagið sé komið á vafasama braut. Hann segir mikilvægt að ekki megi beygja listaverk undir einhvers konar lýðheilsumarkmið.” Engum sem fylgist með samfélagsumræðu eða lítur á fésbókina í hádeginu dylst að auglýsingabrella Borgarleikhússins varðandi söngleikinn Níu Líf hefur…

Í minningu skáldlæðu
Í gær barst sú frétt að látin væri skáldlæðan Jósefína Dietrich á Akranesi, sem er vísnaunnendum að góðu kunn og hafa verk hennar ratað á bók. Mörg minnumst við hennar fyrir smellnar tækifærisvísur og glögga sýn á samfélagsmál. Kvöld eitt í febrúar 2016 kváðumst við Jósefína á í drjúga stund og er afrakstur þeirrar viðureignar…

Jaðarsettur einyrki þusar
Meðan ég gerði út frá kontór í úthverfi Hafnarfjarðar, fékk ég félaga mína til að hjóla í vinnuna með mér og þá uppfylltum við skilyrði um fámenna vinnustaði, hjóluðum okkur sveitta alla daga og skráðum samviskusamlega. Á tímabili dreymdi okkur um sigur í okkar flokki en þá tóku starfsmenn helstu keppinauta okkar sig til og…

„Sest ég upp í rennireið…“
Sest ég upp í rennireiðtil Reykjavíkur brunaÞangað leggja margir leiðsvona snemma morguns. Enn er gramsað í skúffum Sérríðar frá Kraunastöðum en til hennar fór ég í morgunkaffi í gær og fékk með mér eina skúffufylli af kveðskap. Ég staldraði lengi við því Útvarp Saga var í gangi og Sérríður vildi hafa mig viðstaddan þegar hún…

Sérríður
Eitt af mörgu sem hefur glatt mig í sjálfskipaðri sóttkví er að kynnast Sérríði Indriðadóttur sem er nú til heimilis í einni Skipalónsblokkinni hér í bæ, í hárri elli en er afar ern og hagmælt eins og hún á kyn til. Sérríður flutti úng frá Kraunastöðum með gott brageyra og tíu á fullnaðarprófi í móðurmáli,…
Andlega einkaþjálfunin
Ég er alltaf opinn fyrir nýjum leiðum til að verða betri en ég er og þegar ég sá þessa auglýsingu á víðlendum fésbókar, fylltist ég áhuga. Ég var nýbúinn að gera Osteostrong-æfingu dagsins sem tók eina mínútu og sendi fyrirspurn til væntanlegs einkaþjálfara. Ekki stóð á svörum: „Á 6 mánuðum færð þú betri (og jafnvel…
Andlitsæfingaáætlunin
„Facefit snýst um að gera æfingar, þjálfa vöðvana til að lyfta, stinna og slétta. Alveg eins og með líkamsrækt, við förum í ræktina til að líta betur út og öðlast betri heilsu. Skemmtilegar æfingar sem þú lærir í facefit ásamt fræðslu um hvernig við getum virkjað vöðvana eða slakað á andlitinu til hins betra.“ „Notar…
Osteostrong-snákaolían
„OsteoStrong er byltingarkennt kerfi sem hjálpar fólki að styrkja vöðva, minnka verki í liðum og stoðkerfi, styrkja bein og auka jafnvægi með góðum árangri.“ Texti á forsíðu fyrirtækisins. Ástundun OsteoStrong tekur mjög stuttan tíma eða um 10 mínútur í viku. Fólk mætir í venjulegum fötum, tekur á, svitnar ekki en getur fylgst mjög vel með…
Svanasöngur
Kvikmyndin Svanurinn var sýnd í sjónvarpinu meðan fólk var enn í ofáti og lá á meltunni. Hér á bæ var horft með athygli framan af og eyru sperrt því hljóðið var takmarkað og annað hvort töluðu persónur lágt eða óskýrt. Margt í atburðarásinni var óljóst og því var leitað á náðir netsins til að finna…
Lögin sem börnin eiga að syngja
Fjölmargir tónmenntakennarar hafa hafnað þátttöku í degi tónlistarinnar sem er á morgun og segja lög og texta ekki við hæfi barna. Forsvarsmönnum tónlistardagsins þykir þetta miður, tala um ritskoðunartilburði og fleira í þeim dúr. Þetta verður alltaf smekksatriði en velta má fyrir sér hvað veldur löngun fullorðinna manna að heyra mjóróma barnakóra fara með þessa…
Vitnisburðirnir
„Styttur má aðeins gera af dánu fólki en ég fékk styttu í lifanda lífi. Ég er þegar orðin að steini. Þessi stytta var örlítill þakklætisvottur fyrir margþætt framlag mitt, eins og segir í textanum sem Vidala Frænka las upp. Yfirboðarar okkar höfðu falið henni þetta verk við litla hrifningu hennar. Ég þakkaði henni með eins…
Á tíæringi yfir Breiðafjörð
Ég fylgdist eins og fleiri með boðsundi Marglyttanna yfir Ermarsund og fagnaði þegar þær kláruðu það. Að synda í klukkutíma í einu í úfnum sjó, hvíla sig í fimm tíma og endurtaka klukkutímann er ekki auðvelt, hvað þá ef þriðji klukkutíminn fylgir. Ég hef mest synt 4 kílómetra í beit í útlenskum sjó og finnst…