1. maí

The Northman

1. maí 2022

The Northman, stórmynd þeirra Robert Eggers og Sjóns, fjallar um hefnd í heimi ofbeldis og örlagatrúar og blandar saman Hollywood-leikurum á borð við Nicole Kidman, Willem Defoe, Ethan Hawke og Önnu-Taylor Joy og norrænum leikurum á borð við Alexander Skarsgård, Claes Bang, Ingvar E. Sigurðsson og Björk. En hverjir eru snertifletirnir við aðrar víkingamyndir eins […]

Hljóðskrá ekki tengd.
1. maí

Frá Berlín til Auschwitz

29. júní 2021

Við erum í lest á leiðinni til Berlínar. Árið er 1928 og ung stúlka af góðum Kölnar-ættum, Marthe Müller, er á leiðinni til Berlínar í listnám, í óþökk föður síns. Í lestinni hittir hún Kurt Severing, blaðamann fyrir Die Weltbühne, sem var helsta málgagn vinstrisinnaðra menntamanna á tímum Weimar-lýðveldisins. Þau munu verða okkar helstu leiðsögumenn […]

Hljóðskrá ekki tengd.
1. maí

sorgarlag

1. maí 2020

“sorg”: [ // sorg // sendir út tvær fyrirspurnir // skilar af sér fylki af sólum // sem gefa ný eintök af þessu falli 2 * [upphrópun]’vei! => x = [staður] ‘borg .{eiginleikar} ‘fallin n = [tími]’nóttin s, t = [staður]’stræti, turnar l = n =>[fyrirbæri]’ljóshafið // FYRIRSPURN 1 // Hvar eru þín stræti, þínir […]

Hljóðskrá ekki tengd.
1. maí

Kynjuð byggðaumræða

1. maí 2020

Ísland er eyja. Það voru nánast nýjar fréttir fyrir Íslendinginn sem fór erlendis til náms fyrir nokkrum árum, rétt áður en Geir bað guð að blessa okkur. „hvar á eyjunni býrð þú“ spurði skólafélagi minn og ég starði á hann í forundran. „ég bý á norðurhluta LANDSINS“. Af því að við erum svo stór, samt […]

Hljóðskrá ekki tengd.
1. maí

Himinninn yfir Helsinki

1. maí 2020

Brot úr bók í vinnslu rigningin hellist yfir strætin víkka þessir metrar á milli húsa óyfirstíganlegir eftir teinum renna vagnar til að ferja okkur úr einni sjálfheldu í aðra tætingslegur maður skolast um borð í sporvagninn með tætingslegt hundblautt dýr í eftirdragi það pompar niður við miðstöðina vagninn fyllist heitum fnyk af blautum hundi fljótlega […]

Hljóðskrá ekki tengd.
1. maí

Þegar skúringakonurnar taka völdin

1. maí 2020

Þegar skúringakonurnar taka völdin þurfa allir að fara úr skónum Þegar skúringakonurnar taka völdin verða þeir sem afstóla of snemma fyrstir upp að veggnum Þegar skúringakonurnar taka völdin verður heimurinn tandurhreinn Nei! Þegar skúringakonurnar taka völdin verður aldrei skúrað framar og heimurinn verður skítugur og heiðarlegur Það er ekki eining um þetta, þetta gæti ollið […]

Hljóðskrá ekki tengd.
1. maí

Ljóð á ferli

1. maí 2020

Uss, það eru ljóð á ferli
Hafðu ekki hátt
Ekki yfirgnæfa þau
Ekki kæfa
Ferill þeirra er margbrotinn
Haltu áfram að dreyma
Ekki rekja upp
Ekki gleyma
Uss, það eru ljóð á ferli
Frá upphafspunkti
Til endalínu
Hafðu ekki hátt
Ljóð eru á ferli

Hljóðskrá ekki tengd.
1. maí

Parið

1. maí 2020

Daðrandi
dansandi
með langa gráa lokka
glampa í augum
og glott í stíl.
Skýtur upp í sig
snöfsunum
af miklum móð
meðan kærastan
rífst og reiðist
og rakkar niður
alla þá
sem eiga ekki
upp
á pallborðið
hennar.

Hljóðskrá ekki tengd.
1. maí

Hverskonar tímar eru þessir

1. maí 2020

Það er staður milli trjálína tveggja þar sem grasið vex upp og aldni byltingarvegurinn hverfur inn í skuggana nærri yfirgefnu samkomuhúsi hinna ofsóttu sem hurfu einnig í þessa sömu skugga. Ég hef gengið þar og tínt sveppi við mörk óttans, en ekki láta blekkjast þetta er ekki rússneskt ljóð, þetta er hvergi annars staðar en […]

Hljóðskrá ekki tengd.
1. maí

Rökkur

1. maí 2020

 
Gísli Þór Ólafsson (Gillon) gaf út plötuna Bláar raddir árið 2013, en hún inniheldur lög við 10 ljóð Geirlaugs Magnússonar úr bókinni Þrítengt frá árinu 1996. Hér má hlýða á lag við ljóðið Rökkur.

