Starfandi framkvæmdastjóri Alþjóðabankans, Mari Pangestu, segir í viðtali við DN að í coronafaraldrinum beri konur þyngsta krossinn. Hún vill kalla þetta alþjóðlega kvennakreppu, að covid-19 hafi breikkað bilið á milli kynjanna og rifið upp gamla…
Author: Þórdís Gísladóttir

Ertu að reyna að vera fyndin?
![]() |
Iris Murdoch með kisunni sinni |
Í gærkvöldi horfði ég á viðtal við Babben Larsson, sem er sænsk leikkona, grínisti og uppistandskennari við Dramatiska Institutet í Stokkhólmi. Þar var hún spurð hvað væri fyndið og í stuttu máli sagði hún eitthvað á þá leið að oft þætti fólki það fyndið þegar varpað væri ljósi á aðstæður sem það gæti séð sjálft sig í eða kannaðist við, en á einhvern óvæntan hátt eða í óvæntu samhengi.
John Self telur vandamálið þó dýpra og rótgrónara, hann segir að vandinn sé ekki bara að fyndni sé ekki tekin alvarlega, heldur sé horft framhjá því þegar svokallaðir „alvarlegir höfundar“ séu fyndnir. Í því samhengi nefnir hann að hann hafi lengst af sniðgengið verk Irish Murdoch því hann hafi talið hana einn fúlu höfundanna (vegna þess sem hann hafði lesið um verk hennar) en þegar hann las bækurnar komst hann að því að Iris Murdoch er mjög fyndinn höfundur, það sé bara allt of sjaldan minnst á að í bókum hennar sé mikið grín. Irish Murdoch er þekkt fyrir að vera greindur og heimspekilegur höfundur með úfið hár, hún var bóhem í Oxford sem bjó í húsi fullu af rusli með manninum sínum, John Bailey, og svoleiðis kona hafi hreinlega ekki verið talin geta verið fyndin. Undanfarið hafa þó viðhorfin til Iris Murdoch verið að breytast og yngri lesendur hafa komið auga á kómíkina í verkum hennar.

Svalir og ósvalari höfundar
Ég sakna Lesbókar Morgunblaðsins. Þegar hún fylgdi blaðinu var ég helgaráskrifandi og las greinar á íslensku um menningu og bókmenntir með morgunkaffinu á laugardögum. Núna les ég greinar um bókmenntir og menningu á ensku eða norðurlandamálunum af skjá…

Þýðing
Fyrir áratugum tók ég námskeið við Háskóla Íslands í hagnýtum skrifum og þýðingum. Lokaverkefni mitt í námskeiðinu var þýðing á upphafsköflum bókar eftir kvenkyns höfund, sem hafði þá verið látin í nokkur ár, en ég hafði lengi haft miklar mætur á þessu…

