Fyrrverandi bókaútgefandi sem er núna rithöfundur segir hér að bækur séu að styttast. Ég veit ekki hvort það er rétt en sumar þykkar bækur eru samt farnar að fara í taugarnar á mér. Vissulega las ég alla doðrantana í ritröð Karls Ove Knausgårds, sem fj…
Author: Þórdís Gísladóttir
Orkudrykkir og sveppir
Í gær sagði ég á skrifstofunni, sem ég deili með nokkrum konum sem allar eru snillingar, að X-kynslóðin væri búin að eyðileggja svo margt. Mér var auðvitað svarað með „ókei boomer“ og „farðu nú ekki ofan í þessa gröf, Þórdís“ en mér fannst ég mega segj…
Þú veist hvað ég meina, mær …
Í dag er 1. september og spáð er óveðri. Mér finnst það dálítið hressandi. Ég lufsast um garðinn eins og múmínpabbi og vonast eftir alvöru hvelli, ekki væri verra ef hengirúm bísamrottunnar fyki út í hafsauga og kassa af rommi myndi skola á land. Í gær…
Haustið og froskarnir
Það er næstum liðið ár síðan ég skrifaði síðast á þessa síðu. Á því ári hefur margt gerst. Ég ætla ekki að ræða það neitt frekar hér, datt bara í hug að gera það að haustheiti að endurlífga bloggsíðuna og því þurfti ég að prófa hvort ég kæmist enn hér …
Guðný Eyjólfsdóttir – sjáandinn á Vesturbrú
Þessar vikunar er ég umsjónarkona þátta sem eru á laugardögum á Rás1. Þeir fjalla um ævi Guðnýjar Eyjólfsdóttir Vestfjörð sem fæddist á köldu vori árið 1888 og ólst upp í torfkofa í Nauthólsvík. Systir hennar, Jósefína, er mun þekktari á Íslandi en Guð…
Mætti ég biðja um …
Danir eru kurteisir (kannski er allur heimurinn kurteisari en Íslendingar). Þeir segja „Må jeg be’ om …“ þegar þeir panta pítsu á veitingahúsum eða kaupa sér snúð á Nørrebrogade. En Danir eru líka öðruvísi kurteisir. Undanfarna daga hefur eitthvað veri…
Stórir rassar og stór hús
Áðan las ég smartlandsumfjöllun um mann sem hætti að leigja íbúð í Grafarvogivegna dýrtíðar (og vegna þess að hann var ekkert mjög mikið heima hjá sér) og keypti sér hjólhýsi sem hann býr í ásamt sambýliskonu. Um daginn las ég líka um da…

Listakona á Rolfsvej
Elín Pjet. BjarnasonSumir rithöfundar og bloggarar fá mörg símtöl, bréf og pósta frá lesendum sínum þar sem brugðist er við skrifunum með ýmsum hætti. Ég fæ lítið af slíkum viðbrögðum nema í formi þumla og einstaka skilaboða á samfélagsmiðl…

Jarðhræringar og eldglæringar
Í gær rigndi mikið með reglulegum þrumum og eldingum hérna í Split. Það kom ekki á óvart, ég fylgist með veðurspánum. Hins vegar var ekkert sem varaði okkur við jarðskjálftanum sem dundi yfir um tíuleytið í gærkvöldi. Hann mældist eitthvað í kringum 5 …

Vígt vatn af skornum skammti
Þessa vikuna dvel ég í Króatíu. Að lenda á flugvellinum í Split er svolítið eins og að lenda á Ísafirði, stefna á fjall og taka svo skyndilega U-beygju (nú ætla ég samt ekki að reyna að ljúga því að ég hafi einhverntíma flogið til Ísafjarðar). Hér er h…

Niðurbrjótanlegir pokar
Í garðinum við húsið mitt í Kaupmannahöfn eru tunnur fyrir flokkað rusl, svona eins og gengur og gerist, þar á meðal ein fyrir lífrænan úrgang. Í horni garðsins er líka kúla fyrir gler og skot fyrir storskrald; húsgögn, raftæki, innréttingar og fleira…

