Rigning á morgun setti helgarplönin í uppnám, vér systur og fylgifiskar (fólk og hundar) ætluðum að skella okkur á Snæfellsnes á morgun og gera okkur stórglaðan dag. Þess í stað býst ég við að skreppa sjálf í bæinn og jafnvel leita mér að nýju rúmi. Ba…
Author: Sögur úr himnaríki
Kaja kvödd og hætturnar utandyra
Hádeginu var vel varið hjá Kaju sem er verslun og kaffihús og … hætti rekstri í dag sem er sorglegt. Framleiðir áfram hollustu og dásemdir sem verða til sölu í góðum búðum. Ég væri mun hollari og mögulega orðin vegan ef væri ekki svona mikið af þess …
Hin mistökin …
Undirbúningur afmælisins þann tólfta var bæði langur og strangur og þótt ég hafi ekki minnst á það sem fór úrskeiðis, vita bloggvinir mínir svo sem um rafræna boðsbréfið á Facebook, hópinn góða sem var ekki svo góður, fólk er enn að…
Af afmælum og megrunarkúrum sem virka
Síminn hringdi fyrir allar aldir í morgun, klukkan var alla vega ekki orðin hálfellefu, og símtalið tengdist verkefni, framkvæmd þess og fleira. Maðurinn í símanum hafði komið í afmælið mitt í fyrra lífi, vel fyrir aldamót, og á Hringbraut sem þá …
Fölblá eins og undanrenna
Óvænt og góð heimsókn í dag, vinkona á leið að norðan kíkti í kaffi. Ég gat borið fram snobb-veitingarnar, fína, franska brie-ostinn, sulturnar og óvenjulega kexið. Það liggur ekki lengur undir skemmdum, til að gera langa sögu stutta. Umræðuefni okkar …
Ef ég nenni …
Letidagar eru algjör nauðsyn annað slagið, og hér fór einn slíkur fram í dag. Vifturnar fóru í gang aftur eftir næstum vikalanga hvíld, ég hélt að ég gæti farið að fagna hausti og svala en svo var nú aldeilis ekki … Gætti þess bara að hreyfa mig…
Orð sem trufla, skólabyrjun og fjórði Elon Musk-inn
Stráksi byrjaði fjórða og síðasta árið í dásamlega Fjölbrautaskólanum sínum í morgun. Talsverð tímamót að hætta í vinnunni í gær og setjast svo á skólabekk í dag. Það var loks í gærmorgun sem stundaskráin kom inn á Innu eftir að við höfðum kíkt da…
Stuð við mjólkurkælinn …
Afmæliskveðjurnar berast enn og sumar sá ég í dag í fyrsta sinn þótt þær hafi verið skrifaðar og sendar á laugardaginn. Facebook þó! Mikið sem kveðjurnar hlýja, gleðja, kæta, bæta og hressa. Ekki er síður hressandi að fá betra veður, eða meiri svala og…
Nýr vinahópur kannski …
Nýlega bloggvældi ég yfir hópum sem Facebook reynir að troða mér í og henta flestum öðrum en mér, held ég, eins og Konur sem hlaupa með úlfunum og Tjaldstæði – umræðuhópur. Oft kemur fésbókin líka með tillögur að áhugaverð…
Upplyfting, heldur betur
Plötuspilari, jesss, æðislegt, hugsaði ég, svo innilega ánægð með nýju plötuna mína með Upplyftingu (og að geta spilað King Crimson-plöturnar mínar líka). Ég hafði vart náð að setja inn nýjustu bloggfærsluna á fésbókina (annars les enginn) í gær þ…
Af afmæli, útliti og aldri …
Hamfarahlýindi er eina orðið sem ég finn yfir ástandið heima hjá mér í gær. Ef einhver viðstaddur hefur ekki trúað á hlýnun jarðar, gerir hann það núna. Hugsa sér, það við Atlantshafið á ÍS-landi. Ekki bara funheitt í Himnaríki, heldur&n…
Flókin nöfn á jarðeldum og furðusaga af fésbók
Ferðamenn og kannski sérstaklega jarðvísindamenn frá útlöndum hljóta að verða smám saman stressaðari þegar þeir heimsækja Ísland, grunar mig, því það er ekkert eðlilegt sem þetta fólk þarf að læra að segja til að vera fólk með fólki. Eyj…
Bara eins og í bíómynd …
Bæjarferðin gekk bærilega í gær, þótt hún tæki marga, marga klukkutíma (6 og hálfan). Lögðum af stað fyrir allar aldir frá Akranesi, 9.57, og skriðum aftur heim undir hálffimm, og það fyrir um klukkutíma langt erindi. Það er að verða vikulegu…
Að opinbera sum leyndarmál óvart
Þrumuveður reið yfir í dag en fengu Skagamenn að njóta þess? Heldur betur ekki. Kannski heyrðist ekki í þrumum fyrir viftunum sem snúast í flestum herbergjum hér, það gæti auðvitað verið.