Hljóðskrá ekki tengd.
1. maí

Úr Ég trúi

1. maí 2020

Um lífið Ég trúi ekki á Guð né prestana Ég trúi ekki að peningar séu hamingja Langar samt að prufa að gráta í Bens Ég trúi ekki á visku markaðarins En minna á gangandi bindishnúta að skipuleggja samfélagið Ég trúi ekki að það sé til einn sannleikur, né ein sönn ást Ég trúi ekki að […]

Hljóðskrá ekki tengd.
1. maí

Að vera eins og aðrir

1. maí 2020

Ég ætti ekki að vera svona eins og ég er. Ég get ekki látið fólk sjá mig svona. Ég get ekki hagað mér svona. Ég ætti að reyna að drulla mér að vera eins og aðrir. Það er nú ekki hægt að láta svona eins og ég læt. Það virðist ekki falla vel hjá öðrum […]

Hljóðskrá ekki tengd.
1. maí

Hringrásin

1. maí 2020

Ég hef ekki tíma til að deyja, ég er of upptekin. Verkefnin hrannast upp, því tel ég það ótímabært að yfirgefa þessa jörð. Ég er hringrásin, ég hrannast upp. Gömul útgáfa, ný útgáfa, endurútgáfa af sjálfi. Sem ég þarf að endurvinna, yfirfara og prófarkalesa. Endurskoða skoðanir, ákvarðanir. Verkefnin hrannast upp. Minningar staflast upp, staflast í […]

Hljóðskrá ekki tengd.
1. maí

Kaflar úr ævi listamanns, eða, óhæfuverkasýningin

1. maí 2020

Danski kvikmyndagerðarmaðurinn Lars von Trier hefur um langt skeið verið meðal skærustu stjarna heimsbíósins, og hefur hann jafnan gert sér far um að rækta fjölmiðlaímynd sína. Lengst af hefur það gengið prýðilega, eða allt frá því að hann og Thomas Vinterberg kynntu „dogme yfirlýsinguna“ á Le cinéma vers son deuxième siècle ráðstefnunni í París, sem […]

Hljóðskrá ekki tengd.
1. maí

Dagurinn okkar

1. maí 2020

sjöundi apríl tvöþúsund og sautján. þú að verða átján. bíður mín á stoppistöð í Stokkhólmi. blómarós í hvítri kápu. við tölum um allt og hlæjum saman í strætó með stefnu á sýningu í útjaðri borgarinnar. ég nýt hverrar mínútu. svo gaman að fá að vera með þér! skoða málverk með augunum þínum næmum á smáatriðin. […]

Hljóðskrá ekki tengd.
1. maí

Orðin

1. maí 2020

Í upphafi var orðið.
Í upphafi var, er og verður orðið.
Í upphafi mannlega sköpunarverksins
er kannski eitthvað annað:
tilfinning
hugmynd
óljós minning
eitthvað annað
kannski
gap ginnunga
milli tveggja orða eða tilfinninga
sem kallar til sín
fleiri or…

Hljóðskrá ekki tengd.
1. maí

Grikkland, skýrsla, 20 maí 2019

1. maí 2020

kettirnir hérna, hótelin og plaststólarnir spretta upp eins og illgresi nema illgresinu er gefið að borða kettirnir liggja út um allt eins og innfallin hræ horaðir, skítugir pírðar glyrnurnar eins og linar geirvörtur í gagnsæjum brjóstahöldurum eins og tveir mínusar það er óraunverulegt að vera hérna í hótelborg við sjóinn ég vakna og fer í […]

Hljóðskrá ekki tengd.
1. maí

Tveir textar úr prósa-skáldsögunni: Pabbi minn, spámaðurinn

1. maí 2020

Draumarnir raungerast sem tölur í heimabankanum. Gufa upp í sjálfsefanum. Og óhjákvæmilega kemur kannski sá tími þegar sjálfsvíg er eina ólæsta hurðin út úr brennandi húsi. Úr þvottavél fullri af rakvélarblöðum og salti í lungnamjúkan faðm myrkursins. Teningunum kastað aftur. Kannski ertu heppinn og fæðist í betra póstnúmeri næst. Ef ekki þá má náttúrulega alltaf […]

Hljóðskrá ekki tengd.
1. maí

Hæ, Helga

1. maí 2020

Reykjavík 02. desember Hæ aftur, Helga. Eitt sinn var Jesú á gangi meðfram sjónum við Akrafjall. Mávar görguðu í þokubökkum við fjallstoppinn og Jesú var með asna í bandi sem lötraði hægt en undirgefinn á eftir honum. Af því Jesú var töffari þá tuffaði í hann í sjóinn og af því hann var töfrum almættis […]

Hljóðskrá ekki tengd.