Dánarstaður menningarmanns
Dr. Priemes Vej 1 árið 1947Einu sinni var nítján ára stúlka sem hét Eleanor Christie. Hún bjó með móður sinni, ekkju eftir lögmann, í Bolfracks Cottage, nálægt Aberfeldy í miðjum skosku hálöndunum. Eleanor hafði gengið í einkaskóla á heimaslóðum og hei…

Frú Braki og ferilsskráin
Þetta er mynd af opnu í Alt for damerne sem liggur á borðinu Á meðan ég bjó til croque madame í hádeginu rifjaðist upp fyrir mér að ég þyrfti að skrifa áfangaskýrslu og senda til Rannís og semja svo umsókn um listamannalaun. Mér finnst þeir dagar…

Kveðjubréf látinnar móður (eða sjálfsvíg í gulli slegnu baðherbergi)
Ég hef mjög gaman af sögum um fjölskylduleyndarmál. Allskonar safaríkum og leyndardómsfullum sögum sem Íslendingabók og minningargreinar afhjúpa ekki, því fólki er svo umhugað að leyndarmálin komi ekki upp á yfirborðið. Það er oft ekki fyrr en í þriðju…

Karl skrifar bók – kona les bók
Nú er ég búin að lesa aðra bókina sem ég hef keypt hérna í Kaupmannahöfn. Það er bókin Store Kongensgade 23 eftir Søren Ulrik Thomsen (f.1956). Ég held að mér sé óhætt að segja að Søren Ulrik sé eitt þekktasta ljóðskáld Dana. Hann byrjaði sem módernist…

Aftur í Höfn
Það er komið haust og ég er aftur sest að í götu Henriks Bjelkes. Ég er ekki stödd í sömu íbúð og þegar ég var hér í vor, við fengum leigða rúmbetri og fallegri íbúð hinum megin við götuna. Ég er búin að skrifa lista yfir næstu verkefni sem liggja fyri…

Höll fótahvíslaranna og dauð blóm
Í Danmörku eru jafn margir fótaaðgerðafræðingar að störfum og sálfræðingar og þerapistar í Frakklandi. Í götunni minni í Kaupmannahöfn er meira að segja stór höll sem merkt er fótahvíslarastéttinni. En ég er reyndar komin til Reykjavíkur og mun ekki sj…

Dylanmennirnir
Bob Dylan er nýorðinn áttræður. Eins og var fyrirsjáanlegt spruttu Dylanmennirnir fram úr öllum hornum og fögnuðu í einkamiðlum og á opinberum vettvangi. Fréttatími RÚV í gær fagnaði líka afmælinu með veglegri umfjöllun og einn menningarblaðamaður sagð…

Henrik Bjelke, reiðhjól og bækur
Það er langt síðan ég hef gefið mér tíma til að skrifa eitthvað hérna, en núna, á hvítasunnudegi, pinsedag eins og Danir kalla hann, finnst mér einmitt vera rétti tíminn til að opna þessa síðu aftur. Ég sit í lítilli íbúð á götu á Nørrebro sem kennd er…

Baráttudagur kvenna
Starfandi framkvæmdastjóri Alþjóðabankans, Mari Pangestu, segir í viðtali við DN að í coronafaraldrinum beri konur þyngsta krossinn. Hún vill kalla þetta alþjóðlega kvennakreppu, að covid-19 hafi breikkað bilið á milli kynjanna og rifið upp gamla…