Það verður smám saman ægifínt í Himnaríki, ekki eins heimilisle…
Umræðuhefð og kannski misskilið grín
Drengurinn kominn heim úr helgargistingu og búinn að finna gleraugun mín. Það tók þrjár sekúndur, hann tafðist í tvær við að kíkja undir rúmið, þar sem þau voru ekki, heldur nánast beint fyrir framan hann. Hann hló, eins og mig grunaði. Hann …
Gleraugnablæti og sérvaldar myndir sem auka andúð
Kattakrúttin á þessu heimili eru ekki alltaf krútt og voru það allra síst í gærkvöldi/nótt, eða Keli. Ég heyrði gleraugun mín detta af náttborðinu niður á mjúkt-eitthvað, sennilega mottuna, og fannst lamandi syfjan of dýrmæt til að sóa henni í að vakna…
Óvænt innihátíð í sveit og vanmetin sagnalist
Stundum fara hlutirnir ekki alveg eins og planað var. Hér átti að vinna í gær, ásamt því að gera afmælistiltekt en svo breyttist allt. Vinkona mín, dönsk en samtalveg stórfín, hafði samband. Hún var að klára vinnulotu í Reykjavík og á leið í bústa…
Innihátíð, vinnuófriður og … sprækir taki eftir
– Tötrughypja verður þú seint, sæta mín, sagði ég við spegilmyndina í morgun. Fallegi græni bolurinn frá Systrum og mökum, flottu buxurnar úr Nínu og doppóttu sokkarnir frá Liverpool. Fullkomið.
Í Himnaríki gengur senn í garð&n…
Dularfulla símtalið sem hvarf
Síminn hringdi hátt í morgun og vakti mig af værum blundi.
– Góðen dagen, sagði vingjarnleg karlmannsrödd þegar ég loksins svaraði. – Þetta er hjá Norske senderoðinu i Þingeyri. Ég er Lukas, þriðji sendiroðsfulltrúi.
– Bíddu, ha, eruð þi…
Út fyrir sælgætisrammann …
Framandi amerískt sælgæti var skoðað í Kosti í gær, eins og M&M með saltstangafyllingu og annað sem heitir Pop-tarts. Eins og margir vita eru sætindi ein leiðin til að koma sér upp sléttara andliti (en vissulega stærri fatastærðum) s…
Nafli alheimsins fundinn
Höfuðborgin var heimsótt í dag (eiginlega í gærkvöldi og gist), stráksi átti erindi og ég fylgdi með. Hilda hirðbílstjóri fór með okkur um víðan völl og við heimsóttum meðal annars álfa og svo nokkrar verslanir, einn dýralækni (sjúkrafæði fyrir Kela) o…
Gervigreind til bjargar
Undanfarna daga og vikur hef ég orðið vör við laumulega einhvers konar eyðileggingarstarfsemi sem ég hef á tilfinningunni að sé mér til höfuðs, eins og stofnað hafi verið sérstakt félag, afl eða samtök með það eitt að markmiði. Reyndar eru fordæmi fyri…
Bjargvætturinn á gangstéttinni
Fáránlega mikill spenningur ríkti fyrir gærdeginum (á miðnætti þegar sá 28. gekk í garð) þegar fimmta bókin um Sjö systur kom út á Storytel. Ávanabindandi ævintýrasögur, er ágæt lýsing á þeim. Bækurnar fjalla um sex ungar konur (hver sú sjöun…
Tvær vikur til stefnu …
Dagurinn í gær fór í að leita að ljósmynd … Ég fór í gegnum nokkur hundruð myndir, held ég, og fann marga dásemdina en ekki þá réttu. Þarna leyndist mynd af okkur Michael Crichton, höfund Jurassic Park, síðan hann áritaði Timeless í Máli og menn…
Kaffiskorts-skyndihugdetta og leitin að Karlakaffi …
Fljótlega eftir hádegi í gær lögðum við stráksi af stað í fjörið á Írskum dögum. Það dropaði úr lofti og ég sagði í spurnartón við drenginn: -Ættum við kannski að vera með regnhlíf? Nennir þú kannski að hlaupa upp og sækja hana?
Stráksi fullvissaði mig…
Örlagarík gleymska og sumarkvöldin fjögur
Neyðarástand ríkir í himnaríki, alla vega hjá stráksa því ég steingleymdi að panta Eldum rétt-skammtinn fyrir næstu viku, frestur var til miðnættis í gær. Smáséns var víst að panta ákveðinn pakka (sígilda, vegan, fisklausa osfrv) í dag en mér fannst ei…
Tölvuraunir, hárgreiðslubiðlistar og fögur ferðaplön
Sálumessa Mozaars hljómaði úr tölvunni minni í dag. Vel við hæfi því mér fannst um tíma að ég komin á grafarbakkann. Fékk nefnilega boð um Teams-fund sem var ákveðinn í morgun, og var búin að steingleyma hvernig átti að bregðast við. Í raun átti ég bar…
Erfið leit að sumarhúsi …
Á vordögum skruppu vinahjón mín út á land til að skoða hús. Þau langar svooo mikið í sumarhús nálægt hafi* (*bless, lúsmý, hæ, útsýni) og ekki allt of fjarri höfuðborginni. Þau hafa skoðað nokkur en enn ekkert fundið sem þau hentar …
Kirkjukaffi, útgáfa bókar og sum refsiglöð húsfélög
Sautjándi júní fór fram með hefðbundnu sniði hér á Akranesi og að vanda var kirkjukaffið langflottasti viðburðurinn. Guðrún von Kópavogur kom í heimsókn og snæddi gómsætar tertur með okkur þar. Hitti þarna margt frábært fólk að vanda, enda einn helsti …
Raunir aðstoðarbílstjóra og styttukaupanda með ágætt minni
Eftir umræðuna undanfarið, um það hversu hælisleitendur séu mikil kvöl og pína fyrir efnahagslífið hér fóru að rifjast upp fyrir mér minningar – endurómur úr fjarska sem vildi láta vita af sér. Ég tel mig vera ansi minnuga, held að t.d. Sofie, eiginkon…