Vatnaleiðin og Álabókin
Það voru ekki margir á leið frá Stykkishólmi niður í Borgarfjörð í gær (ætli það megi ekki að segja niður í því samhengi?). Veðrið var fallegt, nokkrir hestar í vetrarbúningi átu hey og kindur vöppuðu á stöku stað fyrir utan bæi. Ég veit ekkert um land…
Skipulagsmál
Merkilegt hvernig manneskja maður er eða verður. Mér finnst svolítið berangurslegt í þessum fallega bæ sem Stykkishólmur er og í gönguferðum hugsa ég með mér að þarna í brekkuna myndi ég planta nokkrum reynitrjám, fengi ég einhverju ráðið, og þarna sun…
Stykkishólmur
Þessa vikuna dvel ég á hótel Egilsen í Stykkishólmi. Frá mánudegi hef ég verið eini hótelgesturinn, reyndar eina manneskjan í húsinu, og mér finnst það mjög skemmtilegt. Hér er góð kaffivél sem heitir Moccamaster, húsið er fallegt og útsýnið dásamlegt….
Fuglasöngur
Spói (Numenius phaeopus)Í gær fékk ég póst frá ritstjóra tímarits. Þar var ég beðin um að skrifa pistil um ákveðið efni í tímaritið. Að launum fyrir pistilinn er í boði árs áskrift að tímaritinu. Ég brást vel við erindi ritstjórans, ég hef sjálf verið …
Sænskar kanónur og Inspector Spacetime
Í umræðuþætti sem ég fann á vef sænska ríkisútvarpsins ræða bókmenntafræðingur, prófessor og nýdoktor í bókmenntum, könnun á kynjahlutföllum höfunda á leslistum í bókmenntafræðideildum fimm stærstu háskóla Svíþjóðar. Mikill meirihluti bóka sem lesnar e…
Leiðindi eða ekki
Um daginn hlustaði ég á útvarpsþátt þar sem var viðtal við mann sem hafði verið í sambandi við konu sem hann skilgreindi með narsissíska persónuleikaröskun. Röskunin birtist í ýmsu misskaðlegu atferli, en meðal annars átti konan gríðarlega erfitt með a…
Með hausinn í sandinum?
Húsið hans Jespers í Florida. Það var auglýst til sölu á 10,7 milljónir dollaraEldsnemma í morgun, eiginlega í nótt, las ég grein í DN eftir sjónvarpsmanninn Janne Josefsson. Það er þessi sem gerir þættina Uppdrag granskning, en hann er reyndar hættur …
Rauða halastjarnan
Í fyrra flutti ég nokkra pistla um nýlegar ævisögur í Víðsjá á Rás 1. Einn pistlanna fjallaði um bók um Simone de Beauvoir, konu sem býsna margt hefur verið skrifað um, og ég spurði mig spurningar sem margir spyrja sjálfsagt; vantar okkur fleiri bækur …
Með veggteppi fyrir gluggunum
Þegar þessar línur eru skrifaðar er ég stödd í húsi í jaðri Reykjavíkur. Húsið er byggt 1968 sem sumarbústaður og þess vegna ekki einangrað með það í huga að í því sé dvalið þegar hitinn utanhúss nálgast tíu mínusgráður. Þegar ég kom hingað var hitinn …
Berum höfuðið hátt!
Um daginn var ég að spjalla um borgina Lyon og þá rifjaðist upp fyrir mér að á meðan ég dvaldi þar, fyrir nokkrum árum, hefði ég skrifað eitthvað á þessa bloggsíðu. Hún var alveg horfin úr huga mér, ég mundi ekki einu sinni slóðina. Bloggið tókst mér s…
2021
Í gær gekk ég úr Norðurmýri til Hafnarfjarðar. Á leið um Garðabæ sá ég þetta hús og tók mynd af því.

Að verða Simone de Beauvoir
Undir lok síðasta árs las ég í erlendum vefmiðli að ný ævisaga Simone De Beauvoir, væri komin út. Hún heitir Becoming Beauvoir, A Life og er eftir Kate Kirkpatrick, fræðikonu við King’s College í London. Fyrir áratugum las ég æviminningar Simone De Bea…

Harmræn saga erfingja mjólkurfernuveldisins
Sumarið 2012 fylltust fjölmiðlar af myndum og fréttum um harmleik í einni af tuttugu ríkustu fjölskyldum heims. Fjölskylda þessi, sem hafði alltaf verið mjög fjölmiðlafælin og haldið einkalífi sínu eins fjarri slúðurpressunni og mögulegt var, komst ekk…

