Bíó Lemúr

Föðurland: Hvað ef Hitler hefði sigrað?

14. október 2020

Skáldsagan Föðurland (Fatherland) eftir Robert Harris kom út 1993 í íslenskri þýðingu Guðbrands Gíslasonar. Bókin fylgir „hvað ef?“-forminu. Hún spyr hvað hefði gerst ef Adolf Hitler og Þýskaland nasismans hefði sigrað í síðari heimsstyrjöldinni. Árið 1994 gerði HBO sjónvarpsmynd byggða á bókinni. Sögusviðið er Berlín 1964. Hátíðarhöld vegna 75 ára afmælis Hitlers eru í undirbúningi. […]

Hljóðskrá ekki tengd.
1970-1980

Leiðir til að sjá: Frábær heimildarmynd um myndlist eftir John Berger

14. október 2020

Breski listrýnirinn og rithöfundurinn John Berger lést árið 2017, níræður að aldri. Hann er líklega frægastur fyrir heimildarþáttaröðina „Ways of Seeing“ sem hjá BBC árið 1972. Í þáttunum, sem eru fjórir talsins, dregur Berger á snilldarlegan hátt fram hvernig fólk horfir á listaverk sögunnar út frá ólíkum sjónarhóli á hverjum tíma. Berger gaf síðar út bók með […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Bíó Lemúr

Rafmögnuð Reykjavík: Heimildarmynd um sögu raftónlistar á Íslandi

8. október 2020

Heimildarmyndin Rafmögnuð Reykjavík rekur sögu raf- og danstónlistar á Íslandi. Raftónlist er ekki lengur jaðarfyrirbæri í dag og er spiluð á vinsælustu skemmtistöðum Reykjavíkur. En fyrir þrjátíu árum var slík tónlist nokkurs konar neðanjarðarstarfsemi sem breiddist hratt út á meðal ungs fólks á meðan eldri kynslóðir klóruðu sér í kollinum. Í þessari mynd frá 2008, […]

Hljóðskrá ekki tengd.
alþýðulist

Stalín á Hellisheiði

17. ágúst 2020

Blómey Stefánsdóttir (1914-1997) og Óskar Magnússon (1915-1993) með mynd þeirra af Jósef Stalín. Hjónin bjuggu í torfkofa á Hellisheiði frá 1973 til 1984 og ófu myndir af stjórnmálamönnum, þjóðskáldum og fleiri hetjum. Stalín var í sérstöku uppáhaldi. Um þessa alþýðulistamenn á sviði vefnaðar má til dæmis lesa í bók Ásdísar Höllu Bragadóttur, Tvísaga: móðir, dóttir, […]

Hljóðskrá ekki tengd.
16. öld

Draumkenndar rúmfræðimyndir Lorenz Stöer, 1567

12. ágúst 2020

Lorenz Stöer var teiknari sem bjó í Nürnberg á 16. öld. Hann skildi eftir sig merkilega kennslubók sem út kom um 1567. ‘Geometria et Perspectiva’ inniheldur 11 tréskurðarmyndir sem ætlaðar voru sem sýnidæmi fyrir listamenn sem stunduðu skreytingar á byggingum og húsgögnum. Teikningarnar eru undarlega nútímalegar og sýna draumkenndar senur þar sem rúmfræðileg form birtast […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Bækur

Lísa í Undralandi með myndskreytingum Tove Jansson

7. ágúst 2020

Árið 1959 myndskreytti Tove Jansson sænska útgáfu Lísu í Undralandi. Hinn finnski höfundur Múmínálfanna var auðvitað fjölhæfur snillingur sem samdi ekki einungis hinar stórkostlegu bækur um Múmíndalinn, heldur myndskreytti fjölda annarra bóka. Eins og Lemúrinn hefur áður sagt frá myndskreytti hún sænsku útgáfu Hobbitans eftir J.R.R. Tolkien árið 1962. Myndirnar sem við sjáum hér eru […]

Hljóðskrá ekki tengd.
1. maí

sorgarlag

1. maí 2020

“sorg”: [ // sorg // sendir út tvær fyrirspurnir // skilar af sér fylki af sólum // sem gefa ný eintök af þessu falli 2 * [upphrópun]’vei! => x = [staður] ‘borg .{eiginleikar} ‘fallin n = [tími]’nóttin s, t = [staður]’stræti, turnar l = n =>[fyrirbæri]’ljóshafið // FYRIRSPURN 1 // Hvar eru þín stræti, þínir […]

