Nokkrar bestu myndirnar á kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary, sem fram fór í byrjun mánaðarins, áttu það sammerkt að fjalla um börn – þótt þær væru alls ekki fyrir börn. Nauðgun og glatað sakleysi, börn í hakkavél dómstóla og gulu pressunnar, börn sem eru fangar fjölskyldutráma og alkóhólisma foreldranna, eða fórnarlömb eineltis og vanhæfra kennara eða […]