Í myrkraherberginu
Í vor flutti ég nokkra pistla um nýlegar endurminningabækur í þættinum Víðsjá á Rúv. Á næstunni ætla ég að birta pistlana og sá fyrsti fjallar um áhugaverða bók eftir Susan Faludi.„Sumarið 2004 hóf ég að rannsaka sögu manneskju sem ég þekkti ekki sérst…
Glæpir menningarmafíunnar
Matilda GustavssonÁ föstudaginn fyrir rúmri viku kom bókin Klubben, eftir Matildu Gustavsson, út í Svíþjóð (hún kemur líka út á ensku með titilinn The Club: A Chronicle of Power and Abuse at the Heart of the Nobel Scandal). Matilda (f. 1987) fékk virt …
Stjörnurnar í Alabama
Er ein á skrifstofunni að hlusta á Ellu Fitzgerald syngja Stars fell on Alabama og Blue Moon. Ég á ný föt, það er ýmislegt að frétta og það er snjór í sendiráðshverfinu.
Stuttar bækur og langar
Um helgina var ég ein heima. Ég hitti skemmtilegt fólk í nokkra klukkutíma á föstudag og laugardag en að öðru leyti var ég ein. Það er svo sem ekkert til að ræða svona þannig séð, ég er alltaf mjög mikið ein og finnst það frekar þægilegt. Marga daga fæ…
Þjóð í hlekkjum
Í dag fékk ég skemmtilegan póst frá konu og rithöfundi sem stingur upp á að við fáum okkur kaffi. Hún segist líka hafa verið að láta frá sér marga árganga af Tímariti Máls og menningar. Þeir voru fullir af greinum eftir misyfirlætislega karlmenn, en hú…
Frosið brokkólí, skáldalaun og erótískar gáfur
Kofi í snjóÍ útjaðri borgarinnar á ég gamalt A-hús, sumarbústað sem var byggður á sjöunda áratug síðustu aldar. Á lóðinni við kofann er ýmislegt ræktað þegar ég nenni, en þar grotnar líka oft gamli rabarbarinn frá fyrri eigendum niður því ég nenni ekki…
Ananasklipping
Ég lauk við að lesa bókina Millilendingu (sem ég átta mig núna á að hefur sama titil og plata með Megasi, endurnýttir titlar er efni sem ég hef stundum rætt um við vini mína) og fannst hún virkilega skemmtileg og vel skrifuð. Hefði ég verið valdamikill…
2019
Klukkan er korter yfir tíu og enn er dimmt úti. Áðan spilaði einhver á Rás 1 Vals moderato, ekki uppáhaldsútgáfuna mína með Elsu Sigfúss heldur ósungna útgáfu, instrúmental eins og það kallast. Elsa söng sennilega inn á hátt í 200 hljómplötur, það vita…
Bókin með brjóstdropunum
Um helgina hefur rignt mjög mikið í Reykjavík. Í ljósi þess, og að auki var ég með hálsbólgu og hæsi, var alveg upplagt að eyða dögunum aðallega í rúminu með heimiliskettinum og nýrri bók. Ég er með stafla af glænýjum bókum til taks og búin að lesa nok…
Ljóð með þema
Mér er ekki kunnugt um hvaða týpur lesa það sem stendur á þessari síðu (þær eru þó nokkuð margar segir innbyggði ip-töluteljarinn) en ég held bara áfram að skrifa stöku sinnum og vinir og óvinir eru velkomnir hingað inn. Jólabókaflóðið hefur verið dálí…
Eitthvað pínulítið um gagnrýni
Stundum les ég eða heyri að þeir sem tjái sig um bókmenntir fái oft yfir sig ægilegar gusur frá óhressum höfundum eða útgefendum. Þetta hef ég aldrei upplifað persónulega þrátt fyrir að hafa skrifað og spjallað um bókmenntir á ýmsum stöðum. Einu sinni …
My friend and I
Undanfarið hef ég svolítið verið að hugsa um bókmenntagagnrýni, já eða mögulegan skort á henni og bókmenntaumræðu almennt, og um eitthvað sem Páll Baldvin Baldvinsson skrifaði í opnu bréfi fyrir nokkrum árum, þegar hann hætti að gagnrýna bækur. Í morgu…
Kaupmannahöfn
Í annað skipti á þessu ári er ég stödd í borginni við Eyrarsund. Ég er í miklu hipsteragettói á Norðurbrú. Hér er fólkið fagurt, kaffið með jurtamjólkinni gott og baðherbergin endurnýjuð. En fólk reykir samt enn á börum og svölum og í gær gekk ég í geg…