Nýlega las ég tvær skáldsögur sem taka sér svipað umfjöllunarefni: Líf raunverulegra, sögulegra hinsegin rithöfunda. Rithöfundarnir voru meira að segja uppi á svipuðum tíma, en lifðu og störfuðu hvor í sínu horni hins vestræna heims: Hinn norður-þýski …
Author: Þorsteinn Vilhjálmsson
Leyniguðspjöll og leyndardómar Mar Saba
Biblían: Bók bókanna. Maður er vanur þeirri tilhugsun að biblían sé fasti, innan hennar skrautlegu banda sé ákveðinn fjöldi guðspjalla, bréfa og fornra hebreskra texta sem breytist ekki. En raunin er önnur. Í fyrsta lagi er biblían að sjálfsögðu þýdd ú…
Mörk og merkimiðar: Merking eftir Fríðu Ísberg
Eitt sem góðar bækur gera er að láta lesandann velta fyrir sér fyrir þýðingu orða sem honum eru allajafnan svo töm að hann hugsar aldrei neitt sérstaklega út í þau. Titill og innihald nýrrar skáldsögu Fríðu Ísberg, Merking, sendi mig í dálítinn leiðang…
Konur gegn kanón
Undanfarin 15 ár hefur röð bóka komið út í hinum enskumælandi heimi sem setja sér róttækt verkefni. Þetta eru skáldsögur eftir kvenhöfunda þar sem nýju, femínísku sjónarhorni er varpað á helgustu texta hins vestræna kanóns — grísk-rómversku fornritin, …
Ástir og örlög hins ógurlega herra Z
Ég hef áður skrifað hér um Töfrafjallið eftir Thomas Mann og hvernig bókin hafði einhvernveginn meiri og meiri áhrif á mig eftir því sem leið á. Sú þróun hefur haldið áfram og er ég nú farinn að hafa vaxandi áhuga á ævi höfundar, sem er ævintýraleg og …
Að lifa til að elda – Simple French Food eftir Richard Olney
Af einhverri ástæðu er það ekki algengt að sjá bókadóma eða umfjallanir um uppskriftabækur, nema þá á miðlum sem fjalla sérstaklega um mat frekar en almennt um bækur. Það er líklega skiljanlegt; fæstar eru uppskriftabækur nein bókmenntaverk, og þetta s…
Hvað eru kristnar bókmenntir? Kazantzakis og Kristur endurkrossfestur
Árið 2004 gerðist nokkuð sem ætti að kallast heimssögulegur viðburður. Páfinn í Róm, leiðtogi kaþólikka, hélt sameiginlega messu með patríarkanum í Konstantínópel, leiðtoga réttrúnaðarkirkjunnar. Þar fóru þeir saman með trúarjátninguna á forngrísku. Þe…

Hverfult minni og kvikar goðsagnir: Rokkbækur
Til er ein bókmenntagrein sem ég er afskaplega veikur fyrir en átta mig jafnframt á því að er fremur ófín, og ég viðurkenni því ekki endilega í hvaða félagsskap sem er að ég elski. Þetta eru bækur um dægurtónlist og dægurtónlistarmenn, sérstaklega karlkyns, enskumælandi tónlistarmenn sem voru upp á sitt besta á 7. og 8. […]

Feneyjar úr fjarlægð – Venice eftir Jan Morris
Í ljósi þess að Lestrarklefinn ætlar að setja ferðabókmenntir í brennidepil þótti mér rétt að skrifa um án vafa bestu ferðabók sem ég hef lesið, Venice eftir Jan Morris. Morris er stórmerkilegur höfundur sem er því miður lítt þekkt utan heimalands hennar, Bretlands. Hún hefur átt afskaplega viðburðaríka ævi, svo fáir geta státað af öðru […]

Ormétið pauf – Veröld sem var eftir Stefan Zweig
Eins og kannski sást á pistli mínum um Töfrafjallið sem ég birti hér um daginn, þá er ég með visst æði fyrir ákveðnu bókmenntatímabili þessa dagana – lokaárum 19. aldar og upphafsárum þeirrar 20., þ.e. þess tíma sem stundum er nefndur „fagra tímabilið“ upp á frönsku, la belle époque, og svo ekki síst hrunsins sem […]

Bókin sem vill ekki láta lesa sig – Töfrafjallið eftir Thomas Mann
Það er almennt ágæt regla að henda frá sér bókum sem manni þykja leiðinlegar. Það er allajafnan lítill tilgangur í að böðlast áfram í einhverju sem maður hefur ekki gaman af, jafnvel þótt eitthvað skemmtilegt kunni að bíða á blaðsíðu 900. Þessa reglu sveik ég þó nýlega — eða ekki svo nýlega, miðað við þann […]