Frásagnarlögmál Verbúðarinnar eru hægt og rólega að skýrast. Hver þáttur er eitt ár og því útlit fyrir að þessu ljúki rétt fyrir Viðeyjarstjórn Davíðs og Jóns Baldvins. Svo missir einhver líkamspart í hverjum þætti og annar missir lífið – það síðara oftast vegna óhóflegrar fíknar í örvandi efni, þótt græðgin hjálpi í báðum tilfellum til. […]