Hljóðskrá ekki tengd.
1. maí

Kynjuð byggðaumræða

1. maí 2020

Ísland er eyja. Það voru nánast nýjar fréttir fyrir Íslendinginn sem fór erlendis til náms fyrir nokkrum árum, rétt áður en Geir bað guð að blessa okkur. „hvar á eyjunni býrð þú“ spurði skólafélagi minn og ég starði á hann í forundran. „ég bý á norðurhluta LANDSINS“. Af því að við erum svo stór, samt […]

Hljóðskrá ekki tengd.
1. maí

Himinninn yfir Helsinki

1. maí 2020

Brot úr bók í vinnslu rigningin hellist yfir strætin víkka þessir metrar á milli húsa óyfirstíganlegir eftir teinum renna vagnar til að ferja okkur úr einni sjálfheldu í aðra tætingslegur maður skolast um borð í sporvagninn með tætingslegt hundblautt dýr í eftirdragi það pompar niður við miðstöðina vagninn fyllist heitum fnyk af blautum hundi fljótlega […]

Hljóðskrá ekki tengd.
1. maí

Þegar skúringakonurnar taka völdin

1. maí 2020

Þegar skúringakonurnar taka völdin þurfa allir að fara úr skónum Þegar skúringakonurnar taka völdin verða þeir sem afstóla of snemma fyrstir upp að veggnum Þegar skúringakonurnar taka völdin verður heimurinn tandurhreinn Nei! Þegar skúringakonurnar taka völdin verður aldrei skúrað framar og heimurinn verður skítugur og heiðarlegur Það er ekki eining um þetta, þetta gæti ollið […]

Hljóðskrá ekki tengd.
1. maí

Ljóð á ferli

1. maí 2020

Uss, það eru ljóð á ferli
Hafðu ekki hátt
Ekki yfirgnæfa þau
Ekki kæfa
Ferill þeirra er margbrotinn
Haltu áfram að dreyma
Ekki rekja upp
Ekki gleyma
Uss, það eru ljóð á ferli
Frá upphafspunkti
Til endalínu
Hafðu ekki hátt
Ljóð eru á ferli

Hljóðskrá ekki tengd.
1. maí

Parið

1. maí 2020

Daðrandi
dansandi
með langa gráa lokka
glampa í augum
og glott í stíl.
Skýtur upp í sig
snöfsunum
af miklum móð
meðan kærastan
rífst og reiðist
og rakkar niður
alla þá
sem eiga ekki
upp
á pallborðið
hennar.

Hljóðskrá ekki tengd.
1. maí

Hverskonar tímar eru þessir

1. maí 2020

Það er staður milli trjálína tveggja þar sem grasið vex upp og aldni byltingarvegurinn hverfur inn í skuggana nærri yfirgefnu samkomuhúsi hinna ofsóttu sem hurfu einnig í þessa sömu skugga. Ég hef gengið þar og tínt sveppi við mörk óttans, en ekki láta blekkjast þetta er ekki rússneskt ljóð, þetta er hvergi annars staðar en […]

Hljóðskrá ekki tengd.
1. maí

Rökkur

1. maí 2020

 
Gísli Þór Ólafsson (Gillon) gaf út plötuna Bláar raddir árið 2013, en hún inniheldur lög við 10 ljóð Geirlaugs Magnússonar úr bókinni Þrítengt frá árinu 1996. Hér má hlýða á lag við ljóðið Rökkur.

Hljóðskrá ekki tengd.
1. maí

Úr Ég trúi

1. maí 2020

Um lífið Ég trúi ekki á Guð né prestana Ég trúi ekki að peningar séu hamingja Langar samt að prufa að gráta í Bens Ég trúi ekki á visku markaðarins En minna á gangandi bindishnúta að skipuleggja samfélagið Ég trúi ekki að það sé til einn sannleikur, né ein sönn ást Ég trúi ekki að […]

Hljóðskrá ekki tengd.
1. maí

Að vera eins og aðrir

1. maí 2020

Ég ætti ekki að vera svona eins og ég er. Ég get ekki látið fólk sjá mig svona. Ég get ekki hagað mér svona. Ég ætti að reyna að drulla mér að vera eins og aðrir. Það er nú ekki hægt að láta svona eins og ég læt. Það virðist ekki falla vel hjá öðrum […]

Hljóðskrá ekki tengd.
1. maí

Hringrásin

1. maí 2020

Ég hef ekki tíma til að deyja, ég er of upptekin. Verkefnin hrannast upp, því tel ég það ótímabært að yfirgefa þessa jörð. Ég er hringrásin, ég hrannast upp. Gömul útgáfa, ný útgáfa, endurútgáfa af sjálfi. Sem ég þarf að endurvinna, yfirfara og prófarkalesa. Endurskoða skoðanir, ákvarðanir. Verkefnin hrannast upp. Minningar staflast upp, staflast í […]

Hljóðskrá ekki tengd.