Ertu að reyna að vera fyndin?
![]() |
Iris Murdoch með kisunni sinni |
Í gærkvöldi horfði ég á viðtal við Babben Larsson, sem er sænsk leikkona, grínisti og uppistandskennari við Dramatiska Institutet í Stokkhólmi. Þar var hún spurð hvað væri fyndið og í stuttu máli sagði hún eitthvað á þá leið að oft þætti fólki það fyndið þegar varpað væri ljósi á aðstæður sem það gæti séð sjálft sig í eða kannaðist við, en á einhvern óvæntan hátt eða í óvæntu samhengi.
John Self telur vandamálið þó dýpra og rótgrónara, hann segir að vandinn sé ekki bara að fyndni sé ekki tekin alvarlega, heldur sé horft framhjá því þegar svokallaðir „alvarlegir höfundar“ séu fyndnir. Í því samhengi nefnir hann að hann hafi lengst af sniðgengið verk Irish Murdoch því hann hafi talið hana einn fúlu höfundanna (vegna þess sem hann hafði lesið um verk hennar) en þegar hann las bækurnar komst hann að því að Iris Murdoch er mjög fyndinn höfundur, það sé bara allt of sjaldan minnst á að í bókum hennar sé mikið grín. Irish Murdoch er þekkt fyrir að vera greindur og heimspekilegur höfundur með úfið hár, hún var bóhem í Oxford sem bjó í húsi fullu af rusli með manninum sínum, John Bailey, og svoleiðis kona hafi hreinlega ekki verið talin geta verið fyndin. Undanfarið hafa þó viðhorfin til Iris Murdoch verið að breytast og yngri lesendur hafa komið auga á kómíkina í verkum hennar.

Svalir og ósvalari höfundar
Ég sakna Lesbókar Morgunblaðsins. Þegar hún fylgdi blaðinu var ég helgaráskrifandi og las greinar á íslensku um menningu og bókmenntir með morgunkaffinu á laugardögum. Núna les ég greinar um bókmenntir og menningu á ensku eða norðurlandamálunum af skjá…

Þýðing
Fyrir áratugum tók ég námskeið við Háskóla Íslands í hagnýtum skrifum og þýðingum. Lokaverkefni mitt í námskeiðinu var þýðing á upphafsköflum bókar eftir kvenkyns höfund, sem hafði þá verið látin í nokkur ár, en ég hafði lengi haft miklar mætur á þessu…

Vatnaleiðin og Álabókin
Það voru ekki margir á leið frá Stykkishólmi niður í Borgarfjörð í gær (ætli það megi ekki að segja niður í því samhengi?). Veðrið var fallegt, nokkrir hestar í vetrarbúningi átu hey og kindur vöppuðu á stöku stað fyrir utan bæi. Ég veit ekkert um land…
Skipulagsmál
Merkilegt hvernig manneskja maður er eða verður. Mér finnst svolítið berangurslegt í þessum fallega bæ sem Stykkishólmur er og í gönguferðum hugsa ég með mér að þarna í brekkuna myndi ég planta nokkrum reynitrjám, fengi ég einhverju ráðið, og þarna sun…
Stykkishólmur
Þessa vikuna dvel ég á hótel Egilsen í Stykkishólmi. Frá mánudegi hef ég verið eini hótelgesturinn, reyndar eina manneskjan í húsinu, og mér finnst það mjög skemmtilegt. Hér er góð kaffivél sem heitir Moccamaster, húsið er fallegt og útsýnið dásamlegt….
Fuglasöngur
Spói (Numenius phaeopus)Í gær fékk ég póst frá ritstjóra tímarits. Þar var ég beðin um að skrifa pistil um ákveðið efni í tímaritið. Að launum fyrir pistilinn er í boði árs áskrift að tímaritinu. Ég brást vel við erindi ritstjórans, ég hef sjálf verið …
Sænskar kanónur og Inspector Spacetime
Í umræðuþætti sem ég fann á vef sænska ríkisútvarpsins ræða bókmenntafræðingur, prófessor og nýdoktor í bókmenntum, könnun á kynjahlutföllum höfunda á leslistum í bókmenntafræðideildum fimm stærstu háskóla Svíþjóðar. Mikill meirihluti bóka sem lesnar e…
Leiðindi eða ekki
Um daginn hlustaði ég á útvarpsþátt þar sem var viðtal við mann sem hafði verið í sambandi við konu sem hann skilgreindi með narsissíska persónuleikaröskun. Röskunin birtist í ýmsu misskaðlegu atferli, en meðal annars átti konan gríðarlega erfitt með a…
Með hausinn í sandinum?
Húsið hans Jespers í Florida. Það var auglýst til sölu á 10,7 milljónir dollaraEldsnemma í morgun, eiginlega í nótt, las ég grein í DN eftir sjónvarpsmanninn Janne Josefsson. Það er þessi sem gerir þættina Uppdrag granskning, en hann er reyndar